Svara þráð

Spjall

Willum kveður27.september 2017 kl.12:49
þá liggur það ljóst fyrir að Big Willum ætlar að skella sér í pólitíkina og lætur af störfum sem þjálfari KR. Stjórn KR ætti að nota tækifærið og segja sig frá sínum störfum einnig og hleypa að mönnum sem hafa passion fyrir því að rífa klúbbinn upp úr því skítafari sem hann er í. Nú er lag að byrja þá vinnu að gera KR "great" again. Rífa upp stemninguna, fá fólkið með sér. Ráða inn rétta þjálfarann og byrja að byggja upp nýtt sigursælt lið til næstu ára. KR er félag sem á heima á toppnum og hvergi annars staðar. Koma fram með stefnumótun til næstu ára hvað varðar félagið, umgjörðina, aðstöðuna og allt heila klabbið. Tengja saman KR og vesturbæinn. Núna er tími breytinga - ÁFRAM KR!
ABZ
27.september 2017 kl.14:09
Menn sem eru í stjórn KR hafa nú alveg passion fyrir því að rífa þetta upp. Það þarf bara að gera það. Ég vill þakka Willum fyrir að eyða heilu ári í ekkert. Takk fyrir ekkert Willum.
Damus7
27.september 2017 kl.16:57
Nýja stjórn, Heimi Guðjóns heim að þjálfa, burtu með stærstan hluta útlendinga, og þá sem ekkert geta eins og Finn Orra, Garðar o.fl. Og reyna að hafa gaman að þessu.
Helgi
30.september 2017 kl.15:59
Willum Þór, hinn andlausi og vanhæfi þjálfari KR, kveður steindautt tímabil með steindauðum lokaleik og fer í framboð fyrir hálfdauðan flokk.
Stefán
30.september 2017 kl.17:46
Þetta var alveg ótrúlega andlaust og lélegt.En finnst ekki rétt að kveðja Willum með því að hrauna yfir hann manni sem er búinn að skila tveimur titlum + árangurinn í fyrra.Sumir leikmenn KR mega skammast sín fyrir frammistöðu sína og andleysi.
Vesturbæingur
2.október 2017 kl.07:12
Leiðinlegt að seinna árið hafi ekki gengið sem betur. Framkvæmdi kraftaverk í fyrra, eins og hann gerði 2002 þegar hann vann titilinn mjög óvænt á sínu fyrsta ári. Tveir titlar og eitt stykki kraftaverk í fyrra er frábær árangur - hefur átt tvö slök tímabil, 2004 og 2017. Hann er klárlega með þeim þjálfurum sem hafa náð hvað bestum árangri sem þjálfarar KR. Á bara skilið góðar kveðjur og vonandi að hann verði aktífur innan félagsins áfram.
Zebrahestur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012