Svara þráð

Spjall

Rangar ákvarðanir18.september 2017 kl.12:28
Hvað gerði KR rangt og Valur rétt fyrir 3 árum? KR réð algerlega óreyndan þjálfara með fall á ferilskránni, en Valur réð þrautreyndan margsannaðan þjálfara. Afraksturinn 3 titlar á 3 árum hjá Val , meðan KR er titlalaust og í raun rjúkandi rúst.Til viðbótar má nefna ótal mistök í leikmannamálum.Vonandi lærum við eitthvað af þessu.
Werner
18.september 2017 kl.22:19
Jú Werner - Ráðningin á Bjarna sem þjálfara verður að teljast ein furðulegasta seinni tíma ákvörðun í sögu knattspyrnudeildar KR. Varðandi leikmannamál má t.d. setja spurningamerki við meðalaldur leikmanna núverandi meistaraflokks.
Stefán
19.september 2017 kl.09:09
Hvað hefði verið rétt ákvörðun? Hefðir þú viljað fá Smiðinn? Ég tel að hann myndi aldrei þola pressuna í KR og það að hann er hundleiðinlegur gerir það að verkum að hann yrði aldrei vinsæll. Fyrir utan að lélegri landsliðsþjálfara er erfitt að finna. Haters gona hate him.
Damus7
19.september 2017 kl.10:12
Smiðurinn var vissulega bæði leiðinlegur og lélegur sem landsliðsþjálfari , en nú tókst honum að reka smiðshöggið á stærsta titilinn í fótboltanum.
Stefán
19.september 2017 kl.10:15
Það verður ekki af honum tekið.
Damus7
19.september 2017 kl.14:27
Ég hugsa að ég myndi frekar sætta mig við að Hjalti Sigurjón Hauksson og Róbert Downey tækju sameiginlega við þjálfun liðsins en að "Smiðurinn" gerði það.
Hater4Ever
19.september 2017 kl.15:04
Ég hefði frekar viljað smiðinn en Bjarna og 3 titla á 3 árum.
Werner
Andre Bjerregard fótbrotinn21.september 2017 kl.15:10
Þar sem þetta spjall ber fyrirsögnina ,, Rangar ákvarðanir ", þá finnst mér eiga heima hér að gagnrýna KA harðlega fyrir að tefla fram þetta tímabil svo grófum leikmanni sem Alexandar Trninic er. Eftir að hafa vakið athygli og gremju fótboltaáhugamanna í allt sumar fyrir ótrúlegan ruddaskap, grófar tæklingar og heimskulegan leikaraskap, þá tókst honum að fótbrjóta besta leikmann KR. Ég vil bara segja af því tilefni við forráðamenn KA: Skammist ykkar, já skammist ykkar fyrir að tefla fram svo grófum og ruddalegum leikmanni sem Trninic er !!! Ég vitna svo í ummæli Óskars Hrafns Þorvaldssonar ,, Hann (Trninic) er ekkert eðlilega grófur ".
Stefán
21.september 2017 kl.16:10
Hjartanlega sammála þér Stefán, en ég get ekki orða bundist varðandi þátt dómarans í þessu.Ef þetta var ekki rautt spjald, þá er ekki til rautt spjald.Síðan hendir hann sér ítrekað niður, til þess að fiska spjald á KR inga.Aftur sleppur hann við refsingu þar. Dómarinn kórónan síðan hroðalega frammistöðuna með því að dæma af okkur sigurmarkið, sem jafnvel varnarmenn KA sáu ekkert athugavert við.Nei skömm KA og KSÍ er mikil, þar sem maðurinn er búinn að stunda þetta í allt sumar.Hvað ætlar KSÍ að gera í þessu - EKKERT - eins og alltaf?
Werner
22.september 2017 kl.12:45
KSÍ og dómarar gera ekkert gegn svona mönnu leyfa þeim að hala áfraM staðinn fyrir að taka strax á þessu.Skömm fyrir KSÍ og dómaranefndinna.
Bjarni
KR24.september 2017 kl.11:29
Pétur Guðmundsson dæmir ekki í 21.umferðinni og tæplega í lokaumferðinni. Ferillinn er á enda
Dómaranefnd KSÍ
27.september 2017 kl.08:08
Er svo innilega sammála ykkur öllum varðandi þetta brot á einum af okkar bestu leikmönnum í sumar.
Denni (á tökkunum)

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012