Svara þráð

Spjall

Niðurgangur15.agúst 2015 kl.22:24
Hvað er hægt að segja?
Hebbi
15.agúst 2015 kl.23:01
Liðið sem er ofar í deildinni, hefur unnið Bikarinn oftast, deildina oftast og liggur ekki á skettgreiðendum eins og afæta er augljóslega betra.
Andri
16.agúst 2015 kl.00:26
Vona að menn taki þetta ekki mjög illa en ég varð fyrir smá vonbrigðum með Miðjuna og um leið aðra stuðningsmenn í dag. Fannst soldið vanta að lesa stemminguna í leiknum, fór mikill tími að syngja um valsarana og dómarana en ég hefði viljað meiri stemmingslög um KR. Tókum held ég bara einu sinnu "ég hata fram, klapp klapp, ég hata val, klapp klapp... osfrv. - eitthvað sem getur rifið upp stemminguna hjá öllum í stúkunni. Svo var mikið um lög sem einungis Miðjan "fattar" eða tengir við. Að þessu sögðu þá var hinn almenni stuðningsmaður ekki einu sinna að taka mikið undir í venjulegu "KR klapp klapp klapp" þannig að þetta var kannski bara dauðadæmt frá byrjun. Plís ekki fara í of mikla vörn við þetta, mér finnst þið rokka en þið/við getum miklu mun meira.
Phil
Helvíti !16.agúst 2015 kl.08:28
Helvítis drasl, ég er blálaður !Mér leið ábilibilábiliba fyrir leik en eftir leik alveg faaarinnTapa fyrir val, fyrir fkn Vatnaskógi !Bölvaða helvíti, Bóas er brjálaður !Rauða ljónið í kvöld, detta í drykk, gremmör tréspíri í sódavatn, minn langir bara ábilibilábiliba
Bóas
16.agúst 2015 kl.09:15
Endlaust blaður um skemmtiatriði stuðningsmanna í stúku. Vandamálið í dag voru ekki stuðningsmenn KR. Vandamálið var að Gummi og Bjarni eru eins og smábörn við hlið Óla. Þessir menn eru ekki nógu klókir og vð vinnum ekkert með þá sem þjálfara. Löngu reynt of fullsannað. Til hamingju Valur, verðskuldaður sigur, alvöru lið.
kringur
16.agúst 2015 kl.13:28
Èg er sammála þér "kringur" stuðningurinn var flottur og Miðjan var mjög skemmtileg á leiknum, en það var Óli Jó sem vann þennan bikar fyrir Val, Bjarni og Gummi einfaldlega ekki nógu reyndir þjálfarar sem er alveg skiljanlegt enda fyrsta tímabilið þeirra að þjálfa ekta Stórveldi. Það kemur önnur bikarkeppni á eftir þessari sem KR munu vinna en núnu þurfum við öll að einbeita okkur að deildinni. KR eru í góðum séns á að vinna deildina, við stuðningsmenn þurfum að reyna að halda þessari stemmningu á næsta leik og mæta vel á völlinn! Nú eru allir leikir úrslitaleikir um stærsta og mikilvægasta bikarinn sem við KR ingar ætlum að sjálfsögðu að vinna. Ég hef fulla trú á að KR geti klárað restina af leikjunum og að FH muni klúðra A.M.K einum leik! Komasvo vesturbæingar styðjum okkar lið út tímabilið og tökum 27 titilinn heim! ÁFRAM KR!!!
KR eru beztir!!
16.agúst 2015 kl.13:57
Sammála, það var fyrst og fremst gamli refurinn Óli Jó sem vann þennan leik með klókindum. Hann var búinn að kynna sér kr-liðið fyrirfram og vissi nákvæmlega hvaða taktík virkar gegn því.
