Svara þráð

Spjall

Nokkur orð um dómgæslu29.agúst 2016 kl.12:35
Dómgæsla í knattspyrnu getur verið mjög erfitt starf og þess vegna hef ég tamið mér að æsa mig ekki yfir dómgæslu. Í starfi mínu sem lögmaður hef ég lært að þú deilir ekki við dómarann, eða svona oftast ekki. Geri dómari í einka- eða sakamáli alvarleg mistök í starfi eru hins vegar úrræði til staðar fyrir hagsmunaaðila, m.a. áfrýjun til Hæstaréttar svo augljóst dæmi sé tekið. Viljum við slíkt kerfi í knattspyrnu? Í ljósi þess að gífurlegir hagsmunir eru í húfi bæði hvað varðar verðlaunafé en einnig og kannski sérstaklega þátttökuréttur í evrópukeppni er að mínu mati kominn tími á einhvers konar áfrýjunarferli innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það verður þó að stíga mjög varlega til jarðar í þessum efnum. Ég ætla ekki að taka út einstaka leiki hér og greina en bendi mönnum bara á leikinn í gær milli KR og Vals og umfjöllun um þann leik og leiki FH og Stjörnunar árið 2014. Mig langar að varpa fram örlítilli sprengju hér og segja að við erum hreinlega of fá til að geta haldið úti eigin knattspyrnudómurum. Ofan á það hversu fá við erum bætist lítill áhugi á störfum knattspyrnudómara og við getum gefið okkur að í öllum stéttum er til fólk sem er ekki starfi sínu vaxið. Þá ætla ég að gefa mér að til séu dómarar sem telja sig eiga eitthvað sökótt við einstaka lið, t.d. almennt hatur, öfund eða einhver persónuleg óvild. Líkur á að slíkir dómara dæmi meðal efstu liða er töluvert meiri hér á landi en í fjölmennari löndum þar sem samkeppni er meiri. Kannski er hreinlega best ef KSÍ flytur inn dómar frá öðrum löndum. Þá myndi bara þeir allra bestu íslensku dómara fá að dæma í efstu deild.
Andri
29.agúst 2016 kl.14:40
Sammála mörgu í þessari grein. Það er alveg ljóst að það eru of margir dómarar í efstu deild sem eru ekki starfi sínu vaxnir. Löglegt mark dæmt af okkur á móti Blikum. Löglegt mark dæmt af okkur á móti Þrótturum. Ruglið í gær. Atvikin hafa verið fleiri og það bara í sumar. Vissulega er það rétt að við KR-ingar höfum stundum "grætt" á vafasömum dómum en þetta er bara orðið yfirgengilegt. Man eftir einum dómara sem ég þekkti svona lauslega. Sá hafði algjöra óbeit á KR. Samt var hann látinn dæma leiki okkar og þar féllu oft undarlegir dómar gegn okkur. Það getur vel verið að maður sé tapsár eftir leikinn í gær enda aldrei gaman að tapa á móti vali. En að tapa leik með þessum hættu þar sem dómarinn gerist sekur um ítrekuð mistök sem kosta okkur leikinn er bara eitthvað sem maður getur ekki sætt sig við. Stjórn KR ætti að mínu mati að fara fram á að þessu maður dæmi ekki fleiri leiki í efstu deild. Til vara að hann dæmi ekki fleiri leiki þar sem KR er að spila.
KRK
29.agúst 2016 kl.15:20
Já ég hef heyrt að lið hafi kvartað undan einstaka dómurum hér á landi en án árangurs. KSÍ er of fljótt að fara í vörn og taka upp hansakan fyrir sína menn.
Andri
30.agúst 2016 kl.14:40
Svo kemur Kiddi Jak og ver þetta rugl með kjafti og klóm, ja þar fór virðing mín fyrir þeim manni.
Kalli
30.agúst 2016 kl.14:40
