Svara þráð

Spjall

Stjórn KR13.júlí 2016 kl.11:06
Formaður Kristinn Kjærnested Varaformaður Baldur Stefánsson Gjaldkeri Ingi Jóhann Guðmundsson Ritari Þorlákur Björnsson Meðstjórnendur Einar Örn Ólafsson Gísli Guðni Hall Hilmar Þór Kristinsson Einar Baldvin Árnason Margrét Hafsteinsdóttir Í varastjórn: Hörður Felix Harðarson Jónas Óli Jónasson Framkvæmdastjóri: Jónas Kristinsson Þetta er stjórn félagsins í dag. Sumir þarna hafa verið í mörg ár.
KRKRK
13.júlí 2016 kl.12:44
Þetta er stjórn knattspyrnudeildar KR, ekki aðalstjórn félagsins.
TG
13.júlí 2016 kl.14:06
Þetta er fólkið sem hékk allt of lengi á Bjarna og þetta er fólkið sem þarf að fá inn nothæfan sóknarmann/menn. Það gengur bara ekki að einn maður í ÍA skori meira en allt KR-liðið.
Stefán
13.júlí 2016 kl.15:27
Held að það sé ekki rétt að gagnrýna stjórnina, þar er alltaf fólk sem er að reyna sitt besta.Ég skildi reyndar aldrei ráðningu Bjarna - hvað þá að halda honum eftir síðasta tímabil. Það sem er brýnast núna er að fá sóknarmenn í glugganum, ef við ætlum að hanga uppi.
Francis
13.júlí 2016 kl.15:44
Almarr Ormars er að blómstra hjá KA og Sveinn Aron sonur Eiðs Smára kominn frítt í Val og KR vantar markaskorara umfram allt ...
Stefán
13.júlí 2016 kl.16:53
Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Ráðning Bjarna var rökrétt á sínum tíma og ekkert gagnrýnisverðari en ráðning Rúnars sem var þá reynsllaus en stóð sig frábærlega. Sama má segja um komu Hólmberts í liðið sem allir voru hressir yfir. En þetta hefur ekki gengið, allt gengið á afturfótunum síðan við vorum í efsta sæti deildarinnar eftir sigur á FH seint í júlí í fyrra. Núna þarf að vinna út úr þessum vanda og menn eru að því. Ráðning Willums út sumarið er ágætt skref.
ábs
13.júlí 2016 kl.20:59
Það var sumt líkt með ráðningu Bjarna og Rúnars ábs en það sem var ólíkt var æpandi. Bjarni hafði fallið með Fram og það gerði hann að auðveldara skotmarki, setti meiri pressu á hann og gaf honum lítið svigrúm til mistaka. Um leið og liðinu gekk ekkert sérstaklega voru margir fljótir að rjúka upp og það var viðbúið. Rúnar aftur á móti var meira Legend, meiri atvinnumaður og svo ég muni ekki með neinn blett á ferilskránni, hvorki fyrr né síðar. Svo er það líka staðreyndin að Rúnar tók við af þjálfara sem var ekkert sérstaklega vinsæll meðal margra. Rúnar varð hins vegar mjög vinsæll og Bjarni tók við af honum; tough act to follow, sérstaklega með fall á bakinu og ekkert annað á þjálfaraferilskránni.
Vaxtaverkir
13.júlí 2016 kl.21:42
Ein vangaveltna. Væri ekki lag að Guðmundur Reynir myndi binda à sig skóna á nýju og koma į björgun gamla stórveldisins allt verður að reyna.KR hefur það illa sögu allt verður að reyna til að rétta af skipið.Áfram KR.
Vesturbæingur
13.júlí 2016 kl.21:44
Afsakið mikla sögu.
Vesturbæingur
13.júlí 2016 kl.22:39
Það vita allir að stjórn knattspyrnudeildar ræður ferðinni í félaginu. Það er metnaðarleysi þeirra sem menn gagnrýna. Aðalstjórnin er þó ekki hafin yfir gagnrýni
HringurKringur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012