Svara þráð

Spjall

Af hverju er ekki búið að reka Willum?13.september 2017 kl.17:27
Ætlar enginn að hrauna yfir Willum eftir viðtalið hans við fótbolta.net? Heldur maðurinn að þessi leikur á móti ÍBV hafi verið eini leikurinn á tímabilinu? Enginn leikmaður sem hefur spilað ílla hefur verið tekin út úr liðinu nema að hafa þurft að fara í aðgerð...aka Meistari Stefán Logi. Guðmundur Andri er greinilega bara nýlega meiddur. Við eigum ekki lengur séns á titlinum, af hverju er ekki búið að reka Willum?
Damus7
13.september 2017 kl.18:57
Ég er með nokkrar spurningar Damus7 sem ég vona að þú getir svarað án undanbragða. Hvenær var rétti tímapunkturinn til að reka hann? Hvað var að viðtalinu hans fótbolta.net? Hver á að taka við af Willum? Er þér illa við Willum? Þetta eru spurningar mínar. Svo ég svari spurningu þinni þá er ekki búið að reka hann því að liðið að liðið er ennþá í sjens að ná í evrópusæti, hann lifir ennþá á því goodwill sem hann vann sér inn á síðasta tímabilið, liðið stóð sig með sóma í evrópukeppninni og það finnast ekki menn á hverju strái sem geta og eru til í að taka við KR síðsumars eða í byrjun hausts.
Vaxtaverkir
14.september 2017 kl.00:26
Það er enginn réttur tímapunktur til að reka einn né neinn, hinsvegar er til tímapunktur sem menn fá nóg og ég tel að sá tímapunktur sé löngu kominn. Það sem var að viðtalinu er nákvæmlega það sem ég skrifaði hér að ofan, Willum lætur eins og ÍBV leikurinn hafi verið leikurinn sem stuðningsmenn KR eru ósáttir við. Ef þú skilur það ekki þá er óþarfi að hafa þetta lengra. Rúnar Kristinsson eða Óskar Hrafn Þorvaldsson! Heimir Guðjónsson sannaði það á þessu tímabili að hann er ekki rétti maðurinn fyrir KR en það er bara mín skoðun. Er mér illa við Willum, já er stutta svarið og ætla ekki í það langa. Þetta með að ná bara Evrópu keppni, má bara vera metnaðarleysið hjá öðrum klúbbum. Það að tímabilið er að verða búið og við erum í 4 sæti, 14 stigum frá efsta sæti og heilir 4 leikir eftir. Sama hvað Willum reynir að segja okkur að það sé ekki alvont þá er það miklu verra en alvont! Alþingi er staður NR 1 hjá Willum en ekki KR. Ef þú kannski mannst eftir grein í ár sem fjallaði um árangur Willum. í fyrstu 7 leikjum hafi verið verri en árangur hjá Bjarna Guðjóns og hann var rekinn stuttu seinna. Tímabilið okkar var búið alltof snemma, annað árið í röð. Mætingin á völlinn segir sína sögu. Allt þetta tal um að bestu ungu leikmenn KR ætla að skipta um lið þmt Guðmund Andra. Vaxtaverkir, þú mátt endilega svara sömu spurningum (bara svona til gamans).
