Svara þráð

Spjall

Lifandi umræðuvettvangur12.desember 2017 kl.15:11
Kæru KR-ingar KR, stærsta félag Íslands, verður að eiga lifandi umræðuvettvang þar sem allir geta tjáð skoðanir sínar og hugmyndir. Félagið hefur ekkert nema gott að því að hafa aðhald frá stuðningsmönnum og öll umræða er góð. Á þessu spjallborði hafa reglulega myndast góðar og harðar umræður um málefni félagsins sem ég hef gaman að því að lesa. Eitt þykir mér hins vegar miður og það er að vita aldrei hver það er sem er að skrifa. Nokkrar Fésbókar síður hafa einnig verið í notkun. Mér sýnist síðan Já, ég styð KR vera sú sem er líflegust og síðast í dag er þar verið að skrifa um framtíð KR svæðisins sem er mjög þörf umræða. Mig langaði bara að hvetja ykkur til að halda áfram að tjá ykkur um KR og vonandi taka líka þátt í umræðum inn á fésbókinni, því mig langar að vita hver þið eruð sem hafið svona sterkar taugar til KR. https://www.facebook.com/groups/videlskumkr/?multi_permalinks=1516013571769144&notif_id=1513075434947005&notif_t=group_activity Bestu kveðjur, Ólafur Páll Johnson
Ólafur Páll Johnson
1.febrúar 2018 kl.17:50
Admin ætti að eyða þessum þræði. Verið að hvetja fólk til að koma á annað spjallsvæði og af þessu spjallsvæði. Þar með er verið að kippa einni stoð undan tilverugrundvelli krreykjavik.is Sorglegt.
Vaxtavextir
5.febrúar 2018 kl.23:05
Er þessi síða ekki bara steindauð? Er þá ekki að skjóta á ritstjóra síðunnar sem hefur staðið sig alveg ágætlega. En það sjá það allir sem vilja sjá það að síðan er bara til að forminu til.
KR
7.febrúar 2018 kl.17:11
Oft verið líflegri
Damus7
11.febrúar 2018 kl.22:58
Elsku vinir. Eigum við ekki bara að hlaða batteríin þar til í vor.
ábs
12.febrúar 2018 kl.21:08
Og vonum að öll batteríin séu komin í fulla hleðslu hjá Rúnari. Ég hleð batteríin með því að lesa smásagnasafnið Afleiðingar.
Stefán
13.febrúar 2018 kl.01:14
Hahahaha, takk kæri vinur.
ábs
13.febrúar 2018 kl.12:04
Auðvitað á ekki að leggjast á meltuna og hlaða batteríin. Ég vil sjá fólk mæta á völlinn núna þegar Lengjan er komin í gang og ég vil sjá umfjallanir um þessa leiki og ég vil sjá umræður um leikina sem eru núna. Allt þetta myndi að lokum leiða til meiri áhuga í vor þegar alvaran hefst og þá mæta fleiri á völlinn. Það sem ég hef séð í undanförnum leikjum er nefnilega ansi áhugavert og jákvætt.
Manni
13.febrúar 2018 kl.13:44
Litla gula hænan all over again...
ábs
13.febrúar 2018 kl.17:39
Að öllu gamni slepptu ætla ég að reyna að segja vel frá Lengjubikarnum. Fer að detta inn...
ábs
14.febrúar 2018 kl.14:07
Þetta eru rosalega skrítin svör hjá ábs. Fyrra svarið fullt af af hroka og yfirlæti en seinna svarið eins og ábs ( sem ég þekki ekkert) hafi séð eftir því fyrra. Ég kýs að sjá það jákvæða og ef ég skil seinna svarið rétt þá hefur ábs eitthvað með síðuna að gera og það væri jú jákvætt að koma af stað málefnalegum og jákvæðum umræðum hér.
Manni
15.febrúar 2018 kl.21:13
Þetta er flott og faglega unnin síða sem allir stuðningsmenn KR ættu að fagna, enda mun líflegri en margt annað hjá félaginu okkar nú um stundir.
Stefán
17.febrúar 2018 kl.11:19
Menn eiga að taka ofan fyrir ÁBS fyrir að halda þessari síðu gangandi mjög jákvætt.
Vesturbæingur
19.febrúar 2018 kl.09:50
Ég hef ekkert út á þetta spjallsvæði að setja né síðuna yfir höfuð. Það er kannski tæknilega hliðin sem er eitthvað sem mætti skoða. Síðan er ansi lengi að hlaðast niður og virðist almennt koma illa út í síma(er með iphone 7).
KK
23.febrúar 2018 kl.15:33
Höfum alveg á hreinu að ég var engan vegin að setja út á þessa síðu þegar ég nefndi þetta um daginn. Einungis að hvetja menn að taka þátt í samræðum þar sem þær voru að fara fram í það skiptið. Sjálfsagt að eyða þræðinum ef þetta fór fyrir brjóstið á einhverjum. KRreykjavik hefur verið mikilvægur þáttur í KR menningunni í mörg ár og verður vonandi áfram. ÁBS unnið frábært starf og tek undir að það væri mjög gaman að sjá umfjallanir um undirbúningsleiki og annað sem er í gangi. Margt í gangi sem klárlega mætti ræða hér sem annars staðar.
Ólafur Páll Johnson

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012