Svara þráð

Spjall

sýnum hvernig er að vera KRingur9.júlí 2016 kl.10:20
Mættum öll á morgunn og sýnum strákunum stuðning og þökum þeim fyrir flottan leik úti og stuðningsmenn einusinni vorum við bestir á íslandi í stúkuni rifum þetta upp sýnum leikmönnum að það sé gamann að vera í KR
joi
9.júlí 2016 kl.22:35
Vel mælt, Jói, mætum á þennan leik og styðjum liðið.
ábs
10.júlí 2016 kl.18:04
Einhver smá framför en dugir ekki þegar mörkin vantar mín aldrei fyrirgefa Bjarna að losa sig við Martin eina virka markaskorarann ⚽️
Kalli
10.júlí 2016 kl.18:49
Hvernig stóð á því að Þorsteinn Már var hafður svona laus ? Hefði getað farið illa
Kalli
11.júlí 2016 kl.10:14
Það mættu 585 áhorfendur á KR-völlinn í gær skv. skýrslu ksí. 100 fleiri en á stórleikinn gegn ÍA. Við erum komnir í svipaðan pakka og valur. þetta er sorglegt ástand.
KR
11.júlí 2016 kl.11:33
Mæting hefur verið léleg hjá öllum liðum í sumar en fyrst og fremst út af EM myndi ég halda. Það var t.d. mjög slæm mæting í krikanum á laugardag. Þar eru menn þó í toppbaráttunni. Trúi því að þetta lagist á næstu vikum. Liðið er náttúrulega í ákveðnu bataferli eftir ruglið hjá Bjarna. Það mun hins vegar taka tíma. Bara vonandi ekki of langan tíma.
KRK
11.júlí 2016 kl.11:42
Þannig mættu 620 í krikann á laugardag og sirka 580 þegar þeir fengu fylkismenn í heimsókn í leiknum þar á undan. Ég er ekki að nota þetta sem afsökun fyrir stuðningsmenn KR heldur bara að benda á að EM hefur haft þessu neikvæðu áhrif á mætingu hjá öllum liðum í sumar.
KRK
11.júlí 2016 kl.12:08
Það hafa áður verið stórmót og talsvert síðan Ísland féll úr leik. Mögulega eitthvað spennufall en ég hef hins vegar aldrei séð annað eins stemmningsleysi í kringum KR. Ekki nokkru sinni.
KR
11.júlí 2016 kl.12:48
Hér áður fyrir báru önnur lið sig við KR. Núna erum við farnir að bera okkur saman við önnur lið hér á landi, hvort sem varðar áhorfendatölur eða annað.
KR
11.júlí 2016 kl.12:55
Það voru álíka margir á leik FH og Víkings um daginn. Þannig er veruleikinn. Veruleiki KR er sá að það mæta fáir á völlinn ef ekki gengur vel. Þeirri staðreynd verður ekki breytt. Það þarf að koma eitthvað gott frá liðinu sjálfu til að hreyfa við áhorfendum. Sigur í næsta deildarleik, sem er útileikur, myndi hjálpa til.
ábs
11.júlí 2016 kl.13:21
Það var helmingi meira lífsmark með Bóasi í gær en öllum leikmönnum KR samanlagt.
Stefán
11.júlí 2016 kl.14:37
KR: eins og ég sagði þá er ég ekki að afsaka stuðningsmenn, sem að mínu mati eiga að mæta á alla leiki :) Einfaldlega að benda á að lið sem hefur verið með svipaða mætingu og KR undanfarin tíu ár er líka að upplifa sömu lægð. Þar að auki eru fh- ingar í toppbáráttu sem venjulega þýðir meiri mæting á leiki. Sú staðreynd að bæði fh og KR eru að fá lélega mætingu þýðir væntanlega að vandinn er liggur víðar en í stemningsleysi í kringum eitt lið. Sú skýring sem blasir við er EM.
