Svara þráð

Spjall

Hvað nú24.september 2017 kl.18:02
Núna væri gaman að fá að vita hvaða stefnu liðið ætlar að taka. Hver verður þjálfari og hvaða leikmenn kveðja, og síðan hvernig menn hafa hugsað sér að fylla í skörðin.Stuðningmenn þurfa að vita þetta sem fyrst.
Werner
24.september 2017 kl.19:03
Ég hef ekki nein svör og er því eitt stórt spurningarmerki eins og þú Werner og aðrir stuðningsmenn KR. Ég sé hinsvegar fyrir mér að stokka þurfi upp í stjórn Knattspyrnudeildar KR. Að stokka þurfi verulega upp í leikmannahópnum og að skipta þurfi um þjálfara strax eftir tímabilið. Alvogen með Robert Wessman í milljarða íbúð í New York, hlýtur að geta lagt til meira fé í reksturinn.
Stefán
24.september 2017 kl.19:45
Þetta er búið að vera á niðurleið síðan 2014.Nú verður að byggja upp yngja upp og gefa þesu tíma efniviðurinn er góður.Áfram KR.
Vesturbæingur
24.september 2017 kl.22:33
ég spyr hvar eru stuðningsmenn KR. Hér eru menn vælandi um gengi liðsins en nenna ekki að mæta á leiki. Þegar illa gengur er það ekki bætandi að stuðningsmenn gefa skít í liðið sitt. Mætið á völlinn og látið í ykkur heyra.
Stína
24.september 2017 kl.23:01
Af hverju eigum við að mæta þegar félagið gefur skít í stuðningsmenn / er e h í félaginu að tala við okkur - nei! Ég hef mætt á völlinn í tugi ára heima og útileiki en þetta er svo ömurlegt allt í kringum félagið því miður! Þurfum breytingar þurfum að gera KR "great again" Til þess þarf þor / nýtt fólk / framtíðarsýn og bara meiri pung. Áfram KR!
ABZ
25.september 2017 kl.00:49
Því miður hef ég engan áhuga á liðinu í dag. Finnst það leiðinlegt því ég vil hafa sterkar skoðanir á liðinu. Einhverra hluta vegna hef ég engar tilfinningar til liðsins og tap eða jafntefli hreyfir varla við mér í dag. Finnst það alveg ömurlegt.
kr
25.september 2017 kl.13:48
Stína. Gengi liðsins er ekki stuðningmönnunum að kenna. Við mætum á völlinn og látum í okkur heyra. Við sjáum bara varla lífsmark inni á vellinum.
Stjáni
25.september 2017 kl.21:25
Sammála þér Stjáni - Eina merkjanlega lífsmarkið á heimaleikjum í sumar hefur einmitt verið í stúkunni, jafnvel þó fámenn sé stundum. Spurning hvort hefur verið eitthvað lífsmark hjá stjórnarmönnum knattspyrnudeildar uppi í gluggum fyrir luktum dyrum, ef þeir hafa þá mætt á leiki.
Stefán
26.september 2017 kl.16:21
Sögulegt gjaldþrot
26.september 2017 kl.18:07
Fáum aðalfund stjórnar strax.
KRingAri
27.september 2017 kl.00:42
FH í Pepsídeil karla í knattspyrnu leitar nú með logandi ljósi að nýjum þjálfara þar sem Heimir Guðjónsson hefur ekki náð þeim árangri sem að var stefnt og lofað þegar samningur hans var framlengdur. Samkvæmt öruggum heimildum verður tilkynnt í lok síðustu umferðar Pepsideildarinnar að samningi við Heimi hafi verið rift og Rúnar Kristinsson taki við en hann hefur gert KR að Íslandsmeisturum auk þess sem Rúnar hefur náð ágætis árangri erlendis.
