Svara þráð

Spjall

Sturluð staðreynd6.september 2017 kl.10:25
Garðar Jóh. er búinn að spila 10 leiki fyrir okkur og ekki skora eitt einasta mark. Fínn árangur.
KR-ingari
6.september 2017 kl.12:17
Hvað fær hann í laun og hver ákvað að hann kæmi til liðs við KR til að taka spilatíma frá ungum leikmönnum.
Bjarni
6.september 2017 kl.21:16
Hann hefur staðið sig ágætlega á þessu tímabili í því sem hann var beðinn um að gera (fyrir utan að skora). Það að hann hefur tekið tíma frá ungu leikmönnunum kemur honum bara ekkert við. Þessir "ungu leikmenn" verða bara að standa sig betur á æfingunun.
Damus7
7.september 2017 kl.13:45
Með fullri virðingu fyrir Garðari Jóh. þá virðist hann bara hafa smellpassað inn í þá hugsun knattspyrnudeildar að tefla fram ,, öldruðu liði ".
Stefán
9.september 2017 kl.18:15
Verð nú að vera ósammála þér Damus7. Ungu leikmennirnir í liðinu eru í fyrsta sæti á Íslandsmeistaramótinu í 2. flokki þegar tveir leikir eru eftir. Þeir eru margir landsliðsmenn í sínum aldursflokki. Veit ekki betur en einhverjir þerra séu nýkomnir úr landsliðsferðum þar sem fleiri en einn voru að skora mörk. Þeir hafa staðið sig með sóma þá sjaldan sem þeir hafa komið inn á. Og stóðu sig vel æfingamótunum síðasta vetur þar sem margir þeirra spiluðu talsvert. Trúi nú ekki öðru en þeir séu að standa sig sæmilega á æfingum líka. Gallinn er sá, að margir leikmanna okkar, sem oftast eru í byrjunarliði, eru að spila með hangandi haus. Leikurinn í dag t.d. var skelfilegur. Miðað við árangur ungu leikmannanna í öðrum verkefnum, þá eru þeir varla verri en þeir slökustu sem oftast byrja. Væri ekki reynandi að tékka á þeim. Í því sambandi er nú vert að benda á að einn þessara ungu leikmanna, Guðmundur, hefur tvisvar bjargað stigi fyrir okkur í sumar þegar hann hefur verið settur inn á. Það var lýsandi í dag, þegar KR var búið að eiga arfaslakan leik, er komið tvö núll undir, þá er hóað í erlendan leikmann sem ekki hefur farið vel með þær mínútur sem hann hefur fengið og síðan títtnefndan Garðar J. Maður hefði haldið að það væri gott að fá hraða og "greddu" í þennan leik. Þessir tveir breyttu engu nú, frekar en í öðrum leikjum sem þeir hafa verið settir inn á. Þetta er hins vegar ekkert trash á Garðar, hann hefur verið sæmilegur, en hann breytir engu, og hann eykur ekki hraðann eða dregur úr dofanum þegar slíkt ástand er í leikjum.
Jonathan
10.september 2017 kl.06:38
Ég er langt í frá hliðhollur Garðari. Ég vildi ekki sjá hann og þeir sem sóttu hann hafa klárlega gleymt því hvernig hann var hjá okkur fyrst. Td í KR - Vali, þá var hann að komast einn innfyrir og byrjaði að halda boltanum á lofti. Leikurinn klárast og ég var vægast sagt brjálaður, fyrir næsta leik þá var Garðar búinn að skrifa undir hjá Vali. Þessi maður á ekkert skilið en engu að síður þá hefur leikur KR oft breyst við innkomu hans..þeas við bombum háum boltum inn í teig og td setjum boltann á hann þar sem hann er stór og á auðvelt með að tefja. Það að 2 fl. sé frábær, þá er bara stórt stökk í meistaraflokk. Ef þeir væru tilbúnir þá væri þeir að spila því KR liðið í dag er vægast sagt lélegt. Vont getur versnað!
Damus7
10.september 2017 kl.18:04
Hef ekkert á móti Garðari. Og dáist satt best að segja af honum. En hann breytir ekki leikjum, kemur ekki inn með snerpuna. Og það hefur því miður sýnt sig í sumar. Því er það ofvaxið mínum skilningi að hann sé alltaf sóttur. Og eins hitt, að byrjunarliðið skuli alltaf vera eins. Varðandi ungu mennina, þá er það einmitt punktur minn, að þeir hafa staðið sig afar vel þá sjaldan að þeir hafa fengið tækifæri, breytt gangi leiks, og eins og ég nefndi:Bjargað a.m.k. 2 stigum. Sum lið í Pepsídeildinni hafa veðjað á unga menn sína, og ekki séð eftir því. Þannig að stökkið fyrir þá er ekki stórt upp í meistaraflokk. Það hafa þeir sýnt í Pepsídeildinni, svo ekki sé talað um æfingamótin, þar sem þeir voru margir inn á í hverjum leik og stóðu sig oftast afar vel. Það er því einmitt punktur minn, að þeir séu vel tilbúnir, hafi sýnt það, en þeim er ekki treyst. Vont hefur verið að versna, en þrátt fyrir það, hefur engu verið breytt. Það veit ekki á gott. En við verðum væntanlega að vera sammála um að vera ósammála um þetta.
Jonathan
10.september 2017 kl.23:08
Þegar þú talar um að hann breyti ekki leikjum, ertu þá að tala um að við breytum ekki jafntefli yfir í sigur? Nefnilega þegar ég tala um að breyta þá er ég að tala um spilamennsku og leikskipulag. Fyrir mér þá hefur hann alveg staðið fyrir því sem Wilum sótti hann í. Vona að menn hafi ekki haldið að hann yrði einhver markahrókur. Þó mín skoðun sé að Garðar er best geymdur utan hóps með Snapchat aðgang KR sem fangar stemmninguna á leikjum þá mega menn ekki grilla Garðar fyrir ákvarðanir Willums (Sá sem gerði Vali að meisturum eftir 20 ára bið).
Damus7

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012