KRK
11.júlí 2016 kl.14:47
ábs: já gengi liðsins hefur líka áhrif. Þannig er það alls staðar þar sem fótbolti er spilaður. Venjulega mæta margir KR-ingar á fyrsta leik sumarsins. Svo dregur úr aðsókn ef illa gengur og öfugt. Þannig hefur þetta alltaf verið í þau rúmlega 20 ár sem ég hef komið á völlinn. Það er harður kjarni svona sirka eitt þúsund manns sem mætir reglulega. Sirka fimm hundruð til viðbótar sem koma af og til. Síðan er það bara gengi liðsins sem ræður því hvort fleiri mæta. En þetta eru sömu andlitin sem maður sér upp í stúku ár eftir ár. Allt flottir og sannir KR-ingar :)
KRK
11.júlí 2016 kl.15:07
Sammála KRK. Alltaf gott að koma á KR-völlinn og hitta gott fólk. En það er ekki sama stemningin úti í samfélaginu fyrir KR eins og í kringum aldamótin. Mér fannst jafnvel vanta upp á stemningu 2013, þegar ég var hvað mest að vinna í kringum félagið og þó urðum við Íslandsmeistarar það ár. Ef liðinu gengur vel getum við fengið 1500-2500 manns á völlinn og þá er yfirleitt mjög gaman.
ábs
11.júlí 2016 kl.15:26
ábs: já stemningin 1999 verður seint endurtekin. Enda fundu menn þá að eyðimerkurgöngunni var að ljúka. Það skapaðist mikil eftirvænting og gleði bæði innan vallar og utan. Liðið spilaði flottan sóknarbolta og það voru jákvæðir straumar í kringum félagið. Meira að segja þekktir KR hatarar voru byrjaðir að hrífast með. Aðeins tvisvar eftir það ár hef ég fundið fyrir svipaðri stemningu þó ekki eins mikilli. Fyrra skiptið árið 2002 eftir dapurt gengi árið þar á undan og svo aftur árið 2011. Menn virkuðu svolítið saddir árið 2013. Hin árin fór stemningin svona upp og niður.
KRK
11.júlí 2016 kl.16:42
En það er ekki eins og það sé mikið gert til þess að fá fólk á völlinn. það mætti alveg sýna smá viðleitni. Deyfðin í félaginu endurspeglast til að mynda í heimasíðu félagsins, kr.is, sem færir engar fréttir af starfi félagsins. Það er svo leiðinlegt að sjá þetta svona dapurt. Stemmningin á vellinum í gær var svona eins og á heimaleik Þróttar á valbjarnarvelli fyrir nokkrum árum. Minnti jafnvel á Fram á laugardalsvellinum. Við skulum alveg átta okkur á því að ef menn gæta ekki að sér þá er ekkert sem segir að við getum ekki endað eins og fram. Hef verið að segja þetta hérna aftur og aftur en það er eins og menn fatti þetta ekki. Byrja að tala um 1999 eða að mæting á völlinn haldist í hendur við árangur. En ef menn skoða innviði félagsins, stefnu stjórnar, umgjörð leikja, ástand æfingavalla, gæði yngri flokka, ástand í þjálfaramálum o.s.frv. þá er ekkert sem bendir til þess að framtíðin sé björt! þetta er ekki tímabundið ástand sem skrifast á Bjarna Guðjónsson. Hvenær ætla menn að vakna af þessum blundi.
KR
11.júlí 2016 kl.17:33
Alveg sammála varðandi umgjörð og aðstæður. Þar má mikið bæta. Hef sjálfur gagnrýnt það hér á þessu spjalli. Auðvitað eiga menn alltaf að vera á tánum í þessum efnum. Varðandi yngri flokkana þá er ástandið ekki eins slæmt eins og mætti halda. Það voru fjórir KR-ingar valdir í U-17 landsliðið í vor. Aðeins fjölnir átti jafn marga fulltrúa. Næsta verkefni (fyrir utan að klára þetta tímabil með sóma) er að bæta aðstöðu á svæðinu. Markmiðið hlýtur að vera knattspyrnuhús og samhliða bæta umgjörð í kringum aðalvöll. Menn mega samt ekki detta í svartsýni þó illa gangi akkúrat núna. Framtíðin er björt :)
KRK
11.júlí 2016 kl.17:46
Hvernig getur þú sagt framtíðina bjarta þegar það er nákvæmlega ekkert að frétta.
