Svara þráð

Spjall

Heyr mína bæn10.september 2016 kl.23:23
Er ekki kominn tími til að hvíla þetta blessaða lag fyrir leiki? Fínt lag en allt of langt, ef meiningin var að þetta yrði einhvers konar You'll Never Walk Alone okkar KR-inga. Fæstir kunna textann nema viðlagið, allir löngu hættir að syngja með (ef þeir þá gerðu það einhvern tímann) og ekkert nema vandræðalegt að fylgjast með leikmönnum hanga inni á vellinum og bíða eftir því að laginu ljúki. Steininn tók svo úr fyrir leikinn í dag þegar lagið var spilað í einhverri hroðalegri, nýlegri útgáfu - fátt eftir þegar Ellyjar Vilhjálms nýtur ekki við.
Óskar
11.september 2016 kl.09:02
Sammála. Þessi tilraun mistókst. Þetta hefði verið flott ef þetta hefði gengið upp og fólk hefði sungið með, en það er ekki að fara að gerast úr þessu. Lagið er auk þess allt of langt og eins og Óskar segir þá er óþægilegt að fylgjast með öllum bíða eftir því að það klárist. Og úr því að við erum byrjaðir að tala um tónlist er rétt að benda á að það mætti alveg fara að endurnýja playlistann í KR-útvarpinu. Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að í hvert sinn sem lagið "Mörk" er spilað deyi einhvers staðar engill á himnum.
Kveld-Úlfur
11.september 2016 kl.10:02
þurfið svo sannarlega að verða bænheyrðir.þetta fyrrum stórveldi má eiga sinn fífill fegri.
FHafnfirðingur
11.september 2016 kl.10:37
FHafnfirðingur, hefurðu í alvöru ekkert betra að gera á sunnudagsmorgni en að rífa þig á spjallborði KR-inga?
Óskar
11.september 2016 kl.20:56
Það þarf að skipta þessu lagi út ekki seinna en í gær. Þetta er abra vandæðralega, hvað þá þegar það eru rétt um 400 hræður í stúkunni. En af því að menn eru að tala um að skipta út einhverju þá þarf svo sannarlega að skipta út stjórninni.
KR
12.september 2016 kl.09:31
Algjörlega sammála þessu, þunglyndið dynur yfir þegar fyrstu tónarnir byrja að óma og maður áttar sig á að maður er búinn með pilluglasið eftir að hafa hlustað á KR útvarpið, enda lagalistinn þar hrein hörmung. það verður að fara að gera hallarbyltingu í west end og aðeins að yngja upp stemninguna og rífa þetta í gang - sorglegt að sjá hvernig þessi klúbbur er orðinn ljósárum á eftir okkar helstu "rivals". Alls staðar þar sem maður kemur og spjallar um þetta þá eru allir sammála / skipta út stjórn og fá e.h ferskleika í þetta. Áfram KR!!
káerr
12.september 2016 kl.10:22
Vil þó taka fram að KR útvarpið er eini ljósi punkturinn við klúbbinn. Þar eru menn að standa sig þó svo að lagavalið sé ekki allra. En þó má geta þess að sumir klúbbar hafa tekið upp sjónvarp og vil ég í þeim efnum sérstaklega nefna KA sem sendir alla leiki, heima og að heiman, beint út á netinu með lýsingu.
KR
12.september 2016 kl.14:51
Réttindamál koma væntanlega í veg fyrir að hægt sé að sýna leikina beint á KR-TV. En þeir hafa þó stundun sýnt körfuboltaleiki beint en ég veit ekki hvernig þeim málum er háttað í dag.
KRK
14.september 2016 kl.15:39
Það þarf kraftmeira og skemmtilegra lag. Ég tek undir það hrós sem KR-útvarpið er að fá hér að ofan. Þar eru allir að standa sig frábærlega - KR-útvarpið er ljósið í myrkrinu.
Stefán
14.september 2016 kl.17:02
KR-útvarpið er frábært, eitt af því besta við íslenska boltann og sennilega skærasta ljósið í KR þessa dagana. KR-útvarpið fær af og til hrós hér, líkt og í þessum þræði, en mér finnst það samt ekki fá það credit sem það á skilið. Varðandi þetta lag; hver er sagan á bakvið það, af hverju var byrjað spila það? Svo er ég nokkuð viss um plötusnúðar eiga að hugsa pínu um hvað hlustendum fannst gaman að hlusta á en ekki bara að spila lögin sem plötusnúðnum einum finnst gott. Þetta þarf ekkert að vera flókið, nóg af góðum stuðlögum sem hægt er að prófa og sjá hvað festist.
Vaxtaverkir

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012