Svara þráð

Spjall

Hólmbert í Stjörnuna28.júlí 2016 kl.11:31
Er með heimildir um að Hólmbert sé á leið í Stjörnuna, ykkar fyrstu vangaveltur um það?
spjatrungur
28.júlí 2016 kl.11:57
Really could backfire. Eflaust margir sem fagna þessu, en ég veit ekki alveg hvað mér finnst. Hann hefur mjög augljósa hæfileika en hefur því miður ekki gengið vel hjá okkur. Kannski bara það sem hann þarf að skipta um umhverfi, en ég hefði viljað gefa honum aðeins meiri tíma.
Stebbi
28.júlí 2016 kl.13:04
Hefði betur viljað senda hann og Jeppa í Val.
Damus7
28.júlí 2016 kl.14:16
Engin eftirsjá hjá mér, Hólmbert var var alveg vonlaus með okkur KR-ingum allan tímann. Vona samt að hann eigi eftir að springa út og sýna þá hæfileika sem hann er sagður hafa.
Stefán
28.júlí 2016 kl.15:33
Hann fellur allavegana ekki ef hann fer út KR.
FHHafnfirðingur
28.júlí 2016 kl.15:35
KR fellur ekki, en aumt er gengið
Stefán
29.júlí 2016 kl.11:48
Það er náttúrlega algjörlega garanterað að strákurinn fer að raða inn mörkum um leið og hann skiptir um félag. Þannig er bara tilveran.
Gústi
29.júlí 2016 kl.12:35
Ha ha já alveg örugglega fer hann að raða inn mörkum. Vonandi rætist það enda óska ég Hólmberti alls hins besta. Svo lengi sem hann skorar ekki gegn KR :) Þessi stífla virðist vera fyrst og fremst andleg. Eina ráðið fyrir strákinn er kannski að skipta um lið. Ég hafði trú á honum þegar hann kom í KR en því miður hefur hann ekki staðið undir væntingum. Svona markaþurrð er sjálfskaparvíti en sóknarmenn þurfa að vera fullir sjálfstrausts sem hann virðist hafa glatað. Eflaust skynsamlegt hjá KR að leyfa honum að fara. Við getum þá nýtt betur Guðmund Tryggva þann stórefnilega strák.
KRK

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012