Svara þráð

Spjall

Blokkir og bílaverkstæði á KR-Svæðið10.nóvember 2017 kl.14:58
Stjórn KR glutraði því tækifæri að félagið gæti byggt upp á svokölluðum SÍF-reit. Núna lætur félagið nota sig í kosningabaráttu Dags B. Eggertssonar og lofar byggingu blokka á KR-svæðinu. Þeir sem hreikja sér að þessum fréttum ættum vinnsamlega að taka pokann sinn og drulla sér út. Mikið ofboðslega er ég orðinn leiður á athafnleysi og aumingjaskap stjórnar KR. Blokkir og atvinnuhúsnæði í skiptum fyrir hvað? Valur leggur heilu ríkisstjórninar en KR sópar upp mola borgarstjórnar á hnjánum. Er furða að menn nái ekki árangri inn á vellinum þegar þetta eru viðhorf æðstu stjórnarmanna félagsins? Aumingjaskapurinn smitar inn á völlinn.
Andrés
10.nóvember 2017 kl.16:20
Bara fyrir forvitnisakir, hvernig sérð þú fyrir að fjármagna stórfellda uppbyggingu aðstöðu KR á KR-svæðinu?
KR#1
10.nóvember 2017 kl.16:31
Í havð var hægt að nota SÍF svæðið í? Það er ekki sambyggt KR svæðinu frekar en Starhaginn, en þó nær. Þó einhver Kjartan Magnússos hafi verið að bulla eitthvað um SÍF svæðið hefur hann ekkert unnið fyrir KR í borgarstjórn og er ekki líklegur til að gera það. Gefum aðalstjórn frið til að vinna þetta áfram.
TG
10.nóvember 2017 kl.16:42
Bygging blokka á KR-svæðinu skapar svokallaða einskiptigreiðslu en heftir uppbyggingu næstu áratugina. Hvernig væri að KR leiti til borgarinnar um fé til uppbyggingar en það virðist t.d. ekki neinn skortur á fjármunum þegar Valur kemur og bankar á dyr. SÍF-lóiðin var tilvalin fyrir innahús knatthús, sem þörf er á vesturhluta borgarinnar. Ég hef engan áhuga að gefa stjórn KR frið til að vinna mál sem á eftir að skaða félagið til lengri tíma litið.
Andrés
10.nóvember 2017 kl.18:05
Tek undir áhyggjur af þessum "uppbyggingarloforðum". Félög sem skipta á svæði sínu fyrir skammverminn gróða vegnar til lengdar ekki vel. Komi til þess að þarna eigi að rísa blokkir eða önnur byggð mun hún standa næstu 100 árin og svæðið minnkar og takmarkast. Ég tek undir með tillögu Kjartans Magnússonar að KR þarf meira svæði, ekki minna. Þétting byggðar í Vesturbænum er orðin ansi mikil og þörfin á íþrótta- og útivistarsvæði mikil og að aukast. Þá eigum við ekki að fækka þeim fermetrum sem við eigum til iðkunnar. Stjórn KR held er að mínu viti samsett ágætis fólki en ansi er hún höll undir bogarstjórnarmeirihlutann í borginni.
Andri
10.nóvember 2017 kl.18:33
Ég hef séð teikningar af þessu svæði. Þarna verða blokkir og önnur byggð. KR fær í staðin HÁLFT knatthús í staðinn og nýjan heimaleikvang. Það verið að selja sig ansi ódýrt. Ég mun gera þá kröfu að formaður KR og stjórn upplýsi félagsmenn um tengsl sín við þetta verkefni, þ.e. persónuleg tengsl.
Willi
10.nóvember 2017 kl.19:59
Skil þetta ekki KR svæðið er löngu sprungið.Núverandi stjórn er ekki að vinna að hagsmunum KR né Vesturbæjarins og á að segja af sér.
Vesturbæingur
10.nóvember 2017 kl.21:09
Eftir að Gylfi Dalmann tók við sem formaður KR hætti félagið að gera tilkall til SÍF reitsins. Borgin seldi Búseta lóðina á klink. Þess má geta að Gylfi Dalmann var formaður Búseta áður en hann tók við formennsku í KR.
Kringurinn
10.nóvember 2017 kl.23:17
Mjög slæmt ef satt reynist að Gylfi hafi verið áhrifavaldur þess að SÍF reiturinn hafi farið annað.
Damus7
13.nóvember 2017 kl.12:39
Mér finnst það mjög alvarlegt að formaður KR skuli hafa starfað einnig sem formaður Búseta þegar ljóst er að hagsmunir þessa tveggja félaga fara ekki saman á SÍF lóðinni.
Andri
16.nóvember 2017 kl.13:56
Mér finnst að formaður KR þurfi að skýra aðkomu sína að þessu SÍF-máli. Að öðrum kosti á maðurinn að segja af sér. Það er spillingarlykt af þessu öllu saman.
