Svara þráð

Spjall

Framkvæmdaleysi hjá KR23.maí 2019 kl.19:28
Í Vesturbæjarblaðinu er flott grein um það ótrúlega framkvæmdaleysi sem einkennir KR nú um stundir, sem gerir það t.d. að verkum að Knattspyrnudeild KR er að dragast verulega aftur úr öðrum knattspyrnuliðum hvað aðstöðuleysi varðar. Vesturbæjarblaðið nefnir framtíðarskipulag KR-svæðisins á vegum Borgarbrags. Nefnt er að íbúar Kaplaskjólsvegar og Skjóla hafi sett sig upp á móti þeim fyrirhuguðu framkvæmdum. Nú þekki ég mikið af fólki í þessum götum og sérstaklega veit ég að íbúar við Kaplaskjólsveg hafa fagnað slíkum framkvæmdum. Ef einhverjir íbúar tala gegn uppbyggingu, þá eru þeir hinir sömu andsnúnir velgengni KR og ef stjórnendur hjá KR hafa bein í nefinu eiga þeir bara að hundsa slíkar raddir með öllu. Vesturbæjarblaðið nefnir líka það sem allir eru að tala um að þessar Borgarbrags tillögur hafa ekki verið til umfjöllunar síðan þær komu fram. Kæru stjórnendur KR, sýnið dug, brettið upp ermar, gyrðið ykkur í brækur og umfram allt tjáið ykkur í stað þess að klóra ykkur í hausum og gera ekki neitt - Áfram KR !!!
Stefán
29.júní 2019 kl.16:27
Held að besta lausnin fyrir KR að selja borginni KR svæðið og leigja núverandi Íþróttamannvirki af Reykjavíkurborg.Fá nýtt svæði úthlutað í Skerjafirði eða uppfyllingu við Örfirsey.En því miður enginn vilji er hjá Reykjavíkurborg að gera neitt fyrir Vesturbæ eða KR bara sýndarmennska hjá Degi fyrir kosningar. Sparkvellir eru besta dæmið hvernig Vesturbær er fjársveltur.
Vesturbæingur
Dagur vs KR29.júní 2019 kl.18:50
Því og miður er of langt í kosningar til að Dagur Fylkismaður vilji gera eittvað fyrir Vesturbæinn í atkvæðaleit og gott ef að Eyþór er ekki úr Árbænum líka, en Vigdís helsta rödd minnihlutans býr í Hlíðunum.
Stefán
23.september 2020 kl.22:08
Greinilega annalegar hvatir af Borgarstjóra að spila svona illa með KR rétt fyrir síðustu kosningar.Núna hlýtur að sjóða á Gylfa Dalmann eftir síðasta útspil borgarinnar sambandi við væntanlega styrki borgarinnar til Íþróttafélaga.
Vesturbæingur
KR til framtíðar24.september 2020 kl.10:53
Ágætu KR-ingar, Hafa fylgst með umræðum á spjallborðinu um nokkurt skeið og tekið þátt í umræðum við vini og vandamenn, hef ég reynt að rýna í eins vitrænum hætti og mér er unnt í stöðu okkar án þess að draga dám af pólitík í þessu pælingum eins og oft virðist vera rauninn á spjallborðinu. Þegar horft er á félögin í kringum okkur þá held ég að menn þurfi að halda staðreyndum á lofti og rýna í það hver sé ástæða þess að aðstaða sumra félaga hefur verið byggð upp enn aðstaða okkar KR-inga hefur setið á hakanum.Það ber að halda því til haga að við KR-ingar eigum landið sem núverandi aðstaða stendur á sem og landið sem Valsmenn hafa gert sér mat úr á síðustu árum. Sjá grein: https://kjarninn.is/skyring/2019-05-15-sagan-af-thvi-hvernig-valur-vard-rikasta-ithrottafelag-islandi/ Hins vegar ætla ég ekki að halda því fram að verðmætin séu þau sömu því um er að ræða aðrar stærðir landssvæðis í þessu samhengi.Hvað framkvæmdir Víkinga varðar geta menn lesið um sögu Víkinga, framkvæmt til framtíðar í Fossvogi. http://soguvefur.vikingur.is/?page_id=598 og https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/04/14/gervigras_a_vikingsvoll/Fylkismenn skiluðu/seldu land sem þeir höfðu áður fengið úthlutað til uppbyggingar til Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurborg ætlar að nýta það land til uppbyggingar á íbúðum.Svo ég gleymi nú ekki Fh-ingum þá virðist það vera sem svo að þeir séu með þrjátíu þúsund manna sveitafélag á bak við sig og mjög djúpa vasa. Mörg þessara félaga hafa verðið með fókus á annað tekjustreymi eins hardcore veitingasölu á leikjum sínum til langs tíma, leigt út félagasheimili/sali sem þau hafa gagngert tekið í notkun eða nýtt með fjölbreyttari hætti og tala nú ekki um stærstu árshátíðir eða tónleika sem haldnir eru reglulega í sölum ríkasta félags landsins. Hugmyndir okkar KR-inga með að gera okkur mat úr þessu landi með skipulagi, byggingu og sölu fasteigna hafa verið frá því að vera fáránlegar frá því fyrir hrun og í það að vera raunhæfar miðað við núverandi tillögur Borgarbrags. Uppbygging svæðisins þarf að taka mið af hverfinu eins og það er í dag og í sátt við íbúa. Í þeirri uppbyggingu gætum við Kr-ingar fengið tekjur af sölu eða leigu fasteigna sem byggðar verða upp.Hins vegar hefur þetta tekið allt of langan tíma og eftir mínum heimildum er það ekki tregða borgaryfirvalda sem veldur, því borgaryfirvöld hafa lagt mikið upp úr því síðustu ár að þétta byggð og hafa verið mjög opin hvað varðar nýbyggingar og eða breytt skipulagi í grónum hverfum. Eins og ástandið er í þjóðfélaginu í dag og heimurinn allur dottinn í kreppu, þá hef ég töluverðar áhyggjur af því að við séum að dragast lengra aftur úr.Þannig að ég kalla eftir að stjórnendur KR og eða nýr formaður kanttspyrnudeildarinn, sem ég hef mikla trú á geti varpað ljósi á framtíðar uppbygginu á okkar svæði. Við stöndum saman allir sem einnGeiri
Geiri
28.september 2020 kl.17:23
Ég fær hroll þegar ég heyri minnt á Borgarbrag. Ein ástæða þess að ekkert hefur gerst er Pétur Marteinsson og allt kjaftæðið og slórið í kringum það sem hann kemur nálægt.
dóri
20.nóvember 2020 kl.17:08
Nú hlýtur stjórn KR að senda reikning til Borgarstjórnar vegna aðstöðuleysis barna og ungmenna í Vesturbænum. Dagur hlýtur að taka því fagnandi Vesturbænum hefur fengið minnst miðað við aðra borgarhluta.
KR ingur
21.nóvember 2020 kl.11:57
Flott og upplysandi grein. Takk fyrir Geiri. Tregðan er sem se ekki borgaryfirvalda, heldur heimafyrir hja stjornendum KR sem er skammarlegt. Stjornendur KR a ollum sviðum þurfa þvi heldur betur að taka sig a, svo að okkar heitt elskaða felag dragist ekki enn frekar aftur ur. Dori nefnir Petur og eg spyr þvi hver se abyrgð hans og hlutverk innan og fyrir KR ?
Stefan

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012