Svara þráð

Spjall

Peningar KSÍ17.agúst 2016 kl.00:15
Getur stjórn félagsins svarað því hvort peningarnir frá KSI hafi verið móttekin? Í hvað á að nota peninginn?
KRingAri
17.agúst 2016 kl.11:55
Ætlaði nákvæmlega að koma með sömu spurningu. Peningarnir gætu nýst vel sem eigið fé í byggingu á knatthúsi og eins gætu þessir fjármunir nýst í ráða t.d. yfirþjálfara og hlúa betur að yngri flokkunum sem hafa svo sannarlega setið á hakanum. Vona svo innilega að þetta fari ekki í danska miðlungsleikmenn eða yfirdráttarskuld meistaraflokks.
KR
18.agúst 2016 kl.14:49
Ég sá að fotbolti.net er að spyrja sömu spurninga og stjórn KR (og fleiri) hafa ekki svarað.
KRingAri
18.agúst 2016 kl.16:09
Finnst að stjórnin gæti nú sýnt smá lit og sagt eitthvað um þessa um peninga sem þeir eru að fá. Þó ekki væri nema til að sýna að stjórnin virði peningana viðlits. Það væri hræðilegt PR-move ef þeir koma ekki niður úr fílabeinsturninum í nokkrar mínútur til koma með einhverja yfirlýsingu um hvað peningunum verður varið í.
Vaxtaverkir
19.agúst 2016 kl.09:13
Er þá þessi fílabeinsturn svalirnar sem stjórnin stendur alltaf í á leikjum? Þeim hefur aldrei dottið í hug að koma niður og vera meðal oss almúgans á leikjunum? Annars þarf stjórnin að svara því hvað á að ráðstafa þessum fjármunum.
Helgi
19.agúst 2016 kl.17:01
Get ekki séð að KR sé að velta milljörðum sem þarf til að menn setji sig á einhvern háan hest. Held að þið séuð að horfa öfugu meginn í sjónaukann þegar þið sjáið einhvern uppi í fílabeinsturni.
Damus7
19.agúst 2016 kl.20:54
Held að Damus7 þurfi núna að formlega að skila af sér hardcore stuðningsmannapassanum. Virðist núna vera PR-fulltrúi stjórnarinnar á spjallinu, spinmaster. Hvað eru maurarnir að spá í hvað topparnir gera við peninginn? Kemur engum við nema þeim sem telja peninginn.
Vaxtaverkir
19.agúst 2016 kl.22:12
Kaupið allt sem hreyfist öfugt við önnur félög sem nota peninginn í unglingastarf.
FHafnfirðingur
20.agúst 2016 kl.09:35
Svona almúga og elítu væl er ekki KR-ingum sæmandiLítil landsbyggða sveitaviðhorfEf þú vilt breyta hlutnum stattu upp og leggðu þitt af mörkum
káerr
20.agúst 2016 kl.10:31
Ég skilaði passanum í byrjun sumars svo það er erfitt að skila honum núna. Ég tek undir það sem káerr skrifaði. Ég vill alveg fá fréttir af KR uppbyggingunni en rólegir að grilla stjórnarmenn KR, 5 mín eftir að þeir sjálfir fengu fréttir af þessum peningum.
Damus7
21.agúst 2016 kl.08:58
Það er enginn að biðja stjórn KR um nákvæmlega sundurliðun á því í hvað peningarnir fara. Aðeins var spurt hvort stjórnin hefði móttekið peningana og í hvað ætti að nota þá. Einföld svör hefðu verið: Við hittumst á fundi og vilji okkar er að nota þetta í uppbyggingu félagsins/styðja við yngri flokka félagins o.s.frv. Það hefði m.a.s. verið svar ef þeir hefðu sagt að þetta ætti að nota til að greiða niður yfirdrátt deildarinnar/kaup á nýjum Dana eða eitthvað slíkt. Við þurfum ekki að fá nákvæmt svar en gott væri að vita í hvaða átt stjórnin ætlar að fara með peninginn.
KR-ingAri
24.agúst 2016 kl.12:26
Er komið svar?
Stuðningsmaður
24.agúst 2016 kl.16:43
Það mun ekki koma neitt svar. Af hverju ættu þeir svo sem að svara? Áhugi stuðningsmanna á þessu máli, umtal um uppbyggingu, skiptir engu. Við erum heppin ef við heyrum í spunameistaranum.
Vaxtaverkir
29.agúst 2016 kl.11:07
Hroki stjórnar er ótrúlegur. Að þeir geti ekki sagt hvað þeir ætli að gera við 17 milljónir króna sem þeir fá upp í hendurnar.
KRingAri
29.agúst 2016 kl.11:16
Það kom svar frá KR við fyrirspurn fótbolta.net fyrir 10 dögum síðan, fylgjast með: http://fotbolti.net/news/19-08-2016/sjo-felog-hafa-ekki-svarad-fyrirspurn-fotbolta-net „Knattspyrnudeild KR mun nýta þá fjármuni sem EM gaf til þess að efla starf deildarinnar enn frekar. Hæfir þjálfarar, uppeldisstarf og þjálfun er lykillinn af uppsprettu góðra félags- og leikmanna," segir í svari frá Kristni Kjærnested, formanni KR. „Þeir fjármunir sem KR fær vegna EM munu nýtast til frekari uppbyggingar á deildinni og er góð viðbót við allan stuðninginn, sem deildin fær frá fyrirtækjum, foreldrum og velunnurum KR." Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/news/19-08-2016/sjo-felog-hafa-ekki-svarad-fyrirspurn-fotbolta-net#ixzz4IidlZiL2
Stórveldið
29.agúst 2016 kl.11:36
hæfir þjálfarar? Nýjustu fréttir úr herbúðum félagsind eru þær að okkar hæfustu yngri flokja þjálfarar eru að hætta eftir tímabilið. Óskar Hrafn og fleiri hafa sagt upp störfun. Starfsumhverfið er ekki boðlegt.
kr
30.agúst 2016 kl.18:51
Gaman af þessu.
Damus7
11.september 2016 kl.21:58
Til frekari uppbyggingar? Það hefur ekki verið nein uppbygging í þessum klúbbi í 20 ár. Sorglegt að fylgjast með þessu drabbast svona niður. Altalað hvað ástandið er því miður orðið slæmt. Áfram KR.
KRistur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012