Andrés
18.nóvember 2017 kl.13:55
Eftir að hafa séð þetta í Vísi .Enginn bílastæði finnst þetta órökstutt.Þetta svæði annar ekki allri þessi byggð og þjónustu eins þetta er lagt fram.
Vesturbæingur
18.nóvember 2017 kl.16:32
Það er reyndar gert ráð fyrir 350 bílastæðum.
Stórveldið
18.nóvember 2017 kl.17:32
Manni blöskrar vælið hérna. Glæsilegur aðalvöllur með aðstöðu fyrir 3000 áhorfendur. Varagrasvöllur. Gervigrasvöllur og hálft knatthús. Þetta er aðstaða sem er með því betra á Skandinavíu. Hálft knatthús er btw feykinóg fyrir KR. Þeir sem eru á móti þessu eru annaðhvort ekki KRingar eða geta ekki sætt sig við það að þetta sé gert í samráði við meirihlutann í borginni.
Jónsi
19.nóvember 2017 kl.02:04
Jónsi, það liggur fyrir að formaður KR var að gæta hagsmuna annars félags þegar deilt var um úthlutum SÍF-lóðarinnar. Á sama tíma gerir borgin milljarða samninga við bæði Fram og ÍR um mikla uppbyggingu á svæðum sem þessi tvö félög fengu gefins frá borginni. Þegar kemur að KR þarf að leggja til fjölda stóran hluta af svæði félagsins undir íbúabyggð. KR á ekki að hugsa til næstu fimm eða tíu ára heldur næstu áratuga. KR-svæðið er ekki mjög stórt og við verðum að nýta hvern fermetra vel. Í dag er staðan sú að félagið skortir æfingasvæði fyrir yngriflokka. Hvernig leysir það stöðu félagsins að minnka svæðið þess? Í dag er eitt lítið hús inn á KR-svæðinu og hefur verið í áratugi. Heldur þú að þær blokkir sem þarna verða byggðar muni einhvern tíman verða rifnar niður, t.d. ef KR vill stækka aðavöll sinn eða bæta við æfingasvæði?
Andrés
19.nóvember 2017 kl.11:27
Öllum er hollt að hafa mismunandi skoðanir að stilla þessu upp eins og Jónsi er rugl.Mín skoðun að núverandi svæði KR annar notkun næstu áratugi miðað við óskert svæði finnst þetta skerðing á núverandi æfingasvæði.
Vesturbæingur
19.nóvember 2017 kl.20:40
Ósköp þykir mér nú KR bera lítið úr bítum þegar upp er staðið. Endurnar sem synda í kring um Ráðhús Reykjavíkur bera jafnvel meira úr bítum.
Stefán
20.nóvember 2017 kl.13:46
Það er mun betri nýting á KR-svæðinu í þessu nýja skipulagi og í raun stækkar það svæði sem hægt er að nota til æfinga. Á mjög erfitt með að skilja þá gagnrýni sem komið hefur fram á undanförnum dögum. Í einu tilviki var íbúi í nágrenni ósáttur með að missa mögulega útsýni til sjávar. Við erum að tala um íbúa við Kaplaskjólsveg sem er sirka 500 til 800 m frá ströndinni. Svona gagnrýni er náttúrulega marklaus enda ekki hægt að ætlast til þess að maður hafi útsýni til sjávar búandi í miðri borg en ekki við ströndina. Þessi umræða um bílastæði er líka sér kapituli út af fyrir sig. Með því að fara þessa leið geta KR-ingar fjármagnað uppbyggingu á svæðinu á eigin forsendum og á mun skemmri tíma en ella. Knatthús, nýr íþróttasalur og tvöföld 3 þús manna stúka við aðalvöll tryggir hagsmuni félagsins til næstu 30 ára eða svo. Þetta yrði mesta uppbygging á svæðinu frá upphafi. Að mér læðist sá grunur að þeir sem gagnrýna þetta hvað mest sé annað hvort ekki KR-ingar eða hafa einhverja aðra andstæða hagsmuni í málinu.
KK
21.nóvember 2017 kl.01:50
Hvernig stendur á því KK að Reykjavíkurborg getur gert 4 milljarða samning við Fram um uppbygginu á svæði sem borgin úthlutaði Fram. Hvernig stendur á því að borgin getur farið í milljarða uppbyggingu íþróttamannvirkja hjá ÍR á svæði sem borgin úthlutaði ÍR? Hvernig stendur á því að þegar KR óskar eftir því að farið sé í uppbyggingu á KR-svæðinu segir borgin NEI ekki nema þið látið á móta mjög stóran hluta af svæinu undir blokkir!!! Þessar blokkir munu standa í meira en 100 ár. Framtíðaruppbygging KR verður algjörlega heft. Og fyrir hvað? Hálft knatthús og nýja stúku.
Andrés
21.nóvember 2017 kl.09:20
Það er alveg ljóst að KR-ingar þurfa að standa saman bakvið þessar hugmyndir og þessa vinna ef hún á að verða að veruleika. Og það á auðvitað að vera sjálfsagt. Eins og KK segir þá væri þetta mesta bylting á aðstöðu félagsins nokkurn tímann. Gert er ráð fyrir hálfu knatthúsi á reitnum sem myndi gerbreyta æfingaaðstöðu knattspyrnudeildar auk nýs keppnisvallar sem tæki 4200 manns í sæti og væri sá langflottasti hér á landi! Þá er gert ráð fyrir nýju íþróttahúsi sem myndi gera KR kleift að halda á ný úti meistaraflokki í handbolta. Þar fyrir utan væri félagsaðstaða félagsins margfölduð sem myndi stórbæta upplifun áhorfenda og iðkenda af því að heimsækja KR auk þess að styrkja innra starf félagsins. Hvernig er þetta ekki jákvætt? Auðvitað væri frábært ef borgin myndi bara taka upp reikninginn en það virðist ekki vera í boði. Þá má hafa í huga að ef ég skil þessar hugmyndir rétt þá er þetta hugsað þannig að KR eignist íbúðirnar og skrifstofuhúsnæðið á reitnum eftir 40 ár sem myndu þar með verða risatekjustofn fyrir félagið...
KR#1
21.nóvember 2017 kl.13:18
Meira tuðið -fyrst væl yfir skorti á framkæmdum - svo yfir breytingum. Virðist vanta alla framtíðaranda í KR-inga. Vilja menn bara vera lítil krúltleg einiing á nesi í friði frá heiminunm? Mjög spennandi allt saman (þangað til annað kemur í ljós).
kringur
25.nóvember 2017 kl.22:22
Ég tek undir þá gagnrýni sem hér hefur verið sett fram. Takmörkun KR-svæðisins, þ.e. byggð allt í kringum svæðið, gerir það að verkum að KR þarf að huga mjög vel að allri uppbyggingu á svæðinu. Þau plön sem hafa verið kynnt gera ráð fyrir 20 þúsund fermetrum undir íbúabyggð og atvinnustarfsemi. Til samanburðar er KR-svæðið allt 55 þúsund fermetrar. Verið er að minnka athafnasvæði KR um rúm 36 prósent, sem aldrei fæst til baka. Það takmarkar alla framtíðaruppbyggingu. Borgin hefur sett þarf fordæmi að setja töluverða fjármuni í uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir önnur félög. Við eigum að leggja áherslu á og berjast fyrir því að KR fái sömu meðferð og önnur félög borgarinnar. Þeir sem standa að þessu plani eru að mínu mati ekki raunverulegir KR-ingar og hafa ekki hag félagsins fyrir brjósti. Ég mun berjast gegn þessari takmörkun á athafnasvæði KR með öllum ráðum
Andri
25.nóvember 2017 kl.22:32
Við þetta má bæta að ekkert í viljayfirlýsingunni gefur til kynna að KR mun eignast verslunar- og íbúðarhúsnæði á svæðinu eftir 40 ár. Að pissa í skóinn er skammgóður vermir
Andri
26.nóvember 2017 kl.10:35
"með öllum ráðum", hey Andri. Eitt ráð væri að gefa KR helling af peningum svo KR þyrfti ekki að fjármagna þetta á þennan hátt. Ps Hvar set ég mig á lista til að kaupa íbúð þarna?
Damus7
26.nóvember 2017 kl.11:21
Tek heilshugar undir það sem Andri skrifar.Öll þessi umræða ef að menn séu ekki KR-ingar ef menn eru ekki sammála þessu er út í hött.KR verður að sitja við sama borð og öll önnur félög í borginni. Eru menn búnir að gleyma hvernig fór fyrir gamla góða Melavellinum.
Vesturbæingur
27.nóvember 2017 kl.01:10
Damus7 vonandi verður sá listi aldrei til og þessi byggð ekki að veruleika. Horfðu á þetta rökrétt. Hvað þarf íþróttafélag í stóru hverfi? Fyrst og fremst aðstöðu til að sinna þeim fjölda sem sækir í starf félagsins. Aðstaða er mæld annars vegar í fermetrum og hins vegar í gæðum. KR-svæðið er ekki mjög stórt og því mikilvægt að vandað sé til allrar uppbyggingar á svæðinu. Væri KR aðeins atvinnumannafélag liti þetta allt öðruvísi við. Grundvöllur þess að við fjölgum þeim sem sækja völlinn og styrkja félagið er að hafa sterkt og öflugt barna- og unglingastarf. Með því að taka 36% af núverandi svæði undir blokkir (lesist 3 og 1/2 knattspyrnuvöllur í fullri stærð) er verið að takmarka æfingaaðstöðu félagsins til frambúðar. Þér finnst það kannski æskilegt en mér finnst það ekki. Eina sem ég er að biðja um hérna er að stjórn KR geri það sem önnur félög gera og krefjist þess að uppbygging verði á svæðinu og komið verið til móts við félagið á sömu forsendu og gert hefur verið við önnur félög.
Andri

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012