Svara þráð

Spjall

Íslandsmeistarar 2.flokkur.19.september 2017 kl.19:45
2.flokkur Karla var rétt í þessu að tryggja sér Íslandsmeistaratitillinn eftir 0-3 sigur á Fjölni/Vængir. - Til hamingju strákar!! vel gert Siggi Helga og co.!!!
Guðmundur Ó. Ingólfsson
19.september 2017 kl.20:17
Glæsilegt! Til hamingju strákar. Nú er eina vitið að byggja upp Mfl. karla með þessum strákum næstu 2-3 ár. Hvað með að gefa Sigga Helga tækifærið? Þar er maður sem ekki segir að 4. sætið sé ásættanlegt.
Góli
19.september 2017 kl.21:59
Innilegar hamingjuóskir Siggi Helga og leikmenn 2.flokks KR ! Takk fyrir að gleðja okkur stuðningsmenn KR, sem nú erum í sárum eftir önnur úrslit tímabilsins. Vonandi fá þessir strákar sem flestir tækifæri í meistaraflokki KR. Dönskum dögum gæti farið að ljúka.
Stefán
20.september 2017 kl.00:30
Þakka hamingjuóskir. Rétt er að geta þess að aðalþjálfar 2.flokks heitir Elmar Örn Hjaltalín. Hvað varðar að þessir strákar leiki fyrir mfl. þá hafa margir þeirra gert það þótt G.Andri og Ástbjörn hafi verið mest áberandi. Willum hefur verið duglegur að fylgjast með þeim og margir þeirra æft mikið hjá honum. Að færa unga leikmenn upp í meistaraflokk er mjög vandasamt verkefni og marg oft hefur slíkt mistekist. Ljóst er að það eru margir efnlegir drengir og vonandi sjáum við sem flesta í KR búning á komandi árum. Mun ekki tjá mig meira um þetta.
Siggi Helga
20.september 2017 kl.08:21
Glæsilegt Siggi, Einar og leikmenn í 2. flokki. Það eru margir góðir leikmenn í 2. flokki og vonandi fá þeir tækifæri til að sanna sig í meistaraflokki.
Orville
20.september 2017 kl.10:58
Elmar og Siggi, og allir leikmenn til hamingju. Meistaraflokks skrefið er vissulega stórt. En persónulega myndi ég styðja ákveðna "tilraun" í þessum efnum. Það er að taka þorra leikmanna úr 2. flokki og spila þeim næsta sumar, í bland við okkar sterkustu heimamenn í mfl., t.d. Skúla Jón og Aron Bjarka. Ég væri frekar til að horfa á það allt næsta sumar en einhverja málaliða.
qwerty
20.september 2017 kl.11:48
Merkilegt sem það er þá myndi ég styðja það líka. Við tókum það skref með Teit og þó það ár hafi verið ömulegt þá hefur KR grætt á því til lengri tíma lítið. Fyrir utan að andinn í KR yrði betri. Til hamingju KR
Damus7

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012