Svara þráð

Spjall

Kaupa sóknarmann!10.júlí 2016 kl.19:05
Vandamálið er ennþá til staðar. "Emile Heskey" er alltof hægur og kemur sér afar sjaldan í færi og það hentar okkur engan veginn. Þó svo að hann er flottur að taka á móti bolta fremstur eða flikka honum áfram með hausnum og kemur honum frábærlega frá sér þá er hann lélegur skallamaður og er ALDREI "réttur maður á réttum stað". Willum talar um að við erum of hægir á síðasta fjórðung, sama sagði Bjarni Guðjóns !!! Það þarf einfaldlega að lána Heskey og fá Gary Martin aftur.
Damus7
10.júlí 2016 kl.20:18
Hvenær lokar glugginn? Annars ég ekki viss um hvort vandamálið liggi hjá framherjunum eða liðinu í heild. Spilið er einfaldlega ekkert sérstakt og fyrirsjáanlegt. Liðið skorar fá mörk því það skapar sér fá færi. Það var þannig undir stjórn Bjarna þetta tímabilið. Willum er þjálfari sem vill númer eitt, tvö og þrjú spila þétt og gefa fá færi á sér. Leiftrandi sóknarleikur er ekki alveg hans forte. KR þarf einfaldlega að treysta á baráttusigra undir hans stjórn.
Vaxtaverkir
11.júlí 2016 kl.00:35
Sammála því að við verðum að styrkja hópinn áður en glugginn lokar því liðið er hreinlega ekki nægjanlega gott. Miðjan slök í sumar, Finnur vonbrigði og lítið kemur úr Pálma. Sóknin er auðvitað bara djók, Hólmbert er latur og áhugalaus og leggur sig lítið fram. Útlendingarnir ekki að nýtast sérstaklega vel að mínu mati auk þess sem margir þeirra eru allt of svipaðir leikmenn. Loks finnst mér vanta upp á form og úthald hjá sumum leikmanna, sást vel þegar Þorsteinn var að spæna framhjá miðju og varnarmönnum í leiknum í dag. Ótrúlegt að hafa látið bæði hann og Gary fara en hafa haldið Hólmberti. Ákvarðanataka innan félagsins er greinilega ekki í lagi.
Helgi
11.júlí 2016 kl.08:48
Heimskulegasta ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar KR og Bjarna var að láta Gary Martin fara og skilja alveg vonlausan Hólmbert eftir ( þvílík mistök að hafa drenginn inn á allan leikinn í gær ). Það er því eðlileg krafa frá okkur stuðningsmönnum KR að fenginn verði nothæfur striker strax.
Stefán
11.júlí 2016 kl.09:36
Ansi hreint er staða KR orðin ljót 10 sæti og eftir leikina í kvöld blasir við að liðið verður í fallsæti. Ég er orðinn mjög leiður á þessu markaleysi í sumar í deildinni, það gefur liðinu ekkert að stjórna leikjum og vera meira með boltann ef við náum ekki að skora, nú eins og oft áður lítur liðið vel út á pappír en nær svo ekki saman og engin mörk koma.
Kalli
11.júlí 2016 kl.16:32
Eftir 10 leiki erum við búnir að skora heil helvítis 8 mörk.. Við fórum úr því að Vera með Gary Martin og Kjartan Henry sem okkar aðal menn og Steina sem Backup í það að vera með Hólmbert og Morten sem aðal menn.... Þetta er eitthvað sem að verður að breyta og þegar glugginn opnar þá henda þeim af launaskrá og fá Gary Aftur
KR#1
11.júlí 2016 kl.18:08
Satt er það að staðan er ljót - 8 mörk í 10 leikjum. En engum manni treysti ég betur en Willum til þess að bjarga okkur frá falli. Ég segi falli því það er raunhæfur möguleiki, þegar mannskapurinn á síðasta þriðjungi er ekki betri en þetta.Við þyrftum tvo nýja sóknarmenn til þess að eiga möguleika , við fáum Gary ekki aftur það er augljóst.
Francis
12.júlí 2016 kl.11:39
Ég var að lesa að KR-ingar skora minnst allra liða í efstu deild. Hin liðin geta þá þakkað Bjarna fyrir mistökin að láta Gary Martin fara og veðja á vonlausan Hólmbert. Áfram KR !
Stefán
12.júlí 2016 kl.12:28
Hvernig væri að prófa Guðmund Andra hinn unga og marksækna leikmann í næsta leik og hvíla Hólmbert ?
Kalli
13.júlí 2016 kl.18:51
Það getur varla verið flókinn útreikningur að hafa samband við Sveinn Aron Gudjohnsen og Eið Smára Gudjohnsen ásamt því að fá Gary "The King" Martin aftur.
Damus7
13.júlí 2016 kl.20:47
Er stoltið líka byrjað að yfirgefa menn í Vesturbænum? Að þeir eru tilbúnir að fara niður á skeljarnar að biðja Gary Martin um að koma aftur? (sem er pointless umræða btw því Gary er ekki að fara koma aftur þetta tímabilið, Meiri sjens að fá Eið Smárann og strákinn) Maðurinn var til vandræða í fyrra. Þetta tímabilið er hann búinn að "raða" inn mörkunum. Heil fjögur kvikindi í 10 leikjum og ekki nema eitt úr víti. Betri tölfræði en hjá Hólmberti samt. Flestir geta samt státað af því. Mín tillaga er að KR sleppi því að nota framherja og stilla upp 4-6-0 kerfi og láta miðjumenn stinga sér upp með reglulegu og óreglulega millibili. Þetta mun ekki aðeins rugla andstæðinginn heldur mun KR vera með svo marga menn á miðjunni að andstæðingurinn nær ekki spili og nær erfiðlega boltanum af KR. Leysir flest vandamálin. Framherjavandamálin verða svo leyst fyrir 2017.
Vaxtaverkir
13.júlí 2016 kl.22:30
Af hverju ekkiað nota einn efnilegasta sóknarmann landins? Er það kannski af því að hann er uppalinn? Engin þörf á að stækka hópinn. Eigum 12 deildarleiki eftir og væntanlega 2 evrópuleiki. Ekki kallar það á stærri hóp. Notum okkar ungu og efnilegu leikmenn.
kr

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012