Svara þráð

Spjall

Valur KR24.agúst 2016 kl.10:58
Hvernig horfa menn til næsta leiks? Valsmenn eru á svakalegu runni og klárlega besta lið landsins í dag miðað við spilamennsku þeirra í síðustu leikjum. Indriði er svo í banni og spilar ekki og óvíst er með Skúla Jón. Hvernig verður leikskipulagið, ef við pökkum bara í vörn þá held ég að það geti farið illa. Nú reynir á strákana.
Helgi
24.agúst 2016 kl.13:43
Vissulega var sigur þeirra gegn víkingum sannfærandi en það er nú það eina sem þeir hafa gert markvert á síðustu vikum. Fjögur núll heimasigur gegn þrótturum telst nú seint til afreka. Þar á undan gerðu þeir 2-2 jafntefli við fylkir og töpuðu á móti skagsmönnum. Ætli næsti leikur reyni ekki jafn mikið á þá eins og okkur. Skúli Jón var á bekknum í síðasta leik og því líklegt að hann byrji í stað Indriða. Á móti fáum við Chopart úr banni.
KR
24.agúst 2016 kl.16:40
Valur vann reyndar Þrótt á útivelli, þar áður 7-0 og þar áður bikartitilinn. Just sayin´. Nokkuð gott runn eins og Helgi segir. En í KR-Valur skiptir taflan engu máli.
Vaxtaverkir
24.agúst 2016 kl.20:30
Verður erfiður leikur en hef trú á reynslu Willum í svona leikjum.Svipuð leikaðferð og gegn FH er lykilinn að góðum úrslitum.
Vesturbæingur
28.agúst 2016 kl.21:56
Getur einhver sagt mér af hverju Skúli Jón var rekinn út af? Getur einhver sagt mér af hverju það var dæmd vítaspyrna þegar leikmaður KR var augljóslega heilum metra á undan leikmanni Vals? Maður á ekki að kenna dómaranum um tap en mér finnst þetta eitthvað mjög sérstakt. Guðmundur Ársæll Guðmundsson dómari leiksins átti slæman leik með flautuna að mínu mati. Séu þessi þessir tveir dómar rangir, sem ég tel meiri líkur en minni að séu rangir, er ég viss um að niðurstaðan í kvöld hefði veirð önnur.
Andrés
28.agúst 2016 kl.22:59
Guðmundur er ekki besti dómari landsins. Harður dómur að dæma vítið en var ekki Skúli Jón bara rekinn af velli fyrir að brúka kjaft? Þá hefði kannski mátt reka fleiri leikmenn af velli. Ég skil gremjuna í KR-ingum eftir þennan leik. Alltaf sárt að fá svona dóma í andlitið í leik sem mér fannst að gæti hafa dottið á hvorn veginn sem var.
Skagamaðurinn
28.agúst 2016 kl.23:08
„Kristinn Freyr og Gunni (Gunnar Þór) eru að berjast um boltann og ég hleyp til Guðmundar Ársæls af því að mér finnst hann vera að halda honum. Ég sagði orðrétt við hann „hann má ekki halda honum þó hann sé í sókn“. Ekkert annað, ekkert blótsyrði eða neitt,“ sagði Skúli Jón. http://www.visir.is/skuli-ef-thetta-er-of-mikid-tha-getur-hann-ekki-daemt-i-efstu-deild/article/2016160828909
Damus7
28.agúst 2016 kl.23:59
Mér sýnist á allri umfjöllun um þessa dómgæslu að hún hafi verið röng. Bæði Willum og Trésmiðurinn (þjálfari Vals) eru hissa á þessum dóm. Fótbolti.net segir orðrétt: "Rauða spjaldið á Skúla var vægast sagt furðulegt. Það vissi enginn á hvern Guðmundur Ársæll var að flagga rautt á áður en Skúli Jón gekk af velli." Eins gefur Fótbolti.net dómaranum einkunina 2 af 10 með þessum orðum: "Guðmundur átti afleitan dag í dag. Víti og rautt sem enginn skilur auk margra furðulegra ákvarðana." Þarna er dómari farinn að hafa veruleg áhrif á gang leiksins og hreinlega gefur öðru liðinu sigurinn á silfurfati. Því miður er ekkert hægt að gera í þessu þó auðvitað væri best ef KSÍ tæki svona leiki til rannsóknar og léti spila þá aftur þegar um svo augljós mistök er að ræða. Við verðum hins vegar bara að bíta í það súra epli að dómarinn var réttilega í ruglinu og nú er ekkert annað í stöðunni en að vinna næsta leik.
