Svara þráð

Spjall

Lágpunktinum náð?23.júní 2016 kl.21:18
Tap gegn ÍA hlýtur að teljast ákveðin lágpunktur hjá liði eins og KR. Það er alveg ljóst að stjórnin og Bjarni verða að fara og algjör uppstokkun að eiga sér stað. Það er hörmungar framundan ef ekkert verður gert. Hver hefði trúað því að KR væri í botnslag í efstu deild á Ísland?
Hans
Vá er svo glaður:)23.júní 2016 kl.21:21
Lengi lifi Bjarni Húrra Húrra:), örugglega rándýrt að reka Bjarna King líka;)P.s vonandi reka þeir hann aldrei.
Palli
23.júní 2016 kl.21:23
Mér er bara orðið alveg sama. Ætla út á leikinn gegn Englandi, fluttur úr Vesturbænum og ætla að fara að einbeita mér að einhverju jákvæðara. Mér þykir vænt um KR en það er augljóst að stjórnin er jafn þver og skipstjórinn á Titanic. Það hefur bara ekkert upp á sig að æsa sig yfir þessu lengur. Takk fyrir sumarið, sjáumst hressir í 1. deildinni næsta vor. Landsliðið er að bjarga þessu fótboltasumri. Áfram Ísland!!!
Jóhann
23.júní 2016 kl.21:40
Já þetta er bara sorglegt. Eiginlega er mér orðið sama líka. Menn eru búnir að tala um þetta á þessari síðu frá því í ágúst í fyrra. Þetta metnaðarleysi hjá klúbbnum er niðudrepandi og smitar út frá sér. Ég mun ekki mæta á fleiri leiki ef Bjarni verður áfram þjálfari. Stjórnin verður átta sig á þessu. Þetta er óboðlegt. Ef stjórnin ætlar ekki að bregðast við þessu þá verða stuðningsmenn að gera það með einhverjum hætti. Þetta er bara fullreynt með Bjarna. Hann verður að fara.
KRK
23.júní 2016 kl.21:45
Meðan önnur lið bæta aðstöðu og byggja upp innviði til að bæta sig stöðugt, þá tók stjórn KR ákvörðun um að fara í hina áttina. Brjóta félagið niður svo það þyrfti ekki að stressa sig á aðstöðunni. Ráða þjálfara sem hefur eingöngu reynslu af því að fella fyrrum stórveldi um deild og drepa svo niður alla stemmningu hjá klúbbnum. það kvartar enginn undan ömurlegri salernis aðstöðu þegar enginn er á vellinum.
komdu í KR stuð
23.júní 2016 kl.21:59
Nákvæmlega Komdu í KR stuð. Ekkert í gangi. Engar upplýsingar til stuðningsmanna um framtíðaráform. Bara stöðnun. Stefnir í eitt versta tímabil síðan 2001. Það er enn tækifæri og tími til að bregðast við þessu og gera gott úr þessu tímabili þó allar titilvonir séu úr sögunni. Bjarni þarf bara að fara. Við þurfum að nota næstu mánuði til að byggja upp fyrir næsta tímabil. Fyrsta skrefið er að losna við Bjarna. Nákvæmlega sama sagði ég á þessari síðu í júní í fyrra. Þetta er bara orðið meira en fullreynt.
KRK
23.júní 2016 kl.22:18
Því miður hef ég bara eitt að skrifa eftir tap á móti ÍA og það er #Bjarniout
Damus7
23.júní 2016 kl.22:20
Jæja, nú þarf Bjarni að fara. Í leiðinni á að losa Hólmbert undan samningi, hann hefur greinilega ekki það sem þarf til þess að vera framherji í KR. Eftir á að hyggja voru það langverstu mistök Bjarna að fá hann til félagsins. Þá er spurningin hverjir gætu tekið við? Logi Ólafs? Hann hefur einu sinni áður bjargað okkur úr skítastöðu. Brynjar Björn? Viljum við óreyndan þjálfara? Hverjir aðrir eru í boði? Atli? Pétur Pé?
Áfram KR
23.júní 2016 kl.22:25
Willum og Óskar Hrafn. Bestu kostirnir. Má einnig skoða Brynjar sem aðstoðarþjálfara. Logi og Pétur væru örugglega góðir saman. En Bjarni bara verður að fara.
