Svara þráð

Spjall

Evrópa21.júlí 2017 kl.10:51
Er ekki ástæða til að taka smá umræðu um leikinn í gær. Reyndar til skammar að fá ekki nema 600 hræður á völlinn en kannski eru það skilaboð um eitthvað. Þetta voru sanngjörn úrslit en það sem að mínu mati stóð uppúr var að þeir leikmenn sem fengu sénsinn stóðu sig best. G. Andri og Atli voru drullugóðir þangað til orkan gaf sig og Garðar skítsæmilegur.Ég get ekki nefnt einn leikmann sem var betri en þeir. Svo er bara spurning hvort Beitir á ekki að verða aðalmarkvörður liðsins. Ég vil sjá sama lið í næsta leik.Við höfum ekki miklu að tapa.
jón
21.júlí 2017 kl.11:22
Rétt, Beitir hefði ekki átt að vera tekinn úr markinu þegar Stefán Logi kom til baka og Guðmund Andra og Atla Sigurjónsson hefði átt að að nota mun meira. Margar skrítnar ákvarðanir þjálfara KR hafa klárlega kostað okkur mörg dýrmæt stig í sumar og þess vegna blasir fallbarátta við KR. Hvað t.d. ef við tökum ekki þrjú stig í næsta leik ? Verður þjálfurum KR þá gefnir fleiri sénsar ?
Stefán
21.júlí 2017 kl.12:31
Spilið á miðjunni og fram á við var á köflum svo miklu betra og fljótara með Andra, Atla og Óskar saman í sókninni.
qwerty
21.júlí 2017 kl.12:59
Nú er Evrópa búinn í ár viðunandi árangur.Sammála liðið var frískara í gær en undanfarið og þessar breytingar til batnaðar.Skil ekki sumt hjá Willum eins og taka Beiti útur liðinu.Nú tekur því miður hörð fallbarátta við og verða allir að leggja sig fram til að til að tryggja sæti KR meðal þeirra bestu.Áfram KR
vesturbæingur
21.júlí 2017 kl.17:33
Ég er sammála um að nú er að standa saman. Mæta á völlinn og hvetja okkar menn. Ég er algjörlega ósammála því að það sé kominn tími til að skipta um þjálfara. Það var góð ákvörðun að láta Atla,Andra og Garðar í byrjynarliðið og bæði hvíla leikmenn og sjá hvernig þeir stæðu sig. Þeir stóðu sig vel og þá Atli og Andri hvað best. Þá er komið að því hvort Willum geti hætt þessu þrjósku íhaldi að breyta ekki liði sama þótt djöfullinn og andskotinn gangi á. Það er ekkert sem segir að Dani sé betri en Íslendingur jafnvel þótt sá danski sé keyptur fyrir fúlgur fjár.Rekum aðstoðardanann sem lætur okkur kaupa Danann í sekknum.Höldum Willum og vonum að hann fari að hugsa eins og framsóknarmaður en ekki íhaldssinni.
Halli
22.júlí 2017 kl.17:32
Ísland er mun ofar á lista FIFA en Danmörk, þannig að við skulum ekki gera of miklar kröfur til dananna í KR og setja þá alla á bekkinn, nema Mortin Beck sem er íslenskur að burði og getu og hlýtur að taka íslenskt Lýsi fram yfir danskan mjöð eins og ég.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012