Andrés
29.agúst 2016 kl.00:40
Ekki í fyrsta skiptið í sumar sem arfaslök dómgæsla verður til þess að við töpum stigum. Fyrir vikið er þessi "pepsideild" orðin algjört djók. Vonandi að þessu dómari fái ekki að dæma aftur í efstu deild - eða amk ekki KR-leiki. Almennt hefur dómgæslan í sumar verið mjög léleg. Hins vegar lítið hægt að gera við þessu núna. Thats football. Vonandi að KSÍ reyni að bæta úr málum fyrir næsta ár. Áfram KR!!!
KRK
29.agúst 2016 kl.00:45
KSÍ gerir ekkert í þessu. Það koma bara tuggur á borð við að þetta jafnist út yfir tímabilið, menn verði að sætta sig við úrslit leikja og annað í þeim dúr. Þennan leik á bara að spila aftur, punktur. Í það minnsta að draga þetta rauða spjald til baka svo Skúli Jón verði ekki í leikbanni í næsta leik.
KRistinn
Var Bjarni Guðjóns ekki vandamálið?29.agúst 2016 kl.09:52
Maður spyr sig, var Bjarni Guðjónsson ekki vandamálið eftir allt saman?
KR
29.agúst 2016 kl.10:22
Jú, jú, þetta jafnast allt út á tímabilinu. Það er ekki búið að taka nema tvö lögleg mörk af okkur á tímabilinu (sami línuvörður í báðum), þar af eitt sem hefði getað breytt tapstöðu í jafntefli. Og nú þetta. Við hljótum því að eiga inni einhvern svakalegan dómaraskandal, mark með hendi eða þess háttar. Af hverju er ekki bara hægt að hafa þetta rétt til að byrja með? Leikmenn æfa og æfa allan veturinn til þess að vera í toppstandi fyrir sumarið, og það er mikið undir. Svo geta menn sem augljóslega eru ekki starfi sínu vaxnir skemmt allt saman með einu moment of madness. Og fá svo að dæma næsta leik eins og ekkert sé. Dómgæslan í sumar (og ekki bara hjá KR) hefur einfaldlega ekki verið boðleg.
Útjafningur
29.agúst 2016 kl.11:05
Mér finnst áhugavert að sjá viðtöl við leikmenn og þjálfara beggja liða, sem allir viðurkenna að rauðaspjaldið hafi komið þeim á óvart. Þá viðurkennir einn leikmaður Vals að athæfi hans í leiknum hafi verið siðlaust í umfjöllun um leikinn á visi.is Enginn hefur komið fram og varið dómgæsluna í þessum leik, enginn. Af hverju fá þessi úrslit þá að standa? Af hverju gerir KSÍ eitthvað í þessu? Væri ekki lágmark að dómarinn verði sendur í frí?
Andri
29.agúst 2016 kl.11:07
Eitt með seinna gula spjald Skúla - er skynsamlegt að maður á gulu spjaldi vaði öskrandi í átt að dómaranum eins og hann gerði og sást í sjónvarpinu. Að mínu mati á að þurfa meira til, til að réttlæta seinna gula spjald og þar með rautt, en þú ert ekki í þessum æfingum, gefandi dómaranum færi á því að reka þig út af. Annars var þessi vítaspyrnudómur hlægilegur, jafn hlægilegur og þessi jólasveinn þjálfari valsara er. Svo þegar Præst lá í grasinu og hélt um höfuðið, af hverju stoppaði dómarinn ekki leikinn eins og á að gera þegar um höfuðmeiðsli er að ræða.
Helgi

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012