KRK
23.júní 2016 kl.22:57
Hvað þarf KR að tapa mörgum leikjum áður en eitthvað verður gert? Allavega, ég mæti ekki á fleiri leiki í sumar. Kannski maður líti á björtu hliðina á þessu. Við fáum að ferðast um landið næsta sumar í 1. deildinni. Langt síðan ég hef komið til Akureyrar.
Andrés
23.júní 2016 kl.23:02
Liðið er í gíslingu Kristins Kjærnested. Hann er orðinn stærri en klúbburinn.
Melur
24.júní 2016 kl.08:15
Jæja kæri Damus 7, þá ert þú orðinn sammála öllum öðrum stuðningsmönnum KR varðandi það að losa Bjarna Guðjóns STRAX undan samningi. Það var líka áberandi krafa hjá þessum fáu stuðningsmönnum KR sem voru á vellinum í gærkvöldi, að það þyrfti að líka að losna við þessa atkvæðalitlu og huglausu stjórn knattspyrnudeildar. Menn vildu reyndar meina að þeir væru flestir í felum í Frakklandi núna. Ég hlustaði á gorgeirinn í Arnari Gunnlaugs í KR útvarpinu fyrir leik, ekki vantaði nú upp á sjálfálitið hjá honum. Öllu auðmýkri var Gummi Ben í KR útvarpinu eftir leik, en hann var þar í viðtali í stað Bjarna, sem klárlega hefur ekki þorað í viðtal, sá annars kokhrausti drengur, sem valdi vonlausan Hólmbert í stað Þorsteins og Gary Martin. Þetta er allt einn stór og sorgleg hörmungarsaga.
Stefán
24.júní 2016 kl.09:12
Ef að KR rekur ekki Bjarna núna þá fellur félagið úr Úrvalsdeild í haust.
Óhlutdrægur
24.júní 2016 kl.09:22
Já, allt hefur sín þolmörk. Fá einhvern öskurapa til að klára tímabilið, ráða svo Heimi Guðjóns þegar samningur hans rennur út hjá FH.
Damus7
Iceland Good luck!24.júní 2016 kl.10:03
root for your team - http://miggerrtis.livejournal.com/1083899.html
Connor
Heimi heim.24.júní 2016 kl.10:33
Sammála Damus7. Skil ekki afhverju við réðum ekki Heimi Guðjóns. þegar samningur hans rann út hjá FH. Skil ekki heldur ráðningu Bjarna á sínum tíma. Hvaða stórlið ræður byrjanda í þjálfarastöðu sína? Jú Bjarni stóð sig vel sem leikmaður hjá okkur en að stjórnarmönnum skuli detta þetta í hug er ofar mínum skilningi! Allar viðvörunarbjöllur fóru í gang við þessa ráðningu og nú bítum við úr nálinni með það. Nú verðum við hreinlega að ná í grjótharðann KR-ing sem við vitum að muni hrista vel upp í málum félagsins enda með röð af titlum á bakinu. Heimi heim um leið og fært er!
D. Löve
24.júní 2016 kl.10:39
Klukkan er orðin hálf ellefu og enn hefur ekkert heyrst í stjórn félagsins. Ég bara trúi því ekki að menn ætli ekki að gera neitt. Ef markmiðið er að komast áfram í evrópukeppninni þá þarf Bjarni að fara strax í dag. Það þarf að gefa nýjum þjálfara smá tíma til að undirbúa sig og liðið.
KRK
24.júní 2016 kl.10:43
KRK, þegar menn eru búnir að skíta upp á bak, þá þegja þeir.
Stefán
24.júní 2016 kl.11:05
Með góðum þjálfara er hægt að byggja upp gott lið og góðan liðsanda, saman ber Íslenska landsliðið. Við hefðum ekki náð svona lagt þar nema afþví að þar er liðsandinn í fyrirrúmi. Þegar þjálfarinn er búin að missa tökin á liðinu sínu gengur ekkert eins og raunin er núna hjá KR. Mér fannst þetta vera svolítð fyrirsjánlegt með Bjarna að hann myndi ekki ná þessum góða liðsanda og þess vegna á stjórnin að hafa vit á því að gera eitthvað í hlutunum áður en liðið hættir að vinna fyrir KR.
