Svara þráð

Spjall

Uppbygging á svæði Valsmanna18.agúst 2017 kl.10:34
Hvað finnst mönnum um það að varaformaður knattspyrnudeildar KR er í fremstu röð uppbyggingar á lóð Valsmanna. Það gengur nefnilega svo óskaplega vel að koma framkvæmdum af stað hjá okkur í KR.
KR-ingari
18.agúst 2017 kl.14:23
Ha, er Hilmar Þór Kristinsson í fremstu röð uppbyggingar á lóð Valsmanna á meðan alls engin uppbygging á sér stað hjá KR ?
Stefán
19.agúst 2017 kl.12:55
Það er Aðalstjórn KR sem sér um alla uppbyggingu ekki stjórn Knattspyrnudeildar.
Vesturbæingur
19.agúst 2017 kl.23:12
,, alla uppbyggingu " - Hvaða uppbyggingu ?
Stefán
20.agúst 2017 kl.11:13
Á að sjá um uppbyggingu sem enginn hefur verið síðan 1999.
Vesturbæingur
20.agúst 2017 kl.16:04
Nákvæmlega Vesturbæingur og sjálfsagt sefur Aðalstjórn KR betur yfir þessu framkvæmdaleysi en við stuðningsmenn.
Stefán
20.agúst 2017 kl.23:31
Er þetta samt ekki bara hverfið á Hlíðarenda ? Eru ekki Valsmenn búnir að selja þetta ? Það er ekki eins og hann sé að byggja einhverja stúku fyrir Valsara
KR
21.agúst 2017 kl.00:19
Þeir hafa keypt lóðir af vali á uppsprengdu verði sem hefur gefið vali færi á að fjármagna uppbyggingu sína. Lóðaverð er langtum hærra en tíðkast hefur hér á höfuðborgarsvæðinu og ekki var nú skortur á dýrum lóðum.
kr
21.agúst 2017 kl.05:28
Er ekki Pétur Marteinsson með stórkostlegar hugmyndir um uppbyggingu á KR svæðinu? Pétur var góður fótboltamaður, en hvernig hann nær að trana sér fram sem einhver hugmyndafræðingur í viðskiptum skil ég ekki. Það hefur komið út úr plönum hans varðandi KR og það sama má líklega segja um allar þessar úttektir hans varðandi Laugardalsvöll.
dóri

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012