Damus7
14.september 2017 kl.20:51
Willum var alltaf að fara tóra tímabilið nema að liðið hefði dregist inní Skagafallspakka, þá höfðu málin verið endurskoðuð. Jú ég sá þetta með að árangurinn í byrjun móts núna var verri en á sama tíma í mótinu þegar Bjarni var rekinn. Munurinn er bara að Willum er proven þjálfari sem hefur unnið titla í KR og annars staðar. Bjarni er ekki proven þjálfari, nema að hægt sé að segja að hann sé proven slæmur þjálfari sem getur gasprað í stúdíóum og litið vel út þar en er svo skólaður af Óla Jó þegar mest liggur við. Varðandi viðtalið þá tók ég það út úr því að Willum var virkilega ósáttur og ósáttari en ég hef séð hann sem er skiljanlegt því þetta var versti skellur sumarsins. Hann svaraði svo því hreinskilnislega að liðið ætti ekki möguleika á evrópusæti ef liðið spilaði svona. Að þú nefndir Rúnar var nokkuð fyrirsjáanlegt því ég held að öllum dreymi um að fá hann eftir þetta tímabil. Óskar Hrafn veit ég ekki nógu mikið um sem þjálfara. Þetta sem þú segir um Heimi finnst mér full hart en jú, það er þín skoðun. Mín kenning er þér finnst hann mengaður eftir árin í FH. Svipað og ég held að þér finnst um Willum eftir að hann vann titla á Hlíðarenda. Og talandi um Willum þá kann ég betur við hann núna sem þjálfara en áður en hann fór á Alþingi. Mér finnst eins og hann sé búinn að læra ákveðnar auðmýktarlexíur eftir fíaskóið með Keflavík og Leikni og kunni núna betur að meta djobbið eftir reynsluna af Alþingi. Fótbolti er fyrsta passionið hans og verður það alltaf held ég. En til að hann eigi einhver möguleika á að halda í djobbið verður hann að ná Evrópusæti. Ef Rúnar er á lausu og til í nýjan dans þá er Willum fokinn einn, tveir og þrír.
Vaxtaverkir
14.september 2017 kl.23:56
Allt sem þú skrifaðir er nokkuð rökrétt miðað við að vera á annari skoðun en ég. Varðandi Heimi þá hefur viðvera hans hjá FH ekkert skaðað hann og ekki hægt að bera það saman við mafíuna/uppreist æru barna perrana, svikamylluna í borgarstjórn/flugvallarmálin eða dæmda dópsölu styrktaraðila hjá saurgerla menguðu Vals liðinu. FH er bara andstæðingur KR en ekki rót alls ills á Íslandi.
Damus7
17.september 2017 kl.21:36
KR vinnur varla heimaleiki, síðast 31 Júlí. Stuðningsmenn KR eru enda hættir að mæta á leiki, stúkan meira en hálftóm. Leikmenn mæta áhugalausir, með hangandi hausa. Áhugalausastur allra virðist þó vera Willum Þór, sem líklega hefur nú orðið meiri áhuga á verðandi kosningum en að klára tímabilið með KR, eða hvað ?
Stefán
18.september 2017 kl.00:03
Hummmm. Af hverju segir þú að að Willum áhugalaus?
Damus7
18.september 2017 kl.08:29
Hann virðist bara vera með hugann við annað en að byggja upp sigurlið, t.d. að gagnrýna okkur stuðningsmenn. slíkt kann ekki góðri lukku að stýra.
Stefán
18.september 2017 kl.10:30
Hvar var Willum að gagnrýna stuðningsmenn?
ábs
18.september 2017 kl.12:45
Staða KR í dag er staðan eins og hún er í raun liðið umgjörð peningastaða stjórn er eins og staðan í deild er í dag.Ekki hægt að kenna eingöngu Willum eða Bjarna um stöðuna.KR er búið að vera í afturför síðan titilinn vannst haustið 2013.
Bjarni
18.september 2017 kl.14:14
Willum var að tala um það í KR-útvarpinu eftir sigurleikinn gegn Breiðablik, að sú harða gagnrýni sem leikmenn KR væri að verða fyrir væri farin að bitna á þeim, Þeir tækju gagnrýnina svo inn á sig. Ég man þessi ummæli hans auðvitað ekki orðrétt, en ég tók þeim þannig að hann væri að gagnrýna stuðningsmenn fyrir gagnrýni. Einnig hefur mér verið sagt frá svipuðum ummælum eftir tapleikinn gegn ÍBV, en ég heyrði þau hvorki né las.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012