kringur
27.september 2017 kl.08:23
Þegar ég lít yfir sumarið (tímabilið) finnst mér að þið (KRingar ) hafið gefið eftir í því að vera félaginu ykkar til sóma. Er ég þá að meina það eina sem þið getið gert fyrir félagið. En að er að mæta á völlinn til þess að kvetja og styðja við leikmennina sem eru valdir í hvern leik. Við munum eftir allir hversu gaman það er að mæta á völlinn og syngja eða kalla "Allir Sem Einn" og liðið fór af stað með Samba bolta sín á milli! Stöndum okkur betur næsta sumar. Kveðja, Denni (Flum/á Tökkunum)
Denni (á tökkunum)
27.september 2017 kl.11:21
Ég veit ekki í hvaða heimi þú lifir í ef þú heldur að allir eru eins og eiga bara að vera í stúkunni sama hvernig gengur. Ég er ekkert hlynntur því að menn séu að sleppa því að mæta en staðreyndin er samt sú að það sendir sterk skilaboð að mæta ekki. Þú og aðrir td, þeir í stjórna KR þurfa að fara átta sig á því að fólk mætir ekki bara til að mæta.
Damus7
27.september 2017 kl.11:35
það geta allir átt slæmt tímabil og stuðningsmenn verða þá að sætta sig við það (eða ekki). En það sem er í gangi hjá KR í dag er bara svo miklu meira heldur en slæmt tímabil. Liðið er arfaslakt, með zero passion, þjálfarateymið talar eins og það eigi að vera eðlilegt að tapa fyrir ÍBV á heimavelli 0-3 og menn almennt bara með niðurum sig. Stjórn félagsins er svo týnd og hefur ekki sést svo mánuðum saman hvað þá að menn hefi heyrt eitthvað í þeim - engin að rífa upp andrúmslofitð og keyra hlutina áfram - þetta er bara þarna, já akkúrat við erum stórveldi. Hverjum er ekki drullusama, staðreyndin er að klúbburinn er að verða miðlungsklúbbur í aðstöðu og háttum. Sem stuðningsmaður KR nenni ég ekki að taka þátt í því. Við þurfum breytingar og það strax!
ABZ
27.september 2017 kl.12:32
Heyr, heyr, svo sammála ykkur í einu og öllu Damus7 og ABZ. Það má segja að við óbreyttir stuðningsmenn KR höfum verið að fá blautar tuskur framan í okkur allt tímabilið frá þjálfaratryminu og frá stjórninni sem heldur sig alveg til hlés og kýs að vera sambandslaus við Vesturbæinn. Það eru ekki bara við Vesturbæingar sem upplifum þetta. Ég hef heyrt það rætt í fótboltaumræðum á X-inu að eitthvað MIKIÐ sé að hjá KR.
Stefán
27.september 2017 kl.13:04
Heil kynslóð af KR-ingum og vesturbæingum langaði sér að taka þátt í knattspyrnunni af passion og stofnuðu KV. Félagið komst í 1. deild án stórra bakhjarla, sem er magnaður árangur. Með stofnun KV öðlaðist því heill hópur ungra manna reynslu af því að reka og þjálfa hjá knattspyrnufélagi. Sá hópur ætti að taka við stjórn knattspyrnudeildar KR, þeir hljota að hafa fengið askoranir um það.
ebenes
27.september 2017 kl.14:25
Góð hugmynd ebenes. Er kominn tími á að Páll Kristjánsson og KV menn taki við stjórn knattspyrnudeildar KR.
Monza
27.september 2017 kl.14:46
Það er engin lausn að hrúga inn ungum strákum með litla reynslu. Það er heldur engin lausn að vera bara með aðkeypta leikmenn. Þetta þarf að vera blanda. Rúnar Kristinsson náði þessari blöndu vel og árangurinn lét ekki á sér standa. Bjarni og Willum hafa báðir verið of mikið í aðkeyptum. Stundum bara einn uppalinn í byrjunarliði. Helst óskandi að fá Rúnar aftur. Kostur tvö væri Heimir Guðjóns. Þar á eftir Óskar Hrafn, Gústi Gylfa og mögulega Arnar Grétarsson í þessari röð. Síðan er nauðsynlegt að hefja uppbyggingu á svæðinu. Þarf helst að fara að gerast á næstu tveimur árum og væri flott að því væri lokið 2019 þegar félagið fagnar 120 ára afmæli. Manni svíður að sjá aðgerðarleysið varðandi aðstöðu. Ekkert gerst í þessum málum í nærri 30 ár!!!
