Svara þráð

Spjall

Willum á skilið þakkir og hrós17.júlí 2016 kl.22:27
Það er meira en að segja að snarsnúa svona við spilamennskunni hjá einu liði. KR-liðið sem mætti Fylki í kvöld minnti meira á topplið en lið í 10. sæti. Willum á skilið þakkir og vonandi heldur þetta svona áfram.
ábs
17.júlí 2016 kl.23:52
Sammála. Flottur leikur. Áfram KR!!!!!
KRK
18.júlí 2016 kl.08:12
Takk Willum - Flottur sóknarleikur á móti fylki, enda réttur maður á toppnum og réttur maður hvíldur - Meira svona !
Stefán
18.júlí 2016 kl.22:47
Er ekki rétt að gefa leikmönnum hluta af hrósinu.
sh
18.júlí 2016 kl.23:09
Vissulega - en á alltaf að kenna þjálfaranum um þegar illa fer og þakka leikmönnunum þegar vel gengur? Getur þjálfarinn aldrei komið út í plús hjá sumum stuðningsmönnum?
ábs
19.júlí 2016 kl.20:58
Hér er ég 100% sammála ábs. Ég var einn af þeim sem vildi skipta Bjarna út en var ekki spenntur fyrir Willum því ég bjóst við lokuðum leikjum og varnarbolta. Síðustu tveir leikir hafa hins vegar sýnt nýtt KR-lið. Fullt af mörkum og stemmningin greinilega að koma með. Þessu þarf að hrósa.
Vaxtaverkir
19.júlí 2016 kl.23:03
Með þessu var ekki verið að draga úr þætti Willums. Sómamaður og mikill KR-ingur.
sh
20.júlí 2016 kl.08:20
Ef ég tók rétt eftir í gær, þá var haft eftir honum að þetta starf væri mun skemmtilegra en að vera þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn, sem er reyndar mjög skiljanlegt.
Stefán
20.júlí 2016 kl.10:14
Var það ekki Logi sem sagði į Pepsímörkum að það væri skemmtilegra að vera þjálfari KR en þingmaður Framsóknarflokksins? Willum hlýtur að koma sem greina sem áframhaldandi þjálfari KR ef vel gengur.En vonandi hættir Heimir hjá FH og kemur heim.
Vesturbæingur
20.júlí 2016 kl.11:55
Jú, það var húmoristinn Logi sem sagði þetta, en ég vona að Willum sé að hugsa það líka, eitthvað svo borðleggjandi.
Stefán
20.júlí 2016 kl.13:57
Hver veit nema Willum sé maðurinn til að koma okkur - og sjálfum sér - aftur á toppinn? Kemur í ljós. Ég er að minnsta kosti mjög hrifinn af því handbragði hans sem ég hef séð til þessa.
ábs
20.júlí 2016 kl.14:05
Vonandi að stjórnarmenn í knattspyrnudeild geti lært eitthvað af honum.
Stefán
16.agúst 2016 kl.07:28
Segir þetta ekki manni hversu skelfilegur þjálfari Bjarni G. er? Þjálfari sem er ekki góður í mannlegum samskiptum nær aldrei árangri alveg hversu góður í fótbolta hann er.
Gummi
16.agúst 2016 kl.07:45
Ertu að meina sami Bjarni og vann líka Stjörnuna og FH í fyrra á útivelli? Vann FH og gerði jafntefli við Stjörnuna á þessu ári? Óþarfi að drulla yfir, styðjum frekar liðið og þá sem stjórna.
Helgi
16.agúst 2016 kl.17:49
Helgi, sammála að það þarf ekki að taka Bjarna e-ð sérstaklega fyrir lengur en auðvitað veltir maður þessu fyrir sér sem Gummi er að segja því munurinn á liðinu er svo sláandi fyrir og eftir þjálfaraskipti. Liðið er farið á nokkrum vikum úr því að vera fallkandídat sem skoraði ekki mörk í að vera í bullandi baráttu um evrópusæti, skorar slatta af mörkum og svo héldu þeir uppi heiðri íslenskra félagsliða í evrópukeppninni.
Vaxtaverkir
16.agúst 2016 kl.18:33
Já óþarfi að pönkast lengur á BG. Sem leikmaður gerði hann flotta hluti fyrir KR. Því miður ekki eins öflugur sem þjálfari. Markatalan eftir níu umferðir á þessu móti undir hans stjórn var 8-11. Alls 9 stig. Willum hefur stjórnað liðinu í sex umferðir. Markatalan 10-4. Alls 13 stig. Flottur viðsnúningur og miklu meiri barátta í liðinu. Vonandi veit þetta á gott framhald. Áfram KR!!!
KRK
18.september 2016 kl.18:41
Líklegast skemmtilegasti leikur sem ég hef séð KR spila undir stjórn Willum (ever). Ef hann getur haldið þessum leikstíl þá væri ég til í að sjá hann halda áfram með liðið þó svo að Rúnar Kristinsson hafi nýlega verið rekinn og er á lausu.
Damus7
18.september 2016 kl.19:41
Tveir góðir kostir Willum eða Rúnar.Fyrir mína parta væri Willum no 1 maður sem er búinn að rífa liðið upp og leikur skemmtilegan bolta og allir KR ingar ánægðir.Rúnar hinsvegar er að koma úr erfiðu umhverfi og var rekinn þetta tekur á. Eins fannst mér við vera á niðurleið 2014 síðasta ár Rúnars með okkur.Áfram KR.
Vesturbæingur
18.september 2016 kl.19:58
í augnablikinu er Willum minn óskaþjálfari fyrir næsta sumar og ég tel að hann geti endurtekið frægðartíma sinn upp úr aldamótum. Með þennan liðskjarna og styrkingar sóknarlega og aðeins breiðari hóp, og Willum í brúnni, tökum við titilinn næsta sumar.
ábs
18.september 2016 kl.21:31
Ef Rúnar er til í að koma aftur heim ættum við strax að stökkva á það tækifæri.
Stebbi
19.september 2016 kl.08:20
Willum Þór er búinn að ná liðinu á ótrúlega beina braut eftir algjöra brotlendingu Bjarna Guðjóns, en það kitlar vissulega að Rúnar Kristins sé nú á lausu sem þjálfari.
Stefán
19.september 2016 kl.08:28
Willum er búinn að sanna sig í sumar og þó svo Rúnar hafi gert góða hluti áður en hann fór út finnst mér rétt að leyfa Willum að taka við liðinu. Hann þekkir þetta lið, veita hvað menn geta í því og hefur örugglega hugmyndir um það hvað þarf að gera til að vinna titla með liðinu. Nú Rúnar gæti vel tekið við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá KR, hjálpað klúbbnum að byggja upp aðstöðu og búa til bestu unguleikmenn landsins.
Andri
19.september 2016 kl.10:10
Sammála Andra
ábs

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012