KR
12.júlí 2016 kl.08:02
,, Framtíðin er björt ". Ég sé svo sem ekkert í spilunum í nánustu framtíð sem rökstiður það.
Stefán
12.júlí 2016 kl.11:12
Það er gott að menn sýna áhuga með því að skrifa skoðanir sínar á spjallsíðum en það eitt breytir engu. Forysta deildarinnar þarna uppi á svölunum sínum er ekki í neinum tengslum við þennan almenna KRing. Það er líka einhver doði yfir fótboltanum í KR. Þetta spjall sýnir þó að KRingar hafa enn áhuga á KR og það þarf að nota það til að gera félagið að öflugri fjöldahreyfingu á ný. Með því að gera ekkert breytist ekkert.
Vignir
12.júlí 2016 kl.13:10
Er framtíðin svona agalega slæm? Ég er alveg sammála þeim sem gagnrýna aðgerðarleysi varðandi aðstöðu og umgjörð. Bara svo það sé á hreinu.Ég er líka einn af þeim fáu á þessari síðu sem gagnrýndu Bjarna Guðjóns og lagði það reyndar til í júní í fyrra að hann yrði látinn fara. Ekki að staðan á félaginu í heild sé Bjarna að kenna. En það verður hins vegar að segjast eins og er að staða meistaraflokks karla er ekki til að bæta stemninguna og þar ber Bjarni mikla sök. Góðir leikmenn látnir fara bæði í góðu og illu. Mörg önnur leikmannakaup orka tvímælis. Fyrir vikið er ekkert jafnvægi í liðinu sem virðist ekki geta skorað mörk. Ég var reyndar sáttur með kaupinn á Hólmberti en strákurinn hefur því miður ekki staðið undir væntingum. Kannski að félagið og hann eigi ekki samleið lengur og kannski best fyrir báða aðila að hann fái að fara. Það hefur verið hreint ótrúlegt að sjá liðið koðna svona smám saman niðir frá miðju tímabili í fyrra. Mig grunar að Bjarni hafa lifað á arfleifð Rúnars í smá tíma en þegar hennar naut ekki lengur við þá hafi allt einfaldlega hrunið. Stjórnin ber líka ábyrgð enda voru öll viðvörunarljós byrjuð að blikka á fullu um mitt tímabil í fyrra. Ekkert var hins vegar gert. Ekkert var svo gert eftir hörmulega byrjun. Jafntefli á móti Þrótti,tap á móti Selfossi, ÍBV, Fjölni og Blikum. Stuðningmenn voru byrjaðir að öskra á breytingar en tapið á móti ÍA varð loksins til þess að menn gáti ekki falið sig lengur. Stjórnin ber mikla ábyrgð á þessari stöðu. Það er vonandi að Willum nái að bjarga þessu og hef ég mikla trú á því. Hins vegar er alveg ljóst að félagið verður að fara í mikla sjálfskoðun í haust. En varðandi yngri flokkana þá margt jákvætt í gangi þar og því vil ég ekki segja að framtíðin sé eitthvað agalega slæm. Óskar Hrafn er að gera góða hluti með ungu strákana og sú staðreynd að við eigum fjóra leikmenn í u-17 landsliðinu á að gefa mönnum tilefni til bjartsýni. Hverfið sjálft er að styrkjast með þéttingu byggðar öfugt við mörg önnur gróin hverfi í borginni sem eru á niðurleið. Mun fleiri krakkar að æfa hjá félaginu í dag en þegar ég var þarna að sparka bolta á síðustu öld. Forgangsatriði ætti að vera að styrkja æfingaaðstöðu og umgjörð og byggja til framtíðar. Áfram KR!!!!!!!
KRK
12.júlí 2016 kl.15:16
,, Félagið verður að fara í mikla sjálfskoðun í haust ". Flott skrif hjá þér KRK og ég er sammála þér í öllu.
Stefán
12.júlí 2016 kl.19:12
Sænskt félag vildi kaupa Hólmbert í vor en KR sagði nei.Er þetta eitthvað sem hefur skemmt fyrir markaleysi hans?
Vesturbæingur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012