Svara þráð

Spjall

stöðnun eða réttar sagt afturför15.september 2016 kl.00:43
Nú hef ég fylgt KR í yfir 30 ár. Var að skoða gamla KR leiki á youtube og það vakti mig til umhugsinar. Videoið sem ég linka á hér að neðan er frá leik KR og Þórs frá árinu 1994. Stöðnun er í raun ekki rétta orðið. Afturför væri það eina rétta. Þarna er troðfull stúka og fólk stendur allan hringin. Sést glitta í sölutjöld og allur bragur af þessum leik er nær samtímanum en sú skelfing sem boðið er upp á í dag. Hvar er allt þetta fólk í dag spyr ég. Umgjörðin árið 1994 var betri en hún er í dag að öllu leiti. https://www.youtube.com/watch?v=Jd1-utNfH6c
kr
15.september 2016 kl.08:15
Tek undir allt sem þú skrifar þarna kr og ég man sko vel eftir þessari frábæru umgjörð sem var þarna á þessum árum. Umgjörðin í kring um leiki í dag er frekar döpur verð ég að segja, eiginlega bara mjög döpur rétt eins og stjórn knattspyrnudeildar.
Stefán
15.september 2016 kl.13:37
Svo má bæta því við að í dag er stórleikur KR og ÍA á Akranesi. Ekki ein auglýsing á vegum félagsins. Ekki einu sinni frétt um leikinn inn á opinberri heimasíðu félagsins sem er á hendi launaðra starfsmanna. Af hverju nennir þetta fólk ekki að sinna vinnunni sinni?
kr
15.september 2016 kl.14:21
Ætli fundir knattspyrnudeildar KR séu svona ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ
Stefán
15.september 2016 kl.20:41
Án þess ég ætli að mótmæla þessu né taka undir þetta þá skil ég ekki alveg þetta tal um "sölutjöld". Sjoppusala í dag er bara alveg næg til að anna eftirspurn og svo er hamborgarsala fyrir leiki eins og á öllum betri bæjum. Þarna eru hvorki Zepbrar né Miðjan í gangi, engir fánar og fólk yfirleitt ekki í KR-búningum. En það er fullt af fólki og fín stemning. Þetta var líka leikur í undanúrslitum bikarkeppninnar þar sem við áttum möguleika á að vinna fyrsta bikartitilinn í 27 ár. Það var gríðarlegur áhugi fyrir þessum leik og meira að segja Þórsarar mættu nokkuð vel á hann. Það má eflaust gagnrýna ýmislegt í starfinu í dag en hluti af vandanum eru áhangendur sjálfir sem láta ekki sjá sig á leikjum en sumir þeirra eru hugsanlega á sama tíma að gagnrýna og rífast á netinu. Ég legg til að nú þéttum við raðirnar fyrir næsta leik. Eftir sigurinn á ÍA í dag er Evrópusætið möguleiki og á sunnudaginn er heimaleikur gegn Fjölni. Verum ekki 450 á honum heldur 900-1000, það væri strax í áttina. Reynum að ná upp smá stemningu á sunnudaginn og færumst nær Evrópu.
ábs
15.september 2016 kl.21:33
ÁBS - gerir þú engar kröfur til KR. Ertu sáttur við meðalmennsku og samanburð við aðra klúbba hér á landi. "Sjoppusala og hamborgarasala annars eftirspurn." Þetta er meðalmennska og lúserahugsunarháttur (ekki illa meint). Við KR-ingar vorum miðvið hér á árum áður. Í dag erum við langt á eftir öðrum klúbbum. Þú segir að þetta hafi verið bikarleikur sem allir hafi beðið eftir og að þórsarar hafi mætt vel. Og hvað með það? Við náum ekki einu sinni að fylla völlinn á evrópuleikjum i dag. Hálftómur völlur á móti svissnesku stórliði. Hér á árum áður var KR-völlurinn troðfullur á evrópuleik á móti MTK búdabest. Það voru miklu fleiri sem mættu á evrópuleik á Laugardalsvellii á Grevermacken, Mozyr, Vlasnia, Pyunik svo dæmi séu tekin. Staðreyndin er sú að það er ekkert gert til þess að fá fólk á völlinn. Við erum í samkeppni við aðra afþreyingu. Þó svo að þú mætir á völlinn þá gildi það ekki um alla. Út um allan heim er það viðburður að mæta á leiki. Hamborgarasalan er steindauð og þá þurfum við gera eitthvað nýtt. Finnst þér stjórn KR virkilega vera að standa sig vel? Ég bara spyr? Ef svar þitt er jákvætt hvernig rökstyður þú það. Ekki er það liðið sem er gott og spennandi sem gæti verið einn mælikvarði. Á þessari youtube rás hér að neðan eru fjölmargir KR leikir frá 10 áratug síðustu aldar. Stúkan er nánast alltaf full. Ekki voru það titlarnir sem lokkuðu fólk á völlinn þá. https://www.youtube.com/user/thorhao/videos
kr
15.september 2016 kl.21:46
