Svara þráð

Spjall

Willum inn25.júní 2016 kl.17:57
Sá á netmiðlum að Willum tók vel í að KR hefði samband, mæli eindregið með því að hann taki strax við.
Francis
26.júní 2016 kl.11:32
Já við þurfum helst mann með KR-hjarta til að klára þetta tímabil og laga stöðuna. Þess vegna er Willum besti kosturinn. Hann er með reynslu, getu og þekkingu. Getur örugglega klárað þetta verkefni með sóma. Ef ekki Willum þá væri athugandi að fá Loga. Sem aðstoðarþjálfara vil ég fá Óskar Hrafn, Pétur eða Brynjar.
KRK
26.júní 2016 kl.12:16
Árangur Willums með KR og Val var stórkostlegur, en árangur hans með Keflavík og Leikni seinni árin hringir viðvörunarbjöllum. Auk þess er Willum þingmaður. Hann getur ekki verið framtíðarkostur en hugsanlega er hann rétti maðurinn til að klára tímabilið.
ábs
26.júní 2016 kl.21:17
Willum er það sem við þurfum núna og vonandi er það bara tímabundið. Hann hefur spilað mjög áhrifaríkan en hundleiðinlegan fótbolta. Hann gerði Val að meisturum eftir 20 ára bið og mun ég aldrei gleyma því. Willlum þarf ekki á mínum stuðningi að halda en hann er nkl það sem KR þarf. Hann gæti tekið "Winner" upp sem millinafn í stað Þór enda búinn að vinna allar deildir. Til hamingju KR-ingar með nýja þjálfarann.
Damus7
26.júní 2016 kl.21:23
Heyr heyr Damus7
KRK
26.júní 2016 kl.22:16
Skulum anda rólega kraftaverk gerast ekki à stundinni Willum þarf sinn tíma.
Vesturbæingur
27.júní 2016 kl.09:49
Eitt er þó klárlega á hreinu. Bjarni náði botninum með KR og lengra niður verður ekki komist. Leiðin hlýtur því að liggja upp.
Stefán
27.júní 2016 kl.10:52
Ég ítreka það sem ég hef sagt hér áður í öðrum þræðu að Bjarni Guðjónsson var ekki rót vandans. Vandamálið er stjórn félagsins sem gerir ekki nokkurn skapaðan hlut. Félagið er gjörsmlega staðnað. Engin uppbygging eða framtíðarsýn. Klúbburinn er nákvæmlega eins og hann var fyrir 20 árum síðan. Það hefur ekkert breyst. Á meðan hafa aðrir klúbbar tekið fram úr okkur.
kr
27.júní 2016 kl.11:52
Tek alveg heilshugar undir það sem kr skrifar hér að ofan.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012