Svara þráð

Spjall

Rúnar Kristins hættur með Lokeren9.agúst 2017 kl.13:01
Þá er Rúnar Kristinsson laus og liðugur á þjálfaramarkaðnum.
qwerty
9.agúst 2017 kl.14:00
Ráða hann strax. Willum er nátturulega bara þarna til að aðstoða og hjálpa til.
Damus7
Úr vörn í sókn.10.agúst 2017 kl.10:43
Ekkert vit í öðru en að ráða hann og gleyma þessu tímabili. Byrja upp á nýtt, það er alveg ljóst að Bjarna Guðjóns tímabilið hefur valdið gríðarlegum skaða en Rúnar er maður til að laga liðið að nýju. Með fullri virðingu fyrir Dönum þá á KR að hætta að kaupa afdankaða leikmenn frá DK og einbeita sér að nota heimamenn úr yngri flokkum í liðið á næstu árum. Svo er bara að vona að öll uppbygging á KR svæðinu verði til þess að ný gullöld geti hafist hjá KR að nýju. Það er alla vega ljóst að núverandi aðstaða er ekki að draga að áhorfendur, hvað þá þegar að miðaverð er orðið svona hátt og aðstaðan svipuð og hjá 4.deildar liði á landsbyggðinni.
Hannes
10.agúst 2017 kl.12:11
Heim með Rúnar og það strax, þ.e.a.s ef hann vill koma og bjarga handónýtu tímabili. Willum Þór er varla ætlaður nema til bráðabirgðar með fullri virðingu fyrir honum og hans störfum auðvitað.
Stefán
10.agúst 2017 kl.13:53
Best að anda rólega og leyfa þessu tímabili að klárast.Lágmarkskrafa í dag er Evrópusæti ef það tekst ekki er spurning um þjálfaraskipti .Sammála aðstaðan á KR velli er til skammar og dregst stórveldið aftúr úr öðrum liðum.
Vesturbæingur
12.agúst 2017 kl.08:10
Haldið þið að Rúnar Kristins noti ungu strákana? Hann hefur aldrei gert það.
KR-ingari
13.agúst 2017 kl.10:35
Getið fengið Heimir heim þó fyrr hefði verið.Davíð Þór tekur við.
FHafnfirðingur
13.agúst 2017 kl.13:36
Takk fyrir að hugsa til okkar í Vesturbænum FHafnfirðingur. Okkar lið vissulega bæði í krísu þetta tímabil og ég þekki fleiri FH-inga sem hugsa dæmið eins og þú. Tel líka að Heimir vilji þjálfa KR einhverntíma, hvort sem er næst eða seinna.
Stefán
14.agúst 2017 kl.09:42
"Byrja upp á nýtt, það er alveg ljóst að Bjarna Guðjóns tímabilið hefur valdið gríðarlegum skaða " Haha voðalega muna menn lítið. Hann var í efsta sæti eftir fyrstu umferðina og skilaði liðinu í bikarúrslit á fyrsta tímabilinu. 3 sætið var vissulega vonbrigði en menn voru ekki þolinmóðir. Hann vann FH 2 sinnum þetta árið og FH urðu meistarar. Hann átti t.d betra record en Willum í sumar þegar hann var rekinn. Það er algjört djók að horfa ekki á þetta frá stærra samhengi, yngri flokka starf hjá félaginu er hörmung og hefur verið sl. 10 ár og ekki skrítið að það er ekki verið að framleiða góða leikmenn. Þeir sem eru góðir fara strax út, eins og t.d Albert Guðmunds.
Maggi
14.agúst 2017 kl.13:08
Yngri flokka starfið er langt frá því að vera hörmung eins og þú segir Maggi. KR varð Íslandsmeistari i 3. flokki karla árið 2014. Liðið í úrslitaleiknum var þannig skipað Sölvi Björnsson (Jakob Eggertsson 70.) – Sigurður Ingvarsson (Jón Tryggvi Arason 60.), Mikael Harðarson (f.), Bjarki Leósson, Ástbjörn Þórðarson – Atli Hrafn Andrason, Denis Hoda (Ástráður Leó Birgisson 64.), Valtýr Már Michaelsson, Dagur Logi Jónsson, Axel Sigurðarson (Óliver Dagur Thorlacius 60.) – Guðmundur Andri Tryggvason (Ólafur Haukur Kristinsson 60.). Atli Hrafn fór út til Fulham. Þá eru þeir Rúnar Alex og Albert Guðmunds báðir úti. Af hinum er það að segja að þeir fá engin tækifæri. Guðmundur Andri er settur út úr liðinu fyrir næsta leik þrátt fyrir yfirburðaframmistöðu í leiknum á undan. Ástbjörn byrjaði inni í fyrsta leik í móti en ekki spilað mínútu eftir það og var lánaður til HK. Valtýr ekkert spilað á þessu ári. Óliver Dagur kom inn á 89. mínútur á móti Víking Ó. Ekkert þar fyrir utan. Axel spilaði í 10 mínútur í fyrsta leik en ekkert eftir það. Var lánaður til HK. Jakob var hetja okkar gegn ÍR en ekki fengið tækifæri eftir það. Yngri flokka starfið er ekki vandamálið. Vandamálið er hræðsla þjálfara við að gefa mönnum tækifærið.
KR-ingari
14.agúst 2017 kl.21:53
Það eru til fuglar sem leggja meiri metnað í hreiðurgerð í Vesturbænum á vorin, en leikmenn KR á móti Val í kvöld.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012