Svara þráð

Spjall

Framhaldið18.agúst 2015 kl.00:39
Bara eitt orð um bikarleikinn. Okkar menn mættu bara alls ekki tilbúnir til leiks. Það er erfitt að segja það en valsmenn áttu bara sigurinn skilið. Því miður. Þeir voru einfaldlega betri. Hafði ekkert með þessa umræðu um Emil eða eitthvað álíka að gera. Það skipti engu máli. Okkar menn voru bara ekki á staðnum og voru þannig séð aldrei líklegir. En varðandi framhaldið í sumar. Fyrirfram var ég ekki með miklar væntingar. Það var bara einhver doði núna í vor. Kannski menn séu saddir eftir árangur síðustu ára. Tvöfalt árið 2011. Bikar 2012. Íslandsmeistarar 2013 og svo bikar 2014. Mætingin í sumar er ekki nógu góð (svona miðað við KR). Stemningin hefur heldur ekki verið nægilega góð. Ofán bætast þessi leiðindi innan liðsins með Þorstein og Gary. Þjálfarar hafa ekki verið nógu duglegir að kveða þetta niður og þannig hefur þetta bara magnast. Svona smitar út frá sér jafnvel þó menn vilji ekki horfast í augu við það. Núna verður liðið bara að setja markmiðið á evrópusæti. Miða við frammistöðuna gegn val og fjölnir verður að teljast frekar ólíklegt að við séum að fara keppa um titilinn. Strákarnir hafa alla burði til þess að fara alla leið en þeir verða að sýna meira stabilítet til þess og því miður hafa þeir ekki sýnt það. Svigrúm til mistaka er nánast ekkert enda blikar bara einu stigi á eftir okkur og miðað við markatölu þá er ljóst að við erum fjórum stigum á eftir fh en ekki bara þremur (að því gefnu að við vinnum eyjamenn sem er alls ekki gefið). Í mínum huga er það skilyrði fyrir áframhaldandi veru Bjarna og Gumma að liðið nái amk þriðja sæti í lok sumars. Annað er ekki boðlegt. Ef þetta jójó heldur áfram á næsta keppnistímabili þá er ljóst að við þurfum nýja menn til að stjórna skútunni. Næstu leikir eru því ansi mikilvægir upp á framhaldið. Stuðningsmenn þurfa því að fjölmenna og muna að "mótlæti er til að sigrast á".
KK
18.agúst 2015 kl.08:11
Fyrirfram hefði ég talið 3 sætið ásættanlegan árangur. Bjarni er jú óreyndur þjálfari, og útlendingar eru jú alltaf happadrætti.Nú sé ég ekki betur en FH og UBK séu að styrkjast á lokasprettinum,en KR að dala. Leikurinn við ÍBV er mjög mikilvægur upp á framhaldið, því töpuð stig þar gætu kostað okkur Evrópusæti.Held að Bjarni þurfi að breyta liðinu fyrir lokasprettinn, því KR er orðið of auðlesið.
Klaus
18.agúst 2015 kl.11:38
Engin ástæða til að gefa Íslandsmeistaratitilinn upp á bátinn þrátt fyrir áfallið á Laugardaginn. Vissulega þarf KR-liðið að sýna meiri stöðugleika það sem eftir lifir móts en sjálfur hef ég fulla trú á að liðið geti gert það. Til þess þurfa menn að nota vonbrigðin úr bikarúrslitaleiknum til þess að færa ákafann upp um gír í Íslandsmótnu. Við höfum fordæmi fyrir því úr körfunni í vetur...
Stórveldið
18.agúst 2015 kl.14:05
það er eins og jafnvægið hafi farið úr hópnum eftir að Hólmbert kom. Fyrir gluggann var allstaðar talað um hvað andinn væri góður og þéttur í hópnum. Einnig sá maður það vel á vellinum, virtist vera eining. Eftir að Hólmbert datt inn er eins og liðsandinn hafi fokið út um gluggann, þjálfararnir ekki náð að halda utan um málin sem skilar sér í óánægju í gegnum félagið sem toppaði með þessum hörmungarleik í Laugardalnum. Stóð ekki steinn yfir steini, andleysi og algert ráðaleysi allra sem voru inni á vellinum sem og á bekknum. Stúkan var jafnvel út á túni þar sem miðjan var uppi í rjáfri og stemningin var zero. Ætla ekki að kenna Hólmberti um þetta downhill enda toppmaður og góður fótboltamaður, frekar er það þjálfarana að stilla upp réttu liði hverju sinni. T.d í bikarleiknum til hvers að setja Gary John inn fyrir Hólmbert og halda áfram með sama kerfi?? Henda GJM inn við hlið Hólmberts og fara í 442 og pressa andstæðinginn niður. Síðustu leikir eftir FH leikinn hafa verið andlausir en menn hafa tækifæri til að stíga upp og hala inn stig. Við erum með þannig lið að við eigum að vera mun dóminerandi í leikjum eins og við vorum frábærir á tímabili í sumar. Keyrum þetta í gang - ÁFRAM KR!
KRabman
18.agúst 2015 kl.16:22
Við eigum alls ekki að gefast upp í baráttunni um Ísl.meistaratitilinn. Liðið hefur alla burði til vinna mótið. Vantar bara smá stöðugleika. Við erum núna með þrjá öfluga sóknarmenn sem allir vilja vera í byrjunarliði. Þannig hefur þetta reyndar verið undanfarin ár. Þess vegna skilur maður ekki þennan móral og þessar yfirlýsingar um möguleg félagaskipti. Það er ekkert nýtt að menn þurfi að berjast fyrir sæti sínu í KR. Miðjan er einnig öflug og það sama gildir um vörnina. Liði hefur ekki fengið á sig mörg mörk sé horft til annarra liða í deildinni. Í stuttu máli þá er allt til staðar og því reynir á þjálfara að skapa nauðsynlega umgjörð til að klára dæmið. Áfram KR!!!
KK

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012