Stína stuð
24.júní 2016 kl.11:24
KR í hrikalegri fallbaráttu og mikil vandræði og aðstoðarþjálfari mun að leika sér í útlöndum, er þetta boðlegt ?
Kalli
24.júní 2016 kl.13:09
Já þetta er eiginlega ótrúlegt. Hlustaði á viðtalið við Gumma Ben í KR-útvarpinu í gær. Hann virkaði mjög þreyttur. Kæmi ekki á óvart ef hann myndi hreinlega hætta á næstu dögum. Þ.e. ef stjórnin ætlar ekki að bregðast við þessu með því að reka Bjarna & co. Sú ákvörðun að ráða Arnar Gunnlaugs er stórfurðuleg og lýsir örvæntingu. Enda hefur þessi ákvörðun engu skilað.
KRK
24.júní 2016 kl.13:18
Já, ég myndi t.d. treysta Bóasi og Friðgeiri til frekari afreka en Arnari.
Stefán
24.júní 2016 kl.13:41
Ég vil sjá Móða legend klára tímabilið. Hann nýtur virðingar eitthvað annað en sumir.
Helgi
24.júní 2016 kl.13:42
Ég vil sjá Móða legend klára tímabilið. Hann nýtur virðingar eitthvað annað en sumir.
Helgi
24.júní 2016 kl.16:34
Aumkunnarvert að sjá stuðningsmenn bregðast liðinu svona á ögurstundu. Það er auðvelt að styðja lið á sigurstundu en alvöru stuðningsmenn styðja liðið MEST Á ERFIÐUM TÍMUM EINS OG ÞESSUM. ÞESSI MÆTING Í GÆR VAR TIL SKAMMAR. Glory hunting viðrini. Fyrsta skipti á ævinni sem ég skammast mín
Simmi
24.júní 2016 kl.20:20
Bregðast liðinu á ögurstundu ?? ... það er ekki eins og þessi þvæla hafi byrjað í gær, liðið er búið að vera hörmung á að horfa í allt sumar fyrir utan nokkrar mínútur hér og þar ... aðalega þar. Það er engin gleði í gangi, það er engin barátta sem er að skila sér upp í stúkú - það er einfaldlega enginn metnaður í gangi. Það sést langar leiðir að menn eru ekki að gefa allt í þetta fyrir þjálfarann - eitthvað sem segir mér að hann sé fyrir löngu búinn missa klefann (ef hann hafði hann þá einhvern tímann) - Bjarni var lykilmaður þegar hann spilaði og var þá ómissandi partur af hóp, en sem stjóri þá einfaldlega er hann ekki að gera sig, því miður - er það ekki orðið fullreynt ? Ég fyrir mína parta er búinn að eyða of miklum tíma í að horfa á þetta lið valda mér vonbrigðum í sumar og mun ekki færa til verkefni til að komast á leiki fyrr en eitthvað breytist og maður fer að sjá úrslit, ég er búinn að mæta á vel flesta leiki meistaraflokks síðan vel fyrir aldamótin og man ekki eftir öðru eins andleysi og nú - amk í minningunni þá var ekki svona mikil deyfð yfir vonbrigðunum 2001
Óskar J Nafnleyndar
25.júní 2016 kl.01:15
Mán eftir fallbaráttu árum KR 1971-1981 Þä börðust leikmenn KR eins og ljón liðið var ekki gott en baráttan til staðar.Eins óvæntu árunum 2001 og 2007 eins sýndi félagið sinn styrk.Núna er allt annað į spilunum enginn liðsheild eða barátta eitthvað stórkostlegt að.Áfram KR.
Vesturbæingur
25.júní 2016 kl.16:50
Haldið þið virkilega að Heimir Guðjónsson fari úr þessari toppstöðu sem FH er í og þar sem framtíðin er það björt þar sem þeir eru aðeins einu skrefi frá riðlakeppni Evrópu til að fara í hundrað sinnum lélegri aðstöðu, vonlausa stjórnarmenn og andlausan leikmannahóp til þess eins að fara tíu ár aftur á bak en það sem hann væri hjá FH??? Við þurfum að vera raunsæir það er því miður ekki að fara gerast.
Þröstur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012