Svara þráð

Spjall

Samningslausir11.september 2017 kl.13:17
Samkvæmt frétt 433.is þá eru eftirtaldir leikmenn með lausa samninga eftir þetta hörmungarsumar. Beitir Ólafsson - má fara ekki KR gæði, þó hann hafi staðið sig þokkalega. Garðar Jóhannsson - Má fara, eða verður að fara. Michael Præst - má fara Óskar Örn Hauksson - held að hans tími hjá KR er á enda kominn, gert frábæra hluti fyrir klúbbinn en menn verða ekkert yngri. Pálmi Rafn Pálmason - má fara Robert Sandnes - má fara Skúli Jón Friðgeirsson - halda honum - eðal KR Stefán Logi Magnússon - Stefán Logi er búin Tobias Thomsen - má fara Fyrir utan þessa aðila þá eru fleiri leikmenn sem mega kveðja. Þurfum svo að fara að hætta þessum fáránleika að hala inn bara e.h mönnum sem geta ekki jack í stað þess að byggja upp flotta hryggjarsúlu og svo púsla kringum það - búa til flottan kjarna sem hægt er að byggja á til næstu framtíðar. Liðið í dag er einfaldlega komið yfir síðasta spiladag!
ABZ
11.september 2017 kl.19:53
Frekar að byggja upp liðið með ungum leikmönnum uppöldum í félaginu og gefa þessu tíma.Í stað þess að kaupa metnaðarlausa leikmenn sem eru bara til þess að hirða launinn.
Vesturbæingur
12.september 2017 kl.21:09
Ég er 100 % sammála því sem þú skrifar ABZ. Svo er vonandi að einhver endurnýjun verði í stjórn knattspyrnudeildar og nýja þjálfara fyrir næsta tímabil, takk.
Stefán
14.september 2017 kl.11:07
Persónulega tel ég að Óskar Örn og Beitir mættu vera áfram, auk Skúla Jóns. Beitir er besti kosturinn okkar í markvarðastöðuna, og ég sé ekki marga aðra markmenn á lausu. Óskar Örn verður ekki yngri, en hann er enn góður, auk þess sem hann hefur mikla meistarareynslu. Hinir eru flestir þess eðlis, að betra hefði verið að þeir hefðu ekki komið til KR til þess að byrja með.
Sammála og ósammála
14.september 2017 kl.13:19
Bjerregaard er einn þeirra sem þurfa að vera áfram.
ábs
14.september 2017 kl.19:54
Halda Skúla Beiti og Óskari hinir mega fara.Evrópusætið er farið eina sem hægt er að gera úr þessu er að halda 4 sæti.
Vesturbæingur
15.september 2017 kl.00:19
Óskar Örn hefur aldrei verið í uppáhaldi hjá mér og hans tími í byrjunarliði KR ætti að vera að enda kominn en ég held að hann hafi frábær áhrif á leikmannahópinn svo við ættum að semja upp á nýtt við hann ásamt því að geta haft einhverja breidd. Stefán Logi er hinsvegar í uppáhaldi svo ég vill sjá hann áfram. Beitir hefur verið góður en ég held að við ættum að leyfa honum að fara í annað Pepsi deildar lið. Skúli Jón, af hverju er samningur hans að renna ut? No brainer að endurnýja hann. Pálmi er fyrirliðinn svo hann verður að vera áfram. André má endilega vera áfram. Bæ: Garðar, Tobías, Sandnes, Præst.
Damus7

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012