Svara þráð

Spjall

Ánægður með Ágúst3.agúst 2017 kl.16:18
Okkar maður, ábs, talaði fyrir mig og eflaust marga aðra í gær og í dag. Tek heilshugar undir allt sem hann segir hér: http://www.visir.is/g/2017170809680/agust-borgthor-fagnar-sigri-maribor-a-fh-ingum
Vaxtaverkir
3.agúst 2017 kl.16:59
Maður hljómar auðvitað eins og leiðindapési að halda ekki með íslenskum fótbolta og þar með FH gegn þessu erlenda liði. En það er ástæða fyrir því að það er ekki hægt að halda með eða gleðjast yfir árangri Fimleikafélagsins og hann er sá að það er ekki allt með felldu í fjármálum íþróttafélaga í Hafnarfjarðarbæ, eins og skýrsla um málið fyrir þremur árum sirka gaf til kynna.
ebenes
3.agúst 2017 kl.20:45
Mín skoðun er þessi sirka: Meðvirkni hefur verið vinsælt orð síðustu árin og misseri og mér finnst eins fólk sé að sýna þessu FH-liði meðvirkni með því að halda með þeim í Evrópukeppninni. Frasar eins og þetta sé svo gott fyrir íslenskan fótbolta ef íslenskt lið kemst áfram er auðveldlega kastað fram. En það er bara della. Hvernig hjálpar það íslenskum bolta? Ef FH hefði komist áfram þá væri það frábært fyrir þá en KR og aðrir klúbbar myndu ekkert græða á því. Alla vega hef ég ekki séð neitt sem bendir til þess, annað en ódýra frasa. Ef KSÍ fengi þennan pening þá já. En hann fer allur í vasa eins liðs. Sorry, það er bara ekki hægt fyrir mig að halda með þannig dæmi. Þessi meðvirkni er enn dæmi um þetta að vera politicly correct. En það er gott að einhverjir geta hugsað fyrir sig sjálfa og enn betra að þeir geti sagt það upphátt.
Vaxtaverkir
4.agúst 2017 kl.09:31
Þetta er auðvitað hárrétt hjá Ágústi. Ef FH fengi 750 milljónir í gegnum þátttöku í riðlakeppni Evrópudeildarinnar gæti FH verið með tvöfalt dýrara lið en keppinautarnir næstu 4-5 árin. Hvernig dettur mönnum í hug að stuðningsmenn annarra liða eigi bara að fagna því. En við KR-ingar eigum svo sem ekkert að vera uppteknir af þessu heldur setja stefnuna að því að verða fyrsta íslenska liðið inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sjálfir...
Stórveldið
4.agúst 2017 kl.11:58
Ég held ég verði að henda rétttrúnaðinum til hliðar og taka undir afstöðu Ágústar hvað þetta FH mál varðar.Stefna og markmið FH-inga síðustu ár hafa leynt og ljóst verið að stefna á að komast í riðla keppni Evrópu. Það var yfirlýst markmið Rosenborgar þegar Rune Bratseth settist í stjórn hjá Rosenborg eftir að atvinnumannaferli hans lauk uppúr 1990 að ná góðum árangri í Evrópukeppnum og á þeim tíma þóttu þetta háleit markmið. Það er skemmst frá því að segja að þessum markmiðum náði Rosenborg og hefur nánast á hverju ári verið að berjast á vígstöðvum riðlakeppni Evrópu eða meistaradeildar. Með gríðarlegum metnaði og auknum fjármunum í kassa Rosenborgar hefur liðið nánast einokað efstu sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Á síðustu 24 árum, frá 1992 – 2016 vann Rosenborg tiltilinn 18 sinnum. Velta Rosenborg á árinu 2016 voru rúmir tveir milljarðar. Til samaburðar var velta Sogndal sem var með minnsta veltu þetta ár ca 429 milljónir. Það er aðeins tímaspursmál hvenær FH nær sínum Evrópu markmiðum og þá verðum við KR-ingar sem og önnur íslensk lið skilin eftir í reyk ef metnaðarleysi okkar KR-inga heldur áfram sem horfir.
