Svara þráð

Spjall

Fallbaráttan hafin15.júní 2016 kl.20:57
EM er að bjarga þessu fótboltasumri. Hélt að tapið gegn Selfossi hefði verið einstök óheppni en sé það núna að þetta lið er bara ekki betra. Fallbaráttan er hafin og við getum gleymt því að ná evrópusæti. Næsti leikur er við ÍA sem einnig er í fallbaráttu og spurning hvort við ættum ekki bara að liggja aftur og reyna að skora í skyndisóknum. Augljóst að þetta KR-liðið er bara ekki nógu sterkt til að vinna betri leið deildarinnar eins og Fjölni, ÍBV, Víking, Breiðablik og þið vitið þessi lið sem eru betri en við. Damus7 segðu okkur meira um ágæti Bjarna, hann er að standa sig svo vel.
aa
Nú er komið nóg15.júní 2016 kl.21:05
Kæri Bjarni vinsamlegast segðu af þér, þetta gengur ekki lengur.
Guðjón
15.júní 2016 kl.21:09
Er ég sá eini sem finnst það vera algjörlega fáránlegt að Gummi Ben sé úti í Frakklandi að lýsa einhverjum leikjum á meðan KR er á sama tíma að drullutapa fyrir Fjölni?
rez
15.júní 2016 kl.21:33
Nei nei þú ert ekkert einn um það. Hvernig dettur mönnum í hug að ráða aðstoðarþjálfara sem hefur meiri áhuga á að lýsa leikjum en að þjálfa KR. Fokk mér leist svo vel á Bjarna og vonað að sjálfsögðu að hann myndi gera góða hluti í sumar. Hann verður bara að fara eftir þennan leik.
Andri
15.júní 2016 kl.21:45
Gumma ben er sléttsama. Hugsar bsra um aurana sem hann fær og skilar engu. Öskrandi og æpandi með fimmaurabrandara í sjónvarpinu meðan KR sem hann á að þjálfa getur ekki neitt. Bara brandari
Kolli
15.júní 2016 kl.21:59
Eini maðurinn sem getur bjargað okkur frá falli er Óli Þórðar. Hann er ekki framtíðarlausn, en er sá eini getur tekið þessar prímadonnur í gegn. Þetta andleysi í liðinu er til skammar. Og þessar vangaveltur með að fá Rikka Daða eða eitthvað álíka er útí hött. Þurfum mann sem þorir og getur hýdd þessa leikmenn sem eru að spila langt undir getu.
Jonni
15.júní 2016 kl.22:02
Á ég að svara einhverjum fyrrverandi alkóhólista? Sparka Bjarna og vandamalið er leyst....dicks. Tek samt undir þetta með Judas, gott að við erum komnir með Gunnlaugsson.
Damus7
15.júní 2016 kl.22:09
Menn verða að taka stöðunna mjög alvarlega KR er í bullandi fallbaráttu.
Vesturbæingur
15.júní 2016 kl.23:00
Bjarni-GB-Bodker-Arnar, 7 í viðbót og við erum komnir með annað lið. Þetta er ansi dapurt.
West-Side
15.júní 2016 kl.23:32
Hvaða reynslu hefur Arnar Gunnlaugs sem þjálfari? Bara forvitinn. Annars sammála fyrsta ræðumanni. Þetta verður fallbarátta í sumar. Þannig er það nú bara. Sumarið kláraðist í maí. Greyið Arnar að koma inn í þennan pakka. Því miður verður Bjarni að fara og ekki seinna en í gær. Hann var flottur leikmaður en ræður ekki við þetta verkefni. Best ef hann myndi bara sjálfur segja af sér og sýna klúbbnum þannig smá virðingu.Stuðningsmenn sjá að þetta er búið. Vonandi að stjórn og þjálfarar fari að opna augun.
KRK
15.júní 2016 kl.23:34
p.s. Aldrei Óla Þórðar. Aldrei aldrei aldrei.
KRK
16.júní 2016 kl.00:05
En hvað með stjórn knattspyrnudeildar sem réðu Bjarna og gefa honum endalaus tækifæri. Þurfa þeir ekki að axla ábyrgð?
Melur
16.júní 2016 kl.00:10
Vandamálið er klárlega að eldri leikmenn liðsins hlusta bara ekki á Bjarna og var það áberandi í líkamstjáningu þeirra í kvöld gegn Fjölni. Einnig heyrði ég það að einhverjir af þeim væru að hugsa sinn gang í næsta félagskiptaglugga og það er til SKAMMAR að á erfiðustu tímum skuli eldri og reyndari menn firra sig ábyrgð og skella skuldina á Bjarna.
