Svara þráð

Spjall

Næsta tímabil14.agúst 2017 kl.22:16
Þá getum við gleymt því að verða meistarar 2017. Við getum samt strax byrjað að hugsa um næsta tímabil. Hver eru næstu skref?
Damus7
15.agúst 2017 kl.10:04
Hræðslan við að tapa fyrir Val var of mikil. Ég get skilið valsarana að mæta í Frostaskjólið og vera passífir, stigið var mikilvægara fyrir þá en okkur. En að við skyldum allavega ekki reyna við þessa þrjá punkta þó það hafi ekki verið nema seinasta korterið. Við vorum á heimavelli og þurftum sigur, ef við unnum boltann af Val voru kannski tveir sem sóttu á Valsvörnina. Það er mjög erfitt að sækja evrópusæti úr þessu og sérstaklega í ljósi úrslitanna í bikarnum.
Balli
15.agúst 2017 kl.11:36
Næsta tímabil ? Nýir þjálfarar og helmingur núverandi leikmanna út, takk.
Stefán
16.agúst 2017 kl.00:46
Því miður er staðan sú að það þarf að hreinsa allt of mikið út og útlit fyrir enn ein kynslóðarskiptin. Liðið er einfaldlega of gamalt. Við erum þokkalega mannaðir með markið og ég hef í sjálfu sér ekki áhyggjur af varnarleiknum. Ásbjörn er efnilegur og ég vil sjá hann fá stærra hlutverk. Loksins er Willum búinn að átta sig á því að Aron Bjarki er okkar besti varnarmaður. Væri til í að fá ungan og efnilegan miðvörð. Miðjulega þurfum við að hugsa þetta upp á nýtt. Veit ekki með Finn, finnst hann ekki nógu góður. Pálmi verður 34 ára og engin framtíð í honum. Skúli er ágætur á miðjunni. Ef ungu miðjumennirnir okkar eru ekki nógu góðir þurfum við að leita annað. Væri gaman að sjá ungan KR-ing stíga upp og eigna sér miðjusvæðið við hlið Skúla. Þessir strákar þurfa að sanna sig núna. Sóknarlega þá þurfum við að halda nýja dananum. Guðmundur Andri verður nú að fá alla leiki út sumarið þ.a. hann verði enn betri næsta sumar. Þá verður Óskar Örn 34 ára á næsta ári og ekki yngist hann. Þurfum að leita vel að hans arftaka. Ég tel að Willum sé ekki rétti maðurinn til framtíðar litið. Hann er of íhaldssamur, tekur ekki áhættur og hefur því miður ekki staðið sem skyldi á þessu ári. Liðið er einfaldlega óspennandi og ekki nógu gott. VIð klúðruðum tímabilinu í byrjun og sprikl okkar í síðustu leikjum dugar ekki til. Þá þarf að sjálfsögðu að skipta úr stjórinni og hleypa nýju fólki að.
kr
16.agúst 2017 kl.14:37
Ég er alveg sammála öllu því sem þú skrifar hér að ofan kr og já þetta sem þú skrifar um stjórnina getur ekki verið annað en satt, en hvernig ó ósköpunum er hægt að koma því við ?
Stefán
16.agúst 2017 kl.16:17
Fengnir hafa verið leikmenn sem kosta líklega mikið, en litlu skila. Præst , Indriði,Sandnes, Pálmi, Tobias, Chopart. Það sem er heillegt í liðinu fyrir næsta ár eru Beitir, Gunnar Þór,Aron Bjarki, Arnór Sveinn og Andre Bjærregard. Mjög ólíklegt er að við náum Evrópusæti, þannig að mér sýnist menn verða að hugsa þetta uppá nýtt.
Werner
28.agúst 2017 kl.09:51
Það vantaði alla grimmd hjá KR til að klára leikinn á móti Grindavík í gærkvöldi. Guðmundur Andri sýndi þó góða takta þegar hann kom inn á, en það allt of seint. Á meðan leyfði Willum Þór sér að nota lélegasta mann vallarins, Tobias Thomsen. Langt var síðan KR lék síðasta deildarleik og hafa greinilega notað fríið illa. Ef stjórnarmenn Knattspyrnudeildar KR vilja tryggja Evrópusæti, þá hljóta þeir að fá aðra þjálfara STRAX til að klára tímabilið. Hvað tapast miklir peningar á því að vera ekki með í Evrópukeppni ?
Stefán
28.agúst 2017 kl.10:32
Við þurfum að horfast í augu við það að við erum ekki með nægilega sterkt lið til þess að keppa um Evrópusæti. Staða liðsins í 7 sæti endurspeglar getustigið eftir 16 leiki. Vörnin er ekki sterk - miðjan slök og sóknargetan lítil. Aðeins Bjærregard er með einhverja getu fram á við. Næsta ár verður snúið og ansi miklar breytingar væntanlega í farvatninu.En ég fæ ekki séð að það bæti neitt að skipta um þjálfaralið núna.
Werner
28.agúst 2017 kl.10:42
Þó að það sé skrýtið að segja það þá gæti verið ákveðin blessun fólgin í því að komast ekki í evrópukeppnina eitt árið. Það myndi kannski leiða til þess að eitthvað nýtt gerðist hjá félaginu.
KR-ingari
28.agúst 2017 kl.12:33
Þetta er staðan á liðnu það er ekki betra þjálfaraskipti skila engu.Rekstur deildarinnar byggist á því að liðið komist í Evrópukeppni nú verður að endurskipuleggja allt upp á nýtt og leikmenn sem eru "dýrir" eru að renna út á samningi.Nú er lag á að gefa ungum leikmönnum tækifæri.
Bjarni
28.agúst 2017 kl.15:39
,, Rekstur deildarinnar byggist á því að liðið komist í Evrópukeppni ". Mikið rétt það og hvað ætli þessir feikna ,, framtassömu og duglegu " stjórnarmenn sem allir elska geri nú til að bjarga rekstri deildarinnar ?
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012