Svara þráð

Spjall

Bjarni rekinn25.júní 2016 kl.11:38
Búið að reka Bjarna og Gumma!!..... loksins Byrjum þetta tímabil núna!!
KRingur
Næsti þjálfari25.júní 2016 kl.11:41
Hver tekur við haldiði?
Spjátrungur
25.júní 2016 kl.11:46
Þetta var alltaf tímaspursmál. KR hefur amk borið þá lukku að reka hann áður en hann felldi ykkur, eitthvað sem við í Fram bárum ekki gæfu til. Glatað eintak, glataður þjálfari… Sammála fyrsta pósti að núna byrjar tímabilið hjá ykkur. Jafnvel þótt Tóti trúður verði ráðinn þá liggur leiðin upp núna.
Framarinn
25.júní 2016 kl.12:02
Bjarni var ekki vandamál félagsins. Vandamálið er gjörsamlega getulaus og metnaðarlaus stjórn og forysta. Félagið er staðnað að öllu leiti. Stjórnin þarf að víkja. Sorglegt ef hún skýlir sér á bak við Bjarna.
kr
25.júní 2016 kl.12:27
Rétt ákvörðun að reka Bjarna. Hefði mátt gerast fyrr. T.d. eftir tímabilið í fyrra. Vil helst fá meistara Willum til að klára þetta tímabil. Svo getum við byrjað að byggja upp liðið fyrir næsta ár. Stjórnin ber auðvitað ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Ekki bara varðandi liðið heldur einnig varðandi aðstöðu á KR-svæðinu. En einhvers staðar þarf maður að byrja og fyrsta skrefið var að losna við Bjarna. Hann var flottur fyrirliði og gerði sem slíkur margt gott fyrir KR. En því miður fyrir alla þá var hann ekki að ráða við þjálfarastöðuna.
KRK
25.júní 2016 kl.12:46
En hvað ætli verði um Bjarna? Fyrst Fram, þaðan lá leiðin uppá við til KR. Rökrétt framhald er þá hvað...FH? Það væri gott fyrir alla nema FH. Líst vel á það. Heimir orðinn þreyttur á Göflurunum og svona. Svo eftir FH tekur hann við af hinum Heimi og þjálfar landsliðið.
Vaxtaverkir
25.júní 2016 kl.12:52
Hvað með Sigurð Jónsson - þar fer maður með reynslu.
Francis
25.júní 2016 kl.12:56
Siggi Jóns gæti verið spennandi kostur, smá áhætta samt. Talandi um áhættu, er Gaui Þórðar alveg útúr kortinu? Heyri að sumir vilji öskurapa og nefna Willum, hver er þá betri í því en Gaui Þórðar?
Vaxtaverkir
25.júní 2016 kl.13:07
Nei ekki Sigga Jóns, Óla Þ., Gauja eða aðra skagamenn. Skil reyndar ekki afhverju Arnar Gunnlaugs á að halda áfram. Hefur enga alvöru reynslu sem þjálfari.
KRK
25.júní 2016 kl.13:12
ætla menn að treysta sömu stjórn og réð bjarna til þess að finna eftirmann? Mæti ekki aftur á völlinn fyrr en metnaðarfull stjórn er tekin við.
kr
25.júní 2016 kl.13:45
hugsa stórt ! laberback fer ađ losna!
F
25.júní 2016 kl.16:20
Burt séð frá þeim mistökökum sem voru gerð með ráðningu Bjarna sem skrifast á stjórnina.Eru þetta ekki sömu menn og réðu Rúnar sem skilaði KR fimm stórum titlum?
Vesturbæingur
25.júní 2016 kl.16:54
Ætla þessir aumingjar í stjórninni að halda áfram eins og ekkert sé? ÞEIR VERÐA AÐ AXLA ÁBYRGÐ SÍNA!!!
Stórveldið

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012