Finnbogi
16.júní 2016 kl.00:24
þetta er ekki flókið. Bjarni þarf að fara. Ef það er svona erfitt fyrir stjórnina að reka manninn þá getur hún kannski ráðið þjálfara til að þjálfa Bjarna.
KRK
16.júní 2016 kl.00:42
Erum við með verstu framherja í sögu KR? EKKERT MARK ÚR 8 LEIKJUM!!! Getum við ekki sett einhverja miðjumenn fram í staðinn fyrir Gög og Gokke?
Friðgeir
Heimi heim.16.júní 2016 kl.00:56
Já, svona fór þetta í kvöld.. og endurspeglar í rauninni hvernig KR-sumarið hefur verið hingað til. Mér þykir vænt um Bjarna, en ef KR er ekki í top 3 efstu, þá þarf bara að gera einhverjar róttækar breytingar. Það eru nokkrir hérna inni sem vilja nýja þjálfara eins og Óla Þórðar, Rikka Daða, Brynjar Björn og fleiri. En ég tók eftir einu nú í vikunni, einhvað sem mætti beina augum sínum að, jafnvel lítið ljós í myrkri ef KR-ingar vilja trúa því. Einn besti, ef ekki sá besti, þjálfari landsins verður samningslaus eftir þetta sumar; Heimir Guðjónsson. Eins og við vitum allir er Heimir KR-ingur, spilaði með KR í gamla daga og einnig í 40+ strákunum. Bjarni gerði 3ja ára samning árið 2014, en er ekki möguleiki að Heimir vilji enda í Skjólinu? Hvaða KR-ingur vill ekki þjálfa KR, og ekki er verra ef hann er einn besti þjálfari landsins.. Hvað segiði, er þetta möguleiki? Það er aldrei holt fyrir fótboltalið að reka þjálfara í miðju tímabili, og ávísun á fall í þessu tilviki. Er þetta raunhæfur möguleiki? Fá Heimi heim?
Starkaður Pétursson
16.júní 2016 kl.01:39
Möguleiki að fá Heimi heim? Örugglega en það leysir ekki þann vanda sem liðið er í núna. KR verður að skipta um þjálfara. Bjarni hefur misst virðingu sinna leikmanna og ljóst að þeir hlusta ekki á þjálfaran. Nú ef KR ætlar að næla sér í Heimi þá verður stjórn KR að sýna að hún hafi einhvern áhuga á að byggja upp æfingaaðstöðu og keppnisvöll. Af hverju ætti Heimir að hætta í klúbbi sem er í mikilli uppbyggingu og með topp aðstæður til að koma inn í félag sem flettir bara upp í sögubókunum og er hætt að þróast og þroskast?
aa
16.júní 2016 kl.08:07
Bjarni Guðjóns ætti auðvitað að vera flottur á því og segja af sér, því að sá á að vægja sem vitið hefur meira og Bjarni hefur klárlega meira vit í kollinum en sumir stjórnarmenn hjá knattspyrnudeild KR. Úrslitin í gærkvöldi komu manni ekki á óvart á nokkurn hátt. Hinsvegar var Bjarni aumari í viðtali í í KR útvarpinu eftir leik í gærkvöldi en fyrr, enda með allt gjörsamlega niður um sig. Fallbarátta blasir við bæði KR körlum og konum í knattspyrnudeildinni og þar á bæ verða bara allir að hisja upp um sig, þeir sem það geta. Hinir geta bara farið.
Stefán
16.júní 2016 kl.09:04
í útópískum heimi myndi BG segja af sér ef hann skynjar að leikmenn séu hættir að hlaupa fyrir hann og spara þannig KR mikla fjármuni. En enginn gerir slík. Heimir gæti viljað nýtt challenge og kannski er hann tilbúinn að taka þátt í uppbyggingu í vesturbænum en það er bjartsýni.
qwerty
16.júní 2016 kl.09:11
Eitthvað kostar það að hafa BG, GBen, Bodker og Arnar Gunnlaugs alla á launum við það að sinna þjálfun hjá félaginu.
KR-ingur
16.júní 2016 kl.09:43
Er ekkert bit í stráknum? Af hverju er félagið með svona marga þjálfara, hvaðan koma peningarnir? Er félagið svo ríkt að það hefur efni á að hafa þjálfara sem skilar ekki meiru til félagsins?
KR
16.júní 2016 kl.10:16
Hver er þessi Damus7? Er þetta Bjarni sjálfur? Nýr þjálfari er ekki að fara að gera KR að Íslandsmeistara í sumar en nýr þjálfari kemur með nýjar áherslur og hristir upp í leikmannahópnum aðeins. Það kemur nýr kraftur með nýjum manni og leikmenn þurfa að sanna sig fyrir nýjum þjálfara. Það hefur oft góð áhrif á lið og það er það sem KR þarf núna. Eina sem skiptir okkur máli er að fá mann sem lemur þetta lið saman, herðir vörn og miðju og blæs smá sjálfstrausti í sóknarmennina sem eru svo andlausir og þjakaðir af litlu sjálfstrausti að þeir geta ekki skorað einir á móti markmanni.
Andrés
16.júní 2016 kl.12:09
Hverjum er ekki drullu sama um hver ég er!!! Ég er búinn að segja að við erum með skelfilega sókn sem hægt er að laga með innkaupum og það hefur ekki breyst. Við verðum meistarar 2016 ef allt er gert rétt.
Damus7
16.júní 2016 kl.12:41
Við komumst yfir í gær en fáum síðan á okkur þrjú mörk. Vandamálið er ekki lengur bara sóknin.
ábs
16.júní 2016 kl.13:17
Heilt yfir allt KR liðið núna Damus 7 er einkennismerki Bjarna Guðjónssonar sem þjálfara, sem er andleysi og sofandaháttur og það sama á við um stjórn knattspyrnudeildar KR.
Stefán
16.júní 2016 kl.13:18
Það er gaman að sjá að það ríkir bjartsýni hjá einhverjum, hún er löngu farin hjá mér. Bjarni er að floppa all svakalega, aftur. Að hafa ráðið mann til KR með svona heifarlegt flopp á bakinu var aðvitað mjög undarleg ákvörðun. Þegar hann endurtekur leikinn og er á góðri leið með að ná sömu niðurstöðu hjá okkur og hann gerði með Fram, þá þarf að grípa í taumana. Það þarf að fara að skoða þessa stjórn eitthvað. Það er verið að reka félagið í tóma vitleysu. Aðstaðan að verða til skammar meðan önnur félög sýna blússandi framþróun. Þjálfari ráðinn sem hefur þjálfað í eitt tímabil með hörmulegum árangri. Áhuginn á félaginu fer hratt minnkandi, áhorfendatölur á hraðri niðurleið. Metnaðarleysið er algjört.
komdu í KR stuð
16.júní 2016 kl.13:38
Því miður sé ég ekki Heimi okkar Guðjóns koma heim þegar framtíðin virkar svona björt hjá FH, er logandi hræddur um að þeir séu að stefna inn í "Rosenborg"-tímabil einokunar þar sem þeir eru ekki langt frá því að komast í riðlakeppni Evrópu á meðan við dettum alltaf út í 2. umferð. Mín skoðun er sú að leyfa Bjarna að klára tímabilið og skoða stöðuna þá, persónulega vil ég helst fá Óskar Hrafn til að stjórna liðinu og Indriða sem hans aðstoðarmann tel að þeir myndu ná betur en t.d. Bjarni og Indriði. Nú sá ég ekki leikinn gegn Fjölni en menn tala um að lélega líkamstjáningu leikmanna, hvaða leikmenn voru sekir um það? Spyr sá sem ekki veit :(
Höskuldur
16.júní 2016 kl.13:49
Óskar Hrafn væri ágætis kostur í að klára tímabilið, en eftir þetta tímabil, þegar hægt er að velja af viti, þá myndi ég vilja sjá meiri metnað, nema Óskar Hrafn hafi brillerað. Heimir tekur ekki skref niður að óþörfu, FH er komið langt fram úr KR. Gústi Gylfa væri spennandi kostur - er að gera frábæra hluti í Grafarvoginum.
komdu í KR stuð
26.júlí 2016 kl.15:36
Og rúmum mánuðu eftir að ofanritað er sett hér inn erum við KR-ingar enn í bullandi fallbaráttu. Tímabilið alveg handónýtt.
Stefán
26.júlí 2016 kl.15:38
og það sem enn verra er að liðið okkar í dag er komið á síðasta söludag. Eintómir danir og verðlausir Íslendingar. Ungu strákarnir okkar fá svo engar mínútur.
KR
26.júlí 2016 kl.18:20
Þetta verður fallbarátta fram á síðasta dag , og fall er alveg mögulegt sama hvað hver segir. Ég tel að við þyrftum að fá mann í glugganum til þess að gera þetta beittara fram á við.Næsti leikur við Þrótt er lykilleikur, því ef hann tapast er vandséð hvernig við björgum okkur.
Francis

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012