Svara þráð

Spjall

Akraborgin - umræða um KR12.október 2017 kl.21:01
Hvet alla til þess að hlusta á viðtal við Ólaf Pál Johnson og Pál Kristjánsson í Akraborginni í dag um félagið okkar KR. Það dugar ekki bara að ráða Rúna Kri aftur, það þarf stórtækar breytingar og vonandi fáum við framboð til nýrrar stjórnar knattspyrnudeildar fyrir næsta aðalfund: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP57819
qwerty
12.október 2017 kl.21:52
Þetta ætti nú að hrista aðeins í turninum.
Damus7
12.október 2017 kl.21:54
Heyr, heyr. Þarna er um virkilega lemstraða knattspyrnudeild að ræða og Rúnar er aðeins fyrsti plásturinn á sárið. Að vísu stór og græðandi plástur.
Stefán
13.október 2017 kl.00:43
Gott viðtal. Allir sem vilja, vita að það þarf breytigar í forystu félagsins. Á meðan það breytist ekki er þetta dautt.
RK
13.október 2017 kl.08:36
Virkilega þörf umræða. Menn mega ekki gleyma vandamálum félagsins þrátt fyrir komu Rúnars og félaga. Vandamálið er enn til staðaar. Það er stjórn félagsins og framkvæmdarstjóri sem þarf að skipta út. Það gerðist lítið sem ekkert utan vallar hjá félaginu þegar Rúnar var síðast. Árangurinn innan vallar var til fyrirmyndar en stöðnunin utan vallar var algjör.
kr
13.október 2017 kl.10:18
Skora á þessa stráka að fara í stjórnina
áhugamaður
13.október 2017 kl.15:08
Vitna í Heimi Hallgríms, í beinu samhengi við þetta: „Ég kom til KSÍ frá ÍBV og mér fannst í fyrstu ekki vera mikill munur á stjórnun hjá sambandinu og ÍBV. Mér blöskraði margt, til dæmis þótti mér samskiptin við fjölmiðla í ólestri. Ég tók að mér að reyna að breyta því þannig að við gæfum meira af okkur til fjölmiðla og stuðningsmanna. Það er svo mikilvægt að segja öllum, stuðningsmönnum og blaðamönnum, hvað við erum að reyna að gera. Þegar þú segir frá því hvað þú ert að reyna að gera þá ertu dæmdur út frá því en ekki út frá því hvað einhver annar vill að þú gerir. Þetta gildir líka varðandi stuðningsmenn liðsins, á þessum tíma var varla til nokkur stuðningsmannaklúbbur svo að við ákváðum að reyna að ýta undir hann og gera það sama gagnvart stuðningsmönnum, gefa þeim eins miklar upplýsingar um liðið og hægt var.“
eldar
13.október 2017 kl.20:09
Er ekki Jónas Kristinsson ákveðið vandamál? Hann hefur verið lengi í félagin og á þakkir skildar en hann virkar bara á mig sem þreyttur og lúinn. Mæli með að fólk hlusti á viðtalið við hann í Akraborginni í dag.
dóri
14.október 2017 kl.00:12
Það er þá ekki skrítið að Jónas virki þreytur og lúinn að burðast með þessa líka stjórnarmenn á bakinu.
Stefán
14.október 2017 kl.00:43
Eina sem madur fekk ur thessu vidtali var ad thad vaeri enn og aftur verid ad fara ad ryna i thessa skyrslu um KR svaedid.
ebenes
14.október 2017 kl.10:07
Sjálfsögðu fáið þið ekkert út úr viðtalinu við Jónas þegar þið eruð þegar búnir að mynda ykkur neikvæða skoðun. Það er verið að vinna í málunum og það tekur sinn tíma að gera hlutina vel. Ef ykkur langar svona svakalega mikið að gera eitthvað í málunum þá held ég að KR geti örugglega nýtt krafta ykkar í sjálfboða vinnu. Skellið ykkur bara út í KR og bjóðið fram krafta ykkar, þið getið pottþétt gert betur en hinir sjálfboðaliðarnir.
