Svara þráð

Spjall

árangur íslenskrar knattspyrnu28.júní 2016 kl.13:52
Ef við skoðum ástæður góðs árangur Íslands á EM þá virðast menn aðallega benda á tvennt. Annars vegar verulega bættar aðstæður, þ.e. yfirbyggðar knattspyrnuhallir og hins vegar menntun þjálfara. Að sjálfsögðu helst það í hendur við góða blöndu leikmanna. Í því ljósi er rétt að skoða hvað okkar félag, KR, er að gera í þessum efnum. Aðstæður hafa ekkert breyst hjá okkur. Fengum lélegan gervigrasvöll fyrir um 12 árum síðan og nú hefur þrýstingur frá foreldrum skilað nýju og betra grasi. Ekkert heyrðist frá stjórn félagsins. Að öðru leiti hafa aðstæður ekkert batnað hjá KR og eru með því versta sem þekkist á Íslandi. Menntun þjálfara er einnig nefnt sem lykilþáttur. Við KR-ingar erum ekki með yfirþjálfara og misstum alla okkar bestu yngri flokkar þjálfara fyrir tímabilið. Tveir fóru í FH og sá þriðji er nú yfirþjálfari yngri flokka hjá stjörnunni. Þá létum við markmannsþjálfara okkar, Guðmund Hreiðarsson einnig fara. Honum þakkar Hannes m.a. sinn framgang sem markvörður. Þá skoðum við þá leikmenn sem við leggjum til í þetta landsliðs. Ég nefndi Hannes hér áðana en hann kom þegar hann var fullorðinn og var skólaður til hjá Guðmundur sem nú er farinn. Theadór Elmar spilaði með yngri flokkum en fór í 4. flokki til Noregs. Staldraði stutt við áður en hann fór svo í atvinnumennsku. Sá þriðji sem tengist KR er Haukur Heiðar er situr á bekknum. Haukur bætti sig vel hjá KR og er flottur leikmaður í dag. Kom engu að síðu í meistaraflokki og fór ekki í gegnum yngri flokkar okkar. Árangur KR í þessu er dapur. Við höfum ekki tekið þátt í þróun og uppbyggingu íslenskrar knattspyrnu. Við missum okkar bestu þjálfara og byggjum liðið upp frá ári til árs. í dag erum við með 5 danska leikmenn. Okkar ungu og efnilegu leikmenn fengu tækifæri í fyrstu tveimur leikjunum en síðan ekki söguna meira. Við þurfum að koma stjórninni frá, fá inn metnaðarfullt fólk sem ber hag félagsins fyrir brjósti sér. Í dag erum við á hliðarlínunni og það er sorglegt að sjá hversu lítinn þátt við eigum í árangri landsliðsins.
KR
28.júní 2016 kl.15:38
Heyr, heyr. ,, Aðstæður ekkert batnað hjá KR og eru með því versta sem þekkist á Íslandi ". Er málið kanski það, að KR er með eina verstu knattspyrnudeildarstjórn á Íslandi ?
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012