Svara þráð

Spjall

Ef og hefði8.agúst 2016 kl.21:35
Frábær sigur í kvöld gegn hundleiðinlegu Fh-liði. Liðið er bara 9 stigum frá toppnum eftir 14 umferðir þrátt fyrir að hafa kastað frá sér leik eftir leik eftir leik og nánast öllu sumrinu undir stjórn BG. Ef liðið hefði bara tekið einn eða tvo af þeim leikjum. Samt, það er að rætast úr sumrinu, tveir sigrar á móti FH, einn á móti Val og mótið ekki búið ennþá. Gleymið fallbaráttu, ef KR vinnur rest...ja hver veit?
Vaxtaverkir
8.agúst 2016 kl.21:39
Glæsilegur sigur nù getur maður farið að skoða töflunna.Fall öllum líkindum úr sögunni og Evrópusæti ekki útilokað.Áfram KR.
Vesturbæingur
8.agúst 2016 kl.23:07
Virkilega sætur sigur. King Willum er maðurinn. Flott barátta hjá liðinu og sigurinn nokkuð sanngjarn.
KRK
9.agúst 2016 kl.12:26
Ég hugsaði með sjálfum mér fyrir leikinn að sigur úti gegn efsta liðinu myndi í mínum huga bjarga sumrinu fyrir horn, vegna þess að við vorum full nálægt fallsæti fyrir minn smekk. En með baráttu eins og í gær náum við í fullt af stigum nú í seinni hlutanum alveg pottþéttur á því.Í raun finnst mér að liðið vanti í raun bara markheppinn skorara, enda 15 mörk í 14 leikjum mjög slakt, auðvitað er sama hvort einn skorar megnið af mörkunum eða jöfn dreyfing, en vandinn hefur verið sá að mörkin eru alltof fá.Flottur sigur og áfram á þessari braut !!
Kalli
10.agúst 2016 kl.11:03
Þetta er í rétta átt en við skulum róa okkur með væntingarnar því liðið er það fatlað sóknarlega að við erum ekki að fara að gera neinar rósir. Algjörlega blanco á síðasta fjórðungi vallarins. Svo eru smá áhyggjur vegna meiðsla lykilmanna, 3 útaf meiddir á móti FH og breiddin í liðinu ekki mikil. En engu að síður þá virðumst við ætla að sigla lygnan sjó í deildinni og vonandi klárum við sumarið með sóma.
Helgi
10.agúst 2016 kl.12:08
Nákvæmlega sama og ég var að reyna að benda á Helgi, þarf ekkert að róa mig veit að meira býr í liðinu.
Kalli

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012