Svara þráð

Spjall

KRÍA15.september 2016 kl.20:47
Sá einhver hérna leikinn í kvöld? Forvitinn að vita hvernig liðið leit út. Las að þetta hafi verið sanngjarn sigur. Willum er heilt yfir að gera fína hluti og að gera sterkt tilkall til að hafa liðið áfram. Evrópusæti er góður möguleiki ennþá. Það sem ég fíla við Willum núna er mótivasjon taktíkin hans. Fyrir leikinn í kvöld rifjaði hann upp sögur af KRÍA í gamla daga, ferðir með Akraborginni og annað. Stórviðburðir, eins og þessir leikir voru í gamla daga, sagði hann. Núna er enginn umfjöllun um þessa leiki, bara hvergi. En Willum tóks að fá leikmenn til að trúa því að þessi leikur skipti meira máli fyrir KR en Gulli Jóns tókst að gera fyrir ÍA.
Vaxtaverkir
15.september 2016 kl.20:55
Vel mælt. Textalýsingar virðast taka af allan vafa um að KR hafi verið betra liðið í kvöld og liðið virðist hafa spilað vel.
ábs
16.september 2016 kl.08:57
Ég er ánægður með viðsnúninginn hjá Willum Þór og hugsanlega vilja menn hafa hann áfram sem þjálfara. Ljóst má vera að hann dettur út af þingi eftir kosningar, svo að ... ?
Stefán
16.september 2016 kl.10:19
Ég er ánægður með Willum sem er KR-ingur með hjartað á réttum stað. Hins vegar ef það er eitthvað sem má setja út á hjá honum þá hefur hann algjörlega fryst ungu strákan okkar. Er að nota menn eins og Jeppe Hansen og Denis á kostnað ungra leikmann sem eru miklu betri. Það kæmu jafnvel fleiri áhorfendur á völlinn ef ungu strákarnir fengju að spila.
kr
16.september 2016 kl.12:31
Willum er að gera gott mót og ég ósammála kr að það séu mistök að nota ekki ungu strákana. Liðið er bara ekki í þeirri stöðu að geta sett þá inn á núna. Auðvitað viljum við að þeir fái tækifæri til að sanna sig en við erum með leikmenn sem hafa þegar sannað sig meðal þeirra bestu á Íslandi. Sjáum hvað Willum gerir í vetur.
Andri
16.september 2016 kl.15:59
Ég tek undir það að Willum sé að gera fína hluti. En varðandi það að liðið sé ekki í þeirri stöðu að geta ekki notað unga leikmenn finnst mér ekki ganga upp. Liðið er í þeirri stöðu að það þarf að nóta sína bestu leikmenn. Guðmundur Tryggvason er betri leikmaður ern Jeppe Hansen og Denis. Willum er bara að mínu mati of ragur að nota þá. Væntanlega er hann að réttlæta kaupin á Jeppe. Ég get rétt ímyndað mér að ungu strákarnri eru pirraðir. Fyrir tímabil var það yfirlýst stefna félagsins að nota ungu strákana. Bjarni var ekki að ná til liðsins en ég skil ekki af hverju horfið var frá þeirri stefnu.
kr
16.september 2016 kl.19:34
Tek undir Willum er að gera góða hluti.Bjóst við lokuðum leikjum með varnartaktík en finnst við spila góðan og skemmtilegan bolta undir stjórn hans.Willum áfram er hárétti maðurinn fyrir KR eins og staða okkar er í dag.Áfram KR
Vesturbæingur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012