Svo kemur Kiddi Jak og ver þetta rugl með kjafti og klóm, ja þar fór virðing mín fyrir þeim manni.
Kalli
30.agúst 2016 kl.14:40
Svo kemur Kiddi Jak og ver þetta rugl með kjafti og klóm, ja þar fór virðing mín fyrir þeim manni.
Kalli
30.agúst 2016 kl.14:40
Svo kemur Kiddi Jak og ver þetta rugl með kjafti og klóm, ja þar fór virðing mín fyrir þeim manni.
Kalli
30.agúst 2016 kl.14:40
Svo kemur Kiddi Jak og ver þetta rugl með kjafti og klóm, ja þar fór virðing mín fyrir þeim manni.
Kalli
30.agúst 2016 kl.14:40
Svo kemur Kiddi Jak og ver þetta rugl með kjafti og klóm, ja þar fór virðing mín fyrir þeim manni.
Kalli
30.agúst 2016 kl.17:43
Kristinn Jakobsson var ofmetinn og umdeildur dómari þó hann hafi dæmt undir merkjum KR.Svo er annað mál margir bestu dómararnir komu oft frá KR fyrir 20-40 árum en því miður eru þeir eru þeir ekki búnir að gera margir uppá síðkastið.
Vesturbæingur
31.agúst 2016 kl.09:19
Nei ég held að hann Kristinn sé ekki ofmetinn. Hann var gífurlega góður dómari en hér held ég að hann hafi rangt fyrir sér. Það alls ekkert óeðlilegt við það að hann reyni að verja sína starfsbræður. Í þættinum Akraborgin á x-inu í gær gat hann illa varið rauðaspjaldið. Það getur aldrei verðskuldað rautt spjald að segja dómara að sóknarmenn megi ekki toga í varnarmenn. Þetta var bara hreinlega rangur dómur sem réði úrslitum í leiknum.
Andri
31.agúst 2016 kl.09:41
En ef Skúli sagði eitthvað annað og meira. Við höfum náttúrulega bara hans frásögn. Dómari gæfi ekki rautt spjald fyrir það. Miklu auðveldara að deila um réttmæti klárs brots heldur en kjaftbrúks. Spurning hvort að dómarinn hafi sett í skýrsluna nákvæmlega hvað það var sem Skúli sagði eða bara skrifað kjaftbrúk.
KRingAri
31.agúst 2016 kl.09:51
Málið er að það er afskaplega lítið að græða á ummælum formanns dómaranefndar ef hann ver alltaf allar ákvarðanir dómara með kjafti og klóm.
ábs
31.agúst 2016 kl.13:45
Er ekki málið að senda fyrirspurn á KSÍ og fá að sjá afrit af skýrslu dómara.
KRingAri
31.agúst 2016 kl.14:59
Mér finnst mjög mikilvæg að dómari leiksins gefi upp hvað Skúli Jón sagði. Meðan hann þegir getum við ekki gert annað en að taka orðum Skúla Jóns sem sönnum. Það stendur því að dómurinn var rangur meðan önnur gögn hafa ekki komið fram sem sýna fram á annað.
Andri
2.september 2016 kl.06:14
Það er bara erfitt að eignast góða dómara. Hver í andskotanum segir við sjálfan sig sem ungur maður: "Ég ætla að verða dómari". Þeir sem svo segja það eru yfirleitt einhverjir stórundarlegir náungar sem ná aldrei að verða góðir dómarar. Í raun ætti að vera eftirsóknaraverðara að verða íslenskur dómari. Ef þú getur eitthvað er stutt í að dæma landsleiki og í Evrópukeppnum. Hvað um það, það er bara skortur á góðum dómurum og það hefur komið betur í ljós eftir því sem umræða um deildina hefur aukist. En það er í raun lítið hægt að gera í þessu. í Englandi eru varla nógu margir góðir dómarar til að dæma í úrvalsdeildinni, og í neðri deildum þar eru bara dómarar á pari við þá íslensku.
Guðjón

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012