Ég nenni ekki að svara fólki sem getur ekki lesið og skilið það sem ég skrifa. Ég neita því ekki að margt megi betur fara í starfi félagsins í dag en ég fæ ekki séð hvernig það kristallast í þessari upptöku á leik frá árinu 1994 og svo eru menn að tala um einhver sölutjöld sem eru ekki einu sinni þarna. - En það er ekki bara stjórnin sem þarf að gera betur, það eru líka Vesturbæingar sjálfir sem mæta ekki á völlinn og eru daufir þegar þeir mæta, meira að segja í körfunni líka þar sem allt leikur þó í lyndi. - Menn eiga að halda áfram að gagnrýna starfið en þó umfram allt gefa kost á sér og reyna að gera betur. Síðan ættum við að þétta raðirnar núna í lokin og mæta á þessa síðustu leiki. Á sunnudaginn erum við að berjast við Fjölni um Evrópusætið. Ætlum við að mæta þá og hvetja liðið eða vera hér á spjallborðinu að rífast og væla. Það er fínt að gagnrýna en allt á sér stund og stað. Þeir sem gagnrýna hér eiga líka að mæta á leikinn á sunnudaginn og hvetja okkar lið áfram í lokabaráttunni.
ábs
15.september 2016 kl.21:51
Þú ert allt of meðvirkur. Ég mæti á alla leiki. En það sem ég er að segja er að forsvarsmenn félagsins gera ekkert til þess að fá aðra á leiki. Þú vilt hreinlega ekki skilja þessa gagnrýni. Það er ekki eðlilegt að það mæti 400 manns á KR leik. Það er vísbending um að eitthvað sé að. Þess fyrir utan þá eru ALLIR sem maður ræðir við um félagið okkar sammála um að ástandið á klúbbnum okkar er mjög slæmt og hefur ekki verið verra í áratugi. Það þarf að styrkja innviðina og fjárfesta í klúbbnum sjálfum. Þetta kemur ekki sjálfkrafa.
kr
15.september 2016 kl.21:59
Þetta ólæsi er mjög pirrandi. Ég er ekki að verja stjórnina og starfið hér og þú veist ekkert um mína gagnrýni í samtölum mínum við aðra KR-inga og þá sem starfa í kringum og inni í félaginu. Ég spara hins vegar opinbera gagnrýni á starfið enda eru alveg nógu margir til að sjá um hana. Þess í stað reyni ég að nota orkuna til að skrifa eitthvað uppbyggilegt fyrir KR á netinu og hvetja fólk til að mæta á völlinn. Best er að allir geri eitthvað, margar hendur vinna létt verk.
ábs
15.september 2016 kl.22:03
Ég hef verið einn af þeim sem hafa á köflum gagnrýnt stjórnina fyrir aðgerðarleysi. Ég er búinn að skrifa það áður þannig að ég nenni ekki lista það eitthvað grundigt hér hvað ég er óánægður. Í grunninn hefur það gera með aðstöðuna og almennt framkvæmdarleysi. Það er mikið talað um lélega mætingu á völlinn, almennt stemmingsleysi og metnaðarleysi stjórnarinnar til að ná í fólk á völlinn. En ég held að léleg mæting sér flóknara dæmi en þetta. Mín tilfinning er sú að mæting á leiki og slöpp stemmning er vandamál alls staðar, ekki bara hjá KR. Ástæðurnar í mínum huga fyrir þessu er eitthvað sem allir hafa heyrt áður, fólk hefur svo margt annað að gera í dag, svo margt sem það getur gert. Í gamla daga var ekkert val, það var bara leikurinn og svo ekkert annað. Í öðru lagi er deildin búin að vera slöpp í ár finnst mér. Ekki mikið af mörkum, besta liðið er hundleiðinlegt, KR datt út úr þessu snemma, alltof margir útlendingar, EM-ævintýrið tók sinn orkuskammt og annað. Þriðja sem ég vil nefna og snýr að KR er að áhuginn er aldrei jafnmikill og einmitt þegar liðið og stuðningsmenn eru glorsoltnir. 1994 var hámark sultsins ásamt 1999. Síðustu ár hafa verið góð, titlar á nánast hverju ári. Af hverju halda menn að Liverpool stuðningsmenn eru svona miklu harðari en ManYoo stuðningsmenn? Þeir eru svangir en hinir mettir. En allar þessar skýringar mínar breyta ekki því að KR getur gert margt miklu betur er snýr að innviðum, þar hefur félagið setið illa eftir. Svo þarf að bæta stórlega samskiptin milli stuðningsmanna og stjórnar, það þarf að vera hægt að opna einhvern díalóg.
Vaxtaverkir
15.september 2016 kl.22:21
Ég held að ég sé sammála öllu sem Vaxtarverkir segir hér að ofan. Síðan hvet ég fólk enn og aftur til að mæta á leikinn gegn Fjölni á sunnudag, þetta er að verða dálítið skemmtilegt núna í lokin og fínir sigrar í tveimur síðustu leikjum.
ábs

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012