Svara þráð

Spjall

Jeppe Hansen á leið í Skjólið13.júlí 2016 kl.22:42
Ég hef heimildir á því að Jeppe Hansen sé að koma úr Stjörnunni yfir í KR. Fyrstu viðbrögð?
Spjátrungur
13.júlí 2016 kl.22:57
nei takk. Gefun Guðmundi Andra sénsinn.
kr
14.júlí 2016 kl.08:06
Það sem ekki þykir nothæft annars staðar, þykir greinilega nógu gott fyrir KR. Við erum eins og endur á tjörn sem bíða eftir brauðmolum úr útrunnum brauðum.
Stefán
14.júlí 2016 kl.08:16
Enda þótt Jeppe komist ekki að hjá Stjörnunni , vegna þess að Gaui Baldvins er á undan honum í röðinni þýðir það ekki að hann geti ekki nýst KR. Hann er betri en það sem við höfum fyrir , og þekkir Íslenska boltann.Staðan hjá félaginu er grafalvarleg, og tap á móti Fylki í næsta leik setur okkur í fallsæti. Við ættum því að fagna komu Jeppe.
Francis
14.júlí 2016 kl.11:42
Sammála Francis. Þurftum nauðsynlega að fá nýtt blóð í sóknina og fara að skora mörk. Guðmundur er flottur og efnilegur og vonandi fær hann líka tækifæri í sumar.
KRK
14.júlí 2016 kl.15:06
án þess að vera of svartsýnn þá erum við væntanlega að detta út úr evrópukeppninni í næstu viku. Þá eigum við leik gegn Fylki á sunnudag. Eftir það eru 11 leikir eftir af tímabilinu. Hvenær eiga okkar ungu og efnilegu leikmenn að fá sénsinn. Á Guðmundur að verða okkar fjórði senter. það er þessi hugsunarháttu, sem kemur fram hjá Francis og KRK, sem endurspeglar vandamál félagsins.
kr
14.júlí 2016 kl.17:24
Miðað við markaleysi okkar tveggja helstu framherja þykir mér nú frekar líklegt að Guðmundur fái tækifæri í byrjunarliðinu í sumar. Guðmundur er mjög efnilegur en þarf reynslu í efstu deild. Þess vegna er skynsamlegra að koma honum svona smám saman inn í liðið. Eins og staðan er núna er Guðmundur nánast eini alvöru framherji sem við höfum. Því þykir mér skynsamlegt að fá nýtt blóð í sóknina.
KRK
15.júlí 2016 kl.08:13
Jú líklegast dettum við út úr Evrópukeppninni fyrst að varnarleikur KR brást svona illa í gærkvöldi og svo þau óskiljanlegu mistök að hafa vonlausan Hólmbert í byrjunarliðinu. Spái því að Hólmbert verði striker númer fjögur og Guðmundur striker númer þrjú þegar Jeppe kemur að berjast um fyrsta sætið við Morten Beck.
Stefán
15.júlí 2016 kl.10:25
Sem er vont að því leitinu til að við erum að spila 4-3-3. Hólmbert, Morten og Guðmundur eru allir pjúra strikerar og og verða að vera upp á topp ekki á köntunum. Þannig að það er bara pláss fyrir einni í liðinu í einu. Veit ekki hverning Jeppe er en ef hann hefur verið á bekknum vegna Guðjóns Bald þá spilar hann væntanlega sömu stöðu. Finnst of mikið að hafa fjóra menn að berjast um eina stöðu. Kemur niður á okkar uppalda leikmanni sem er okkar verðmætasta söluvara. Við höfum séð allt of marga KR-inga í hans stöðu koðna niður og verða ekki að neinu.
kr
15.júlí 2016 kl.16:51
Setja Jeppe í staðinn fyrir Pálma Rafn á "miðjuna", hafa Morten upp á topp í hybrid 4-4-1-1/4-5-1. Láta Guðmund koma inn reglulega inn á fyrir Morten, og setja Hólmbert á frjálsa sölu. Þetta er ein uppástunga um leit að lausnum. Því miður er hitt líklegra að Jeppe og Morten keppi um toppinn við Hólmbert og Guðmundur sitji á bekknum. Spái því btw. að nema liðið fái víti meðan Hólmbert er inn á, að hann muni ekki skora eitt einasta mark í sumar.
Uppástungur
16.júlí 2016 kl.11:01
Mjög skynsamlegt að skipta Pálma út fyrir Jeppe og hafa Morten fyrir framan.
Francis
16.júlí 2016 kl.17:11
Hef efasemdir að koma Jeppe sé lausnin .Samsetning á leikmannahópnum er röng það er eitt af vandamálunum.
Vesturbæingur
16.júlí 2016 kl.18:22
Svona nú ekkert meira volæði, sækjum 3 stig í Árbæinn á morgun og hefjum flotta endurkomu. Við erum jú eina liðið sem er með bæði jeppa og Prest í liðinu....
Kalli

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012