ÁG
4.agúst 2017 kl.12:45
FH er löngu komið framúr KR og að öllum líkindum breikkar bilið eins liðum eins og Blikum Val Stjörnunni o.f.l.
Bjarni
4.agúst 2017 kl.16:24
Því og miður er það alveg rétt sem þú skrifar ÁG um metnaðaarleysið sem virðist einkenna allt í kring um knattspyrnuiðkun hjá KR. FH-ingar eru meira en nokkrum skrefum á undan okkur á flestum sviðum og ekki vantar metnað þar.
Stefán
9.agúst 2017 kl.13:26
Auðvitað er gott fyrir íslenskan fótbolta ef FH eða önnur lið komast sem lengst. Það hækkar standardinn hér á landi líkt og það gerði í Noregi sbr. dæmið hér að ofan. það er sorglegt hverning við KR-ingar erum farnir að bera okkur saman við aðra klúbba hér á landi. Klúbbar sem hafa stungið okkur af í fagmennsku og umgjörð. það væri kannski eðlielgra ef við tækjum FH okkur til fyrirmyndar. Við erum því miður ekki stórveldi lengur. Lifum á fornri frægð.
kr
10.agúst 2017 kl.15:56
Ég gæti ekki verið meira sammála þér með þitt innlegg KR og held ég að þú hafir hitt naglann á höfuðið þegar þú segir að við lifum á fornri frægð. Ef horft er til baka til ársins 1999 þegar við unnum tvöfalt eftir langa bið, þá hefur gengi þessara 18 ára verið upp og ofan. Sex stórir titlar og nokkrir minni. Þetta segir okkur það að í tólf önnur skipti hefur sá stóri farið annað. Fjögur lið hafa unnið hann í eitt skipti, en í átta skipti hefur hann farið í Hafnarfjörðinn. Þess ber einnig að geta að í þau skipti sem FH hefur ekki unnið þann stóra hafa þeir lent í öðru sæti í deildinni. Ég er ekki að halda því fram að árangur okkar KR-inga sé lélegur samanborið við önnur lið, að FH undanskyldu. Hins vegar þá hef ég áhyggjur af því að önnur lið séu að taka fram úr okkur með metnaðfyllri markmiðum og meiri dugnaði og ég held að grein Sigurjóns lýsi líðan minni ágætlega http://fotbolti.net/fullStory.php?id=200008. Ég er ekki með neina töfralausn á takteinunum um það hvað við eigum að gera og hvað við eigum ekki að gera, en hins vegar þurfum við KR-ingar að spýta í lófanna svo við verðum ekki eftirbátar annara liða.
ÁG
12.agúst 2017 kl.11:07
Allt hárrétt sem fram kemur hér að ofan. KR-ingar þurfa nú að setjast aðeins niður eftir þetta tímabil og setja ný langtímamarkmið og plön varðandi uppbyggingu á KR svæðinu. Aðstaða, búnaður og umgjörð á svæðinu og í heimilinu er til skammar og ekki næstum því á sama stigi og hjá liðum eins og FH og Val. Lausnin er ekki einföld en ljóst er að eitthvað þarf að gerast. Eitt skref í einu og kannski væri fyrsta skrefið að losna við núverandi stjórn og ráða nýja metnaðarfyllri menn sem sýna klúbbnum okkar, stórveldinu, þá virðingu sem hann á skilið.. Eitthvað þarf að gerast og ef það gerist ekki fljótt munum við dragast enn meira afturúr stórliðum íslenska boltans í dag. Áfram KR!
KRkr
12.agúst 2017 kl.13:55
Það kann allavega ekki góðri lukku að stýra að vera með ,, farþega " í stjórn knattspyrnudeildar KR.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012