Svara þráð

Spjall

AUÐVELDUR SIGUR Á stjörnunni15.agúst 2016 kl.21:55
Þetta var bara nokkuð létt hjá KR 3-1. Algjörlega í samræmi við gang leiksins. KR var yfirburðalið í þessum leik, fékk fullt af færum og var bara miklu betri.
Andrés
15.agúst 2016 kl.22:25
Greinilega sárir Garðbæingar.Frábær sigur segi bara Willum áfram með stórveldið takk átti aldrei að vera látinn hætta eftir tímabilið 2004.Áfram KR
Vesturbæingur
15.agúst 2016 kl.23:18
Virkilega flottur sigur. Alvöru barátta hjá okkar mönnum. Kannski ekki alveg í samræmi við gang leiksins til að gæta hlutleysis en engu að síður virkilega sætt. Fyrr í sumar hefur maður séð liðið stjórna leikjum og fá fullt af færum án þess að vinna en núna loksins var gæfan okkar megin. Liðið barðist virkilega vel og nýttu þau færi sem fengust. FH leikurinn var öðruvísi. Þar vorum við miklu betri og sköpuðum fullt af færum. Þessi leikur var opnari og loksins féllu hlutirnir með okkur. Örugglega út af því að menn börðust inni á vellinum. Frábærlega gert hjá liðinu. Áfram KR!
KRK
16.agúst 2016 kl.09:40
KR vann ekkert þennan leik, Stjarnan tapaði honum. Hvað kostaði svo dómarinn? Klárlega víti á Gunnar Þór. Allir sáu það nema dómarinn og svo þurfti markmaðurinn ykkar bara að segja ahhh þá var flautað. Það ætti að kalla ykkur balletfélag Reykjavíkur ekki fótboltafélag Réykjavíkur. Þið ættuð að eyða blóðpeningunum frá skattgreiðendum í Reykjavík í leikmenn ekki dómara.
Stjarnan skærast skýn
16.agúst 2016 kl.10:19
"Geisp" sss þú varst að segja............
KRKRKRKR
16.agúst 2016 kl.10:49
Takk Stjarnan skærast skín fyrir að gera sigurinn enn sætari
Teinótti Titturinn
16.agúst 2016 kl.12:23
Oft í sumar hefur maður haft ástæðu til að vera tapsár og gagnrýna dómara. T.d. þegar löglegt mark var dæmt af okkur gegn Blikum og aftur á móti Þrótti. Í mörgum tap- og jafnteflisleikjum höfum við algjörlega stjórnað spilinu og átt tíu sinnum fleiri skot að marki en andstæðingurinn. Þrátt fyrir að vera fúll hefur mér nú samt aldrei dottið í hug að niðurlægja sjálfan mig enn frekar með því að fara á spjallsíðu annarra félags til þess að væla. Takk Stjarnan skærast skýn fyrir að vera gleðigjafi dagsins. Ég tek undir kveðjuna hjá Teinótta tittinum. Vælið í ykkur stjörnumönnum gerir sigurinn í gær enn sætari.
KRK
16.agúst 2016 kl.12:31
P.s. annars er ekki "ý" í skín. Bara vinsamleg ábending áður en þú ferð inn á aðra spjallvefi til að væla.
KRK
16.agúst 2016 kl.14:30
Núna vantar bara að Silfurskeiðin mæti hingað inn að tjá sig. Annars má þessi ágæti einstaklingur sem kennir sig við Stjörnuna gjarnan segja okkur hinum hér hvar allir þessir peningar frá Reykjavíkurborg eru. Er ekki Valur eina félagið í Reykjavík sem fær pening frá borginni? Þá er rétt að benda á að Stjarnan rekur ekki sín íþróttahús eða velli heldur Garðabær. KR, líkt og önnur Reykjavíkurfélög þarf að standa undir 20% af öllum framkvæmdakostnaði við ný mannvirki og 100% sjá um rekstur bygginga og svæða. Þá heitir klúbburinn Knattspyrnufélag Reykjavíkur ekki fótboltafélag Reykjavíkur. KR ekki FR. Eins höfum við ekkert á móti ballet, hér í Vesturbænum gerum við ekki lítið úr öðrum íþrótta- eða listgreinum. Annars þakka ég innlitið kæri Stjörnumaður, vertu ávalt velkominn.
Andri

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012