Svara þráð

Spjall

Viðspyrnan er hafin30.júní 2016 kl.22:23
Núna er viðspyrnan frá botninum hafin, nýtt upphaf. Tímabilið hefst núna. Fótbolti er hvort í senn hæfileiki og sjálfstraust. Ég veit að leikmenn KR eru hæfileikaríkir og góðir knattspyrnumenn. Sigurinn í kvöld gefur þeim sjálfstraust, nýr þjálfari gefur þeim eldmóð og stuðningsmenn KR gefa þeim styrk til að mæta hvaða liði sem er og sigra. Þó ekkert af þessu væri til staðar hafa leikmenn alltaf hvern annan. Berjist fyrir mannin við hliðna á ykkur, hafið trú á liðsfélögum ykkur og fórnið ykkur fyrir hvern annan inn á vellinum og standið með hver öðrum utan vallar. Þið hafið tækifæri núna til að sýna öllum sem hafa gagnrýnt ykkur og skammast út í ykkur að þið eruð besta lið á Íslandi. Þið eruð KR.
Andri
30.júní 2016 kl.22:26
Vel mælt, Andri. Þessi leikur í kvöld var mjög svo jákvætt skref í rétta átt.
ábs
1.júlí 2016 kl.00:45
Margt jákvætt við leikinn í kvöld. Í fyrsta skipti í sumar sá maður smá sóknarleik þar sem menn voru að skapa tækifæri. Ekki fullkominn leikur en sannarlega mikil framför. Maður sá líka glitta í baráttu og þau gæði sem þetta lið býr yfir. Vonandi veit þetta á gott. Áfram KR!!!
KRK
1.júlí 2016 kl.12:30
Frábært, en það tekur sinn tíma að byggja upp sjálfstraust á ný. Það sást í gær með ómarkvissum skotum á mark. Eftirminnilegast að Hólmbert náði að skora.
Stefán
6.júlí 2016 kl.14:30
Vissulega jákvætt að sigra fótboltaleik, en það verður þó að viðurkennast að andstæðingurinn var óhemju slakur - mun slakari en ég hélt. Myndi flokka þetta Glenovan lið sem miðlungs 1. deildarlið í besta falli.
Stebbi
6.júlí 2016 kl.15:56
Já og við töpuðum fyrir miðlungs 1. deildarliði í bikarnum. Svo þetta er vissulega framför.
KRK
7.júlí 2016 kl.10:42
Verðum að klára dæmið í kvöld.
Stefán
7.júlí 2016 kl.20:06
En mikið djöfull er leiðinlegt að hlusta á þessa lýsingu. Var ekki til fjármagn til að fara með almennilegan lýsara út?
Bjarni
7.júlí 2016 kl.23:49
Verður forvitnilegt að sjá hvort tekst að fylgja þessum stórsigri gegn N-Írunum eftir. Það er heimaleikur í deildinni gegn Víkingi Ólafsvík á sunnudaginn.
ábs
8.júlí 2016 kl.00:46
Gummi Ben er á lausu er það ekki? :) Of snemmt?
Andri
8.júlí 2016 kl.08:45
KR-liðið er greinilega að rísa upp úr Bjarna-syndrominu, sem gerði þá nánast óspilandi. Ef mjög sannfærandi sigur næst á Víkingi, þá segi ég að KR-liðið sé komið til baka.
Stefán
8.júlí 2016 kl.16:32
Við skulum samt ekki gleyma því að vandamál félagsins eru ekki leyst þó svo að Willum sé kominn til starfa. Willum mun engu að síður höndla aðstæður betur en Bjarni og gera það besta úr vondri stöðu. Stjórnin er hins vegar enn til staðar. Kýs að kalla þetta dauðakippi frekar en viðspyrnu.
KR

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012