Damus7
14.október 2017 kl.10:47
Alveg rétt hjá Damus 7 um að gera fyrir alla sem geta að bjóða sig fram til sjálfboðalisstarfa.Menn eins og Kiddi og Jónas hafa unnið vel fyrir KR í gegnum tíðinna.En sjálfsagt hægt að gagnrýna margt sem betur gæti farið.
Vesturbæingur
14.október 2017 kl.17:32
Hlutirnir eru greinilega í ferli Damus en aðferðirnar sem notaðar eru hafa meðal annars leitt til þessarar lægðar sem liggur yfir klúbbnum. Menn mega halda áfram að vinna á faglegum nótum en það þarf að rífa upp andann í félaginu, annars vegar með betri árangri á vellinum og hins vegar með því að upplýsa stuðningsmenn betur um framganginn og framtíðarsýn KR.
ebenes
14.október 2017 kl.17:43
Sá ferill sem málið er í er sá sami og er búinn að vera síðan 2006. Það er einfaldlega ekkert að gerast. Jónas gat ekki upplýst um neitt í þessu viðtali. Hann dásamaði sjálfan sig og eignaði sér titla sem hann á ekkert frekara tilkall til en hinn almenni KR-ingur. Hinn almenn KR-ingur verður að fara að átta sig á því að það er EKKERT nýtt í gangi.
KR
14.október 2017 kl.17:51
Af þessu viðtali að dæma og af því sem Jónas bókstaflega sagði í viðtalinu, þá hefur ekkert gerst frá því að (enn ein) skýrslan var kynnt haustið 2016. Af hverju ekki?
ebenes
14.október 2017 kl.19:41
Mér fannst Jónas koma bara nokkuð vel frá þessu. Hann gerði sérstaklega vel í því að minna Hjört og aðra á hvað KR er stórt og ræður yfir mörgum greinum. Það er búið að ræða mikið um handaboltafíaskóið en KR er hinsvegar með öfluga borðtennisdeild, badminton og fleira og fleira. Sumir geta gert lítið úr þessum greinum en mér finnst svona lagað setja KR í sérklassa. Það þýðir nefnilega ekki bara að fóskusera á það neikvæða. Að því sögðu tek ég heilshugar undir tilvitnun Eldars hér að ofan í Heimi Hallgríms varðandi upplýsingagjöf og samskiptin útá við. Þetta þarf að vera betra.
Vaxtavextir
14.október 2017 kl.21:27
Er þetta e h grín að upphefja Jónas fyrir atorkusemi og öflug vinnubrögð?? Damus þú segir að það sé verið að vinna í málunum og menn vilji gera það vel??? Það er búið að taka 30+ ár að gera ekki neitt!!! Hvaða rugl er þetta? Við hljótum að gera frekari kröfur um að málum sé sinnt með öðrum hætti heldur en nú er gert. Sammála Ólafi Páli og Palla Kri komu að í viðtalinu hjá Hirti um daginn. Krafan er breytingar.
ABZ
15.október 2017 kl.01:07
Búhoo að einhvað helvítis handkast hafi ekki náð að komast að hjá KR, hverjum er ekki drullu sama! ABZ það væri fínt að þú komir úr undralandi til að átta þig á því að það var hrun 2008 og þjóðfélagið er loksins að ná fótfestu. þú segir að það hefur ekki verið gert neitt í 30+ ár. Þegar ég æfði fótbolta (fyrir ca 20 árum) þá var malarvölllur þar sem núna er gervigras völlur. Sjálfsögðu viljum við öll hafa yfirbyggðan gervigras völl en einhver þarf að borga með öðru en matador peningum. Miðaverð var hækkað, líklegast sama fólkið og heimtar allt kvartar undan miðaverðinu. Við vitum vel að ef KR ætti allan pening í heimi þá væri löngu búið að öllu saman en það er bara ekki þannig.
Damus7
15.október 2017 kl.11:20
Eitt af því sem hefur verið gagnrýnt er að þeir sem halda um stjórnartauma hjá KR almennt séu ekki nógu harðir að leita sér aðstoðar og styrkja. Vitað er t.d. að hjá FH eru slíkir sagðir vera hinir mestu vargar og það skilar árangri þar. Það kann ekki góðri lukku að stýra að væla um peningaleysi og gera ekki neitt. Hvernig eru annars samningar við Alvogen t,d. varðandi uppbyggingu ?