Ragnar
16.agúst 2015 kl.15:02
Ef Óli getur klekkt tvisvar í röð á KR, án þess að þjálfaralið KR átti sig.Halda menn þá virkilega að KR vinni alla þá leiki sem eftir eru?Það verður enginn titill í ár, meira að segja Evrópusæti gæti runnið okkur úr greipum.Það er gott og blessað að vera bjartsýnn, en það þarf líka að vera raunsær.
Klaus
16.agúst 2015 kl.16:40
Vantaði allt í leik okkar manna hef ekki upplifað slakari leik hjá KR síðan 2007.Óli var víðsvegar búinn að kynna sér KR-liðið fyrirfram veikleika og styrkleika.Voru þjálfarar KR búnir að gera það sama sambandi við leik Vals?
Vesturbæingur
16.agúst 2015 kl.18:53
Þessi notkun á „víðs vegar“ hlýtur að vera fyndnasta misskilda orðtakið sem ég hef séð í langan tíma.
Gústi
16.agúst 2015 kl.18:53
KR hefur verið í vandræðum með lið sem liggja aftur og sækja hratt. Sérstaklega ef þessi sömu lið spila harðan fótbolta. Liðið ógnaði nærri því aldrei marki Vals í gær. Bjarni og Gummi verða að finna lausn við þessu. Persónulega hefði ég viljað sjá Gary byrja og Hólmar honum við hlið. Spila klassískan 4-4-2 með möguleika á að auka pressuna með Juventus stílnum 3-5-2. Þá var KR-liðinu ekki að takast að halda boltanum innan sinna raða vegna pressu frá Val. Þar af leiðandi féll boltinn of oft til Stefáns Loga sem sparkaði fram. Hólmar er sterkur í loftinu og góður að vinna bolta. Gary er snöggur, öruggur með boltan og fyrst og fremst hraður leikmaður. Þeir tveir frami hefði verið mjög beitt. Þá skil ég ekki þá hugsun að hafa Jónas Guðna inn á í allan leikinn. Hann er frábær fótboltamaður sem er duglegur að berjast í öllum leikjum en á móti liðið sem bakkar eins og Valur þurfum við að hafa meira spilandi menn á miðjunni. Miðjan þarf að vera hreyfanleg og vel spilandi á sama tíma og kantarnir ógna í sífeldu. Þannig hefur maður sé bestu lið heims splundra upp liðum sem liggja eins og Valur. Tek það þó fram að ég er enginn séfræðingur. Bara að benda það sem mér finnst að mætti gera.
Andrés
16.agúst 2015 kl.19:56
Valur var búið að vinna þennan leik áður en hann hófst. Óli Jó setti upp leiksýningu í fjölmiðlum sem verður lengi í minnum höfð. Bjarni Guðjóns var eins og leikmunur í þessu verki, fastur í því að svara spurningum um Gary Martin og kommentandi á hvort meiddir Valsmenn myndu spila. Það hefði þurft að vera búið að leysa Gary Martin málið löngu fyrr í stað þess að hafa það hangandi yfir liðinu og þjálfaranum. Svo kom Emil Atla dæmið upp og menn hér á spjallinu eins og Damus-7 voru að fara úr límingunum úr því og Bjarni Guðjóns einnig. Á meðan var Óli búinn að kortleggja KR-liðið og vann fyrst og fremst taktískan sigur.
Nonni
16.agúst 2015 kl.20:30
Held þetta sé rétt hjá Andrési, Hólmbert getur ekki spilað einn frammi með Schopp, Almari og Óskari. Frekar Óskar og Schoop á köntunum, Martin hreyfanlegan frammi. Gætum í vandræðum á miðri miðjunni en höfum framherja og miðverði til þess að bæta það upp.
kringur
16.agúst 2015 kl.23:00
Ég vil nú ekki valda neinum usla eða leiðindum hérna með kommentum mínum. Vildi bara benda á mína skoðun á uppstillingunni. Eflaust vita Bjarni og Gummi meira um þetta en ég og þekkja sína leikmenn betur. Samt hefur þessa tilfinningu að Hólmar og Gary eigi að spila saman á kantinum og það meigi gefa Jónasi smá hvíld á móti liðum eins og val. Núna vinnum við bara rest og klárum Íslandsmótið með stæl.
