Svara þráð

Spjall

Leikmenn velja milli FH og vals29.nóvember 2017 kl.15:19
Gaman að lesa fyrirsagnir vefmiðla þessa dagana. Stærstu bitarnir safnast saman í Kaplakrika og enn fleiri eru sagðir velja milli FH eða vals, enda hafi þeir góð tilboð frá báðum félögum. KR er ekki einu sinni í samkeppni við þessa klúbba og félagið ekki nefnt á nafn. Er það ekki stærsti dómurinn um árangur knattspyrnudeildar undanfarin ár?
qwerty
29.nóvember 2017 kl.21:38
Það er vissulega mikil liðssöfnun hjá sumum liðum þessa dagana, en nafn Rúnars á klárlega eftir að trekkja menn til KR þegar fer að vora - Ég sé grænar grundir og glæsta sigra.
Stefán
29.nóvember 2017 kl.22:14
Íslands- og bikarmeistara 2011, bikarmeistara 2012, íslandsmeistara 2013 og bikarmeistara 2014. Það er nú ekki svo slæmur árangur. KR þarf hins vegar að fara að þora að vera félag eins og FH og Valur. FH fær allt í gegn í firðinum og Valur leggur ríkisstjórnir og lokar flugvöllum. KR leggst á hnéin, missir lóðir í nágrenni við sig til félags sem formaður KR stjórnar og bíttar núna 1/3 svæðis síns undir blokkabyggð í staðinn fyrir smánarlega æfingaraðstöðu og nýjan heimavöll. Hann verður nefndur Blokkarvellir.
piou
29.nóvember 2017 kl.23:21
Ég held að þetta segi meira um FH og Val en KR. FH er örvæntingarfullt og ætla að tæma budduna því þeir eru hræddir um að annars gæti gullöldin verið liðin. Bara gott fyrir KR að þeir eyði og spenni og renni svo á rassinn. Ég hef meiri áhyggjur af Val því þeir eru með dúndurlið en liðið hefur þó aldrei verið þekkt fyrir að verja Íslandsmeistaratitlana sína þannig að við sjáum til hvernig það fer. Annars man ég þá daga þegar KR trekkti mest að enn titlarnir létu á sér standa. Þótt önnur félög hafi stundum kveinkað sér út á við undan yfirburðum KR á þessu sviði held ég að þau hafi kunnað ágætlega við þetta því pressan var öll á KR og það myndaðist svo hefð fyrir því að eitthvað klúðraðist þar til liðið braut ísinn 1999. Nú er pressan öll á FH og Val og það er bara ágætt fyrir KR. Rúnar er að byggja upp liðið í ró og friði án þess að vera of mikið í kastljósinu. Hann er að fá leikmenn sem passa í hans módel en ekki bara að fá leikmenn til að stela einhverjum fyrirsögnum.
Vaxtavextir
30.nóvember 2017 kl.11:13
Hefur KR ekki samið við 3 nýja leikmenn? Að vera að hrúga inn mönnum eins og FH og Valur er ekki endilega rétta leiðinn til árangurs Rúnar er skynsamur og það hlýtur að setja strik í reikninginn að vera utan Evrópukeppni.
Bjarni
30.nóvember 2017 kl.11:31
Já menn fara ekki með rangt mál hér, það er engin lausn að hrúga inn leikmönnum, en menn hljóta að sjá að leikmannahópur okkar KR inga yrði töluvert betri ef til dæmis Kristinn Freyr Sigurðssonn væri á miðjunni hjá okkur. Hann sýnir enga tryggð við valinn og er á leið í FH því þeir bjóða betur. Það er svekkjandi að KR geti ekki einu sinni keppt við það sem FH er að bjóða. KFS var besti miðjumaður deildarinnar.
qwerty
30.nóvember 2017 kl.19:37
Og ekki getur knattspyrnudeildin einu sinni keppt við valinn í kvennaboltanum, ungar og efnilegar stelpur labba yfir vatnsmýrina eins og ekkert sé sjálfsagðra: http://www.visir.is/g/2017171139849/valur-plokkar-skrautfjadrirnar-af-kr
qwerty
9.desember 2017 kl.14:39
Ég er algjörlega sammála því að það veldur manni áhyggjum að bestu bitarnir sem að eru á markaðnum velji frekar á milli FH og Vals heldur en KR. Einnig var slæmt að missa G.Andra í gær yfir til Start en ég óska honum góðs gengis í framtíðinni og vonandi fáum við að sjá hann aftur sem fyrst í KR treyjunni! Einnig veldur það mér miklum áhyggjum að eftir brotthvarf Andra þá erum við með einn natural striker sem er Björgvin, Bjerregaard vill frekar vera í DK og sama um Tobias þannig að sóknarleikurinn veldur mér miklum áhyggjum. Eins og staðan er núna er þetta byrjunarliðið sem ég vill sjá KR starta með: Beitir Aron-Gunni-Skúli Arnór-Pablo-Pálmi-Kiddi Jóns Óskar-Bjöggi-Kennie Áfram KR
David Winnie
9.desember 2017 kl.19:57
KR þarf að fara að læra að vera litla liðið. Spila sterka vörn, nýta færin og þess háttar. Við verðum ekki með besta mannskapinn á pappírnum næsta sumar en menn verða að gjörnýta það sem þeir hafa.
ábs
9.desember 2017 kl.21:23
Hlýtur að vera allt önnur nálgun næsta sumar KR er ekki að fara að keppa við FH eða Val um bestu bitanna.Staðan er að það getum við ekki . Sammála ÁBS sterkur varnarleikur og samheldi er lykill að góðum árangri.
Vesturbæingur
9.desember 2017 kl.22:16
Hvaða stærstu bita eru þið að tala um, Geoffrey Castillion, Kristin Frey og Kristin Steindórsson?
Damus7
10.desember 2017 kl.15:18
Vörn er besta sóknin eða sókn er besta vörnin. Burt séð frá því, þá er nokkuð ljóst eins og staðan er, að það vantar eitthvað upp á hjá KR til að verða í toppbaráttu næsta tímabil.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012