Stefán
15.október 2017 kl.12:02
Damus. Þú veist að það er komið 2017. Hrunið var 2008. Síðan þá hafa nánast allir klúbbar bætt aðstöðu sína. Mér finnst það metnaðarleysi að vera sáttur við stöðu mála.
Kr
15.október 2017 kl.21:46
Ég er ekkert sáttur en sumt þarf að sætta sig við. Alltaf er hægt að gera betur og öllum er það ljóst að hjá okkur í KR er margt sem þarf að gera betur. Þeir sem eru aldir upp þannig að þeir fá allt upp í hendurnar þegar þeir væla skilja einfaldlega ekki þá staðreynd að það þarf fjármagn. Reykjavík er í ruglinu og er það Jóni Gunnari og samspillingunni að þakka og við getum gleymt því að Medusa sé að fara setja pening í KR.
Damus7
16.október 2017 kl.23:08
Nú er verið að leggja vökvakerfi á aðalvöllinn og vantar sjálfboðaliða til þess að aðstoða við að moka. Það er flott að það sè verið að gera e-h þótt að við erum flestir sammála því að hægt sé að gera betur og meira. Tökum saman höndum og hjálpumst að við að ganga í verkin. Áfram KR
David Winnie
17.október 2017 kl.12:34
KR þarf yfirbyggt knattspyrnuhús bæta miðasölu og salernis aðstöðu og lagfæra stúku. Að fara að byggja nýja og stærri stúku er eitthvað sem getur beðið.
Bjarni
17.október 2017 kl.13:11
Bjarni, ég held reyndar og vona að stúkan eigi eftir að marg yfirfyllast næsta tímabil með komu okkar nýja áhugaverða þjálafateymis og nýrra og enn betri knattspyrnumanna - Áfram KR !
Stefán
17.október 2017 kl.23:23
Það er skemmtileg staðreynd að Damus7 hefur verið skráður félagsmaður í Þrótti síðan 1998.
áhugamaður
18.október 2017 kl.00:49
Lifi þróttur!!! Þar sem þú ert áhugamaður um þetta þá skal ég rekja þetta fyrir þig. Ég sá ekki að ég yrði nægilega góður til að spila með meistaraflokki KR. Ég hætti í fótbolta, stuttu seinna ákvað vinur minn að æfa með þrótti og dró mig með. Hann sleit svo krossband og ég hætti nokkrum mánuðum seinna með þrótti og fór aftur í KR. Maggi Gylfa var þá að þjálfa 2.fl KR og sagði mér að tala við einhverja kellingu til að ganga frá félagskiptunum. Ef þjálfarinn hefur ekki áhuga á að ganga frá þessu þá klárlega átti ég enga framtíð sem ég vissi sjálfur. Mætti því ekki meira á æfingu og fór að einbeita mér að námi í staðinn. Sé ekki eftir því í dag.
Damus7
18.október 2017 kl.09:18
Strákar, er Gary Martin á leiðinni í KR?
ábs
18.október 2017 kl.10:09
Stefán, vissulega er það frábært ef RK tekst að koma með e.h trú til stuðningsmanna, og þeir munu alveg örugglega koma til baka og styðja liðið. En málið er ekki alveg svo einfalt, heldur er það heildarmynd félagsins sem er ekki góð og margir kalla eftir breytingum - framtíðarsýn, hvar verður KR eftir 5 ár / 10. Ennþá hefur ekkert komið fram sem gefur mér allavega trú á að e.h sé að fara breytast - því miður
ABZ
18.október 2017 kl.12:46
Það er ekki bara endurkomu RK sem mun breyta öllu heldur þarf heildarumgjörðin að veraa í lagi og það þar að breytast hjá KR.
Bjarni
18.október 2017 kl.15:45
Já, það þurfa ýmsir hjá KR að fara að stíga til jarðar, t.d. stjórnarmenn knattspyrnudeildar.
Stefán
18.október 2017 kl.17:07
Stuðningsmenn KR þurfa líka að stíga upp.
Damus7

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012