Svara þráð

Spjall

Blaðamannafundur í dag!3.október 2017 kl.13:18
Það er greinilegt að stjórnin hafi haft hraðar hendur því það er búið að boða til blaðamannafundar í dag kl 2. Ég tippa á að það verður Rúnar sem að taki aftur við liðinu enda lang álitslegastur af þeim sem eru í boði í dag. Áfram KR
David Winnie
3.október 2017 kl.14:08
Fráááááábærar fréttir
Kitchener
3.október 2017 kl.14:15
vona að Halldor Arnason vesturbaeingur og fyrrum yfirtjalfari hja KR fai sensinn og verdi adstodarmadur hans. Framtidar tjalfari thar a ferd.
Kohl
3.október 2017 kl.14:25
Ég hef tekið gleði mína á ný - Áfram KR !
Stefán
3.október 2017 kl.14:38
Hvað eru menn svo að gagnrýna stjórnina láta verkin tala strax Kristinn er búinn að vera lengi og unnið vel fyrir KR.
Bjarni
3.október 2017 kl.14:46
Mikill gleðidagur fyrir alla KR inga, núna hefst nýtt uppbyggingarskeið.
Onassis
3.október 2017 kl.17:29
Vonandi fyrsta skrefið að fleirum. Næst þarf stjórnin að víkja.
kr
4.október 2017 kl.19:10
HA HA....Bjarni Guðjóns er á leiðinni til baka sem aðstoðarþjálfari ! Hvað er stjórnin að pæla?
Hannes
4.október 2017 kl.20:39
Æi, Hannes, það er auðvitað Rúnar sem hefur viljað fá Bjarna, enda ekki vitlaust að sækja í reynslu manns sem þekkir mjög vel liðið eins og það hefur verið síðustu ár. Ekki hatast út í menn þó að þeir hafi ekki náð góðum árangri sem þjálfarar liðsins, það er ekki heiglum hent.
ábs
4.október 2017 kl.20:45
Þetta er flott ráðning á þeim báðum að stjórna KR er ekki á hendi allra.En aðstoðarþjálfari er annað sjáið Pétur Pétursson hvað hans samvinna og Rúnars var góð.
Vesturbæingur
4.október 2017 kl.20:45
Þetta er flott ráðning á þeim báðum að stjórna KR er ekki á hendi allra.En aðstoðarþjálfari er annað sjáið Pétur Pétursson hvað hans samvinna og Rúnars var góð.
Vesturbæingur
5.október 2017 kl.09:17
Bjarni var frábær sem leikmaður og fyrirliði KR, farsæll og vinsæll utan vallar sem innan. Var hinsvegar ekki tilbúinn í aðalþjálfastöðu hjá Fram og KR á sínum tíma, Ég hef ofutrú á öllu sem Rúnar Kristinsson gerir hjá KR og býð því þessa miklu meistara báða velkomna heim á ný - Áfram KR !!
Stefán
5.október 2017 kl.17:04
Það er frábært að sjá hversu mikill metnaður það er hjá stjórninni að fá inn alvöru KR-inga í kringum liðið, þótt að Bjarni sé uppalinn á skaganum þá er hann samt gallharður KR-ingur orðinn. Síðan er frábært að sjá Stjána Finnboga bætast við í þennan flotta hóp með Rúnari og Bjarna. Áfram KR
David Winnie
5.október 2017 kl.18:51
Rúnar er akkúrat það sem klúbburinn þarf á að halda. Strax í fyrsta viðtalinu við Rúnar eykst trúin hjá manni að Rúnar eigi eftir að gera frábæra hluti. Hann er jarðbundinn en hefur fullan fókus á verkefninu. Féll ekki þá gryfju að lofa titlum enda þannig loforð lítils virði. Nú þarf fyrst og fremst að bretta um ermar og taka til hendinni. Mér líst svo vel á Rúnar að ég er tilbúinn til að láta KR njóta vafans yfir að hafa ráðið Bjarna. En ef þetta gengur ekki þá kenni ég Bjarna um allt.
Vaxtavextir
6.október 2017 kl.16:19
Ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu.
Damus7

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012