Svara þráð

Spjall

Greiði atkvæði með fótunum10.september 2017 kl.10:31
Í ljósi þessarar frammistöðu á móti IBV og á tímabilinu almennt, greiði ég atkvæði með fótunum og mæti ekki á fleiri leiki á þessu tímabili. Stuðningsmenn eiga jú að styðja liðið í gegnum þykkt og þunnt,en það eru takmörk fyrir vitleysunni. Þegar leikmenn sem sýna hörmungar frammistöðu leik eftir leik eru verðlaunaðir með föstu sæti,þá er mér nóg boðið.Hvaða skilaboð eru það til stuðningsmanna og þeirra sem sitja á bekknum? Vonandi hefst vitræn uppbygging fljótlega.
Werner
10.september 2017 kl.12:46
Ég hvatti til þess hér á þessu spjalli fyrir svona mánuði að stjórn knattspyrnudeildar myndi gera eitthvað til að bjarga tímabilinu og ná evrópusæti, en ekkert hefur verið gert frekar en búast mátti við úr þeirri átt. Ég á erfitt með að kyngja þessu metnaðarleysi sem er að gera KR að meðalklúbbi í knattspyrnu og kveð því tímabilið með þér Werner.
Stefán
10.september 2017 kl.15:30
Mjög vondur leikur í gær en ég mun styðja liðið í blíðu og stríðu. Mótlæti er til að sigrast á.
Stórveldið
10.september 2017 kl.18:06
Verðum að standa með okkar mönnum þó á móti blási. Áfram KR.
Jonathan
10.september 2017 kl.23:17
Werner, skil hugmyndina og reiðina. Mæli samt ekki með henni. Vonandi verður þú búinn að jafna þig fyrir næsta sigurleik.
Damus7
11.september 2017 kl.09:36
KR er búið að sýna ágætisleiki á undan ÍBV en í þennan leik mætti hvorki liðið né þjálfari og því fór sem fór.
Bjarni
11.september 2017 kl.10:09
Tókuð þið eftir því að Óli Jó sagði eftir 1-0 sigurinn á UBK, að hann vissi að ákveðnir menn í UBK liðinu nenntu ekki að hlaupa í 90 mín og að þeir hefðu notfært sér það.Kristján vissi að ákveðnir menn í KR liðinu hlaupa ekki og berjast ekki. Þess vegna hefur ÍBV unnið okkur tvisvar samtals 6-1.Menn hefðu átt að vera klókari fyrir þennan mikilvæga leik og sjá þetta fyrir.
Werner
11.september 2017 kl.12:15
Af hverju nenna leikmenn KR ekki að berjast í sumum leikjum ? Er það vegna þess að þjálfarar liðsins hafa ekki nennt að þjálfa þá og þjappa liðinu saman ?
Stefán
11.september 2017 kl.12:56
Þjálfari ÍBV vann heimavinnuna sína og ég held að fyrsta markið sýni það. KR er á leið í sókn og Arnór fer upp vinstri kantinn eins og hann á að gera. ÍBV étur miðjuna okkar og kemur upp að miðjum teignum og bindur Aron Bjarka. Hættulegasti leikmaður ÍBV Gunnar Heiðar hefur nóg pláss hægra megin og skorar. Ég held að þetta mark hafi verið teiknað upp á töflufundi ÍBV fyrir leik og það byggir á veikri miðju KR og þeim svæðum sem KR skilur eftir opin þegar KR fer í sókn. Þetta kallast víst heimaskítsmát í skák.
Nottingham
11.september 2017 kl.13:12
Hahahahaha. Frábær samlíking
Damus7

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012