KK
27.september 2017 kl.16:30
Ég myndi helst vilja fá Rúnar og Arnar Grétars sem næsta kost. Skil ekki þegar menn eru að nefna Óskar Hrafn, hann hefur enga reynslu af þjálfun meistaraflokks og kemur þaraf leiðandi ekki til greina. Þegar við réðum Bjarna voru gerð stór mistök, og engin þörf á slíku aftur nema menn vilji gera útaf við félagið.Það skiptir meginmáli að velja réttan þjálfara.Valsmenn völdu Óla Jóh á meðan KR valdi Bjarna, með ólíkum afleiðingum.
Onassis
27.september 2017 kl.17:04
Ég held það sé misskilningur að það þurfi eitthvað stórt nafn til að þjálfa, þó Rúnar Kristinsson yrði mikill fengur. Ef það verður allshejrar yfirhalning í knattspyrnudeild KR og kröftugur nýr hópur tekur við, þá þarf fyrst og fremst þjálfara sem getur gefið stjórn og knattspyrnudeild trú á verkefnið. Það þarf ekki stórt nafn sem þarf milljón á mánuði í laun til þess að leikgreina andstæðinginn, mótivera leikmenn, stjórna æfingum og stilla upp leikkerfi. Það þarf bara stór "þjálfaranöfn" ef við ætlum að halda áfram kaupstefnu og reyna sífellt að laða að dýra leikmenn í stað þess að ala upp KR-inga og byggja upp lið af KR-ingum sem fólk nennir að horfa á.
ebeneser
27.september 2017 kl.17:07
Í samhengi við svar mitt að ofan þá er ég til dæmis með í huga unga þjálfara sem hafa áður þjálfað yngri flokka KR en voru keyptir í önnur félög. Þeir eru hiklaust tilbúnir í stærri verkefni, t.d. fyrrum yfirþjálfari yngri flokka og þjálfari KV, Halldór Árnason.
ebeneser
27.september 2017 kl.18:27
Onassis: Rúnar var ekki með mikla þjálfarareynslu þegar hann byrjaði að þjálfa KR 2010. Hann og Óskar Hrafn eru uppaldir KR-ingar og það í mínum huga er mikill kostur þegar horft er á þjálfaramál. Óskar þjálfaði 2. flokk hjá okkur. Númer tvö að þeir hafi spilað með félaginu og þekki þar af leiðandi klúbbinn. Á síðustu 40 árum hafa fjórir þjálfarar stýrt KR-ingum til sigurs á Íslandsmótinu. Atli Eðvalds (fyrrum leikmaður), Pétur (fyrrum leikmaður), Willum (uppalinn og fyrrum leikmaður) og Rúnar (uppalinn og fyrrum leikmaður).
KK
27.september 2017 kl.20:43
Þarna greinir okkur á KK - myndi ekki ráða algerlega óreyndan þjálfara bara af því að hann er uppalinn KR ingur.Óli Jóh hefur unnið fjölda titla með FH og Val ,enda þótt hann sé Haukamaður. Bjarni Jóh vann titla með ÍBV enda þótt hann hefði engin tengsl við félagið.Ég tel að alltaf eigi að velja besta fagmanninn.Willum var búinn að þjálfa hjá Þrótti og fara með Hauka upp um nokkrar deildir áður en hann gerði KR að Íslandsmeisturum.Síðan gerði hann Val að Íslandsmeisturum 2007, sjálfur KR ingurinn.
Onassis
27.september 2017 kl.22:21
Við erum allavega sammála um að við viljum báðir sjá KR vinna titla á næstu árum. Gott að sjá KR-inga með skoðanir og hafa metnað fyrir klúbbinn. Áfram KR!!!
KK
28.september 2017 kl.11:30
Heimir Guðjónsson hefði enga þjálfarareynslu þegar hann tók við FH og Rúnar hafði enga reynslu þegar hann tók við KR. Óskar Hrafn væri betri kostur en margir.
Zebrahestur
28.september 2017 kl.16:26
Heimir hafði verið aðstoðarþjálfari hjá Óla Jóh og tók við mótuðu liði. Rúnar hafði verið aðstoðarþjálfari hjá Loga eftir langan atvinnumannaferil. Ég tel að Óskari væri lakasti kosturinn í stöðunni. Ég skal bara telja upp kostina sem ég teldi betri. Rúnar, Arnar Grétars, Óli Stefán,Brynjar Björn,Bjarni Jóh, Ejub, Ágúst Gylfa,Helgi Sig, Jóhannes Karl.
Onassis
28.september 2017 kl.17:07
Ekki sammála þessu. Óskar er málið ef Rúnar á einhvern óskiljanlegan hátt fer eitthvað annað.
Damus7
28.september 2017 kl.19:00
Rúnar Heimir eða Arnar Gretars eru fyrstu kostirnir að mínu mati.En jákvæður punktur KR var að ráða góðan yfirþjálfara yngri flokka í dag.Um að gera að vera jákvæður þó að þetta ár sé ekki gott maður er búinn að upplifa lægðir og velgengi með stórveldinu í áratugi.Áfram KR.
Vesturbæingur
28.september 2017 kl.20:22
Ég held að Arnar Grétars sé stórkostlega ofmetinn. Talar og talar en innihaldið er ekkert. Virkar einfaldlega ekki á mig sem sérstaklega greindur einstaklingur. Óskar Hrafn er skemmtilegur maður sem gefur lífinu lit, en hann er enginn þjálfari/framkvæmdastjóri. Hann er flottur með annan eða þriðja flokk. Rúnar er auðvitað álitlegur kostur og starfið er hans ef hann vill það geri ég ráð fyrir. Ég held hins vegar að innst inni sé hann ekki spenntur fyrir því - fyrir hann er þetta "been there, done that" sem ég held að hafi orðið Willum að falli. Willum er búinn að gera allt sem hægt er að gera þjálfun á Íslandi og þó hann segist brenna af ástríðu fyrir starfinu, þá einhvern veginn trúi ég því ekki. Enda kom í ljós að hann vill frekar reyna að komast inn á þing. Það væri gaman að reyna við Heimi Guðjóns en ég heði sömu áhyggjur af honum. Hann væri að koma úr langbesta þjálfarastarfinu á Íslandi og að taka skref niður á við. Hans áskorun liggur í því að fá starf erlendis. Ég held að það ætti að líta gaumgæfilega á menn eins og Óla Stefán og Ágúst Gylfason. Fyrir þá væri starfið frábært tækifæri, þeir virka báðir sem mjög greindir menn (annað en Arnar Grétars sem er ekkert nema umbúðirnar), og þeir vilja vinna með heimamenn og unga leikmenn.
dóri
28.september 2017 kl.21:18
Líklegast hárétt hjá þér dóri.Þegar maður hugsar til baka í fyrra var ástríða Willums að rétta við gengi KR nú virtist vera einhver þreyta hjá kallinum líkt og manni fannnst með Rúnar 2014.Spurning hvort að Gústi Gylfa eða Óli Stefán myndu koma með nýtt blóð í KR.
Vesturbæingur
28.september 2017 kl.22:58
Onassis - Rúnar var ekki aðstoðarmaður Loga. Þetta var hans fyrsta þjálfarastarf. En virkilega líflegar og skemmtilegar umræður. Vonandi að þetta smiti sig inn í klúbbinn. Ég myndi vilja sjá Heimi koma heim. Annars væri Óskar líka mjög spennandi kostur.
Kr

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012