Andrés
16.agúst 2015 kl.23:38
Andrés, vildi bara benda þér á að Jónas Guðni er búinn að byrja í öllum leikjum KR í sumar nema leiknum á móti FH [1-3] í 1. Umferð ÍA [1-1] og á móti fjölni [2-1], allt verstu leikir KR í sumar. Ég held að Jónas sé algjör lykilleikmaður ekki bara knattspyrnulega séð heldur andlega líka. Hann er maðurinn sem stjórnar hringnum fyrir leik og fagninu eftir leik. Hann er vissulega orðinn eldri og kannski ekki í jafn góðu formi eins og hann var í, hann á líka í smá meiðslavandræðum að stríða og getur þessvegna ekki byrjað hvern einasta leik en ef hann gæti það (spilað hverja einustu mínútu eins og Pálmi) væri hann maðurinn með fyrirliðabandið. En sammála þér vinnum rest! ÁFRAM KR!!!
KR eru beztir!!
17.agúst 2015 kl.00:18
Nonni, ég held að allt sem þú skrifaðir sé rangt. Vandamálið er að við erum að spila of þröngt og því fáum við ekki þau auðu svæði til að hlaupa í. Verðum að fara nýta breiddina betur og fara æfa fyrirgjafir. þetta er búið að vera vandamál á þessu tímabili og þá sérstaklega eftir að Hólmbert mætti. Svo hjálpar það ekki sóknarleiknum að hafa 4 miðverði í byrjunarliðinu.
Damus7
17.agúst 2015 kl.09:58
Hvern vilja menn sjá í staðinn fyrir Bjarna og Gumma? Netmiðlar og sérfræðingar gera ekki annað en að drulla yfir þá tvo. Þeir fóru með liðið í bikarúrslit, eru í harðri baráttu í að vinna deildina. Hvernig gengur hjá ríkjandi íslandsmeisturum? Þeir eru sennilega með sterkara lið en í fyrra. Allir að lofasama Arnar hjá Breiðablik, ekki komust þeir í bikarúrslit. Heimir ekki búinn að vinna bikar með FH síðan 2012. Ég styð Bjarna og Gumma og vill gefa þeim sjens. Skulum heldur ekki gleyma því að Valur er með hörkugott lið, en vissulega var KR sorglega lélegt í þessum leik. Við unnum Þór í bikarúrslitum mjög óverðskuldað og vorum slakir þá líka, en núna féll þetta ekki okkar megin. Áfram KR
Jonni
17.agúst 2015 kl.10:23
Takk fyrir að segja það sem ég hugsaði, Jonni. Og það má vel vera að Óli Jó hafi outsmartað BG í þessum leik og í deildinni fyrr í sumar en hann er nú samt sex stigum á eftir BG í deildinni.
h
17.agúst 2015 kl.10:33
Ég er sammála ykkur báðum, félaga mínum Andrési og KR eru beztir!!. Jónas Guðni er frábær leikmaður, sem hefur verið okkur KR-ingum drjúgur. Hins vegar er ég sammála Andrési hvað varðar leikstíl JG. Hann er harður, lætur finna fyrir sér og duglegur en vantar að hægt sé að spila boltanum hraðar í kringum hann. Mér finnst KR-liðið of oft detta í það að gefa boltan til baka og ætla að byggja upp sókn hægt og rólega. Það koma stundum færi til að sækja hratt og þá klikkum við. Í stað þess að keyra á andstæðinginn og nota hraða leikmenn eins og Gary eða sterk og tekniska menn eins og Hólmar erum við að gefa boltan til baka, hægja á leiknum og gefa andstæðingnum færi á að stilla upp í vörn.
Andri
20.agúst 2015 kl.12:48
Tek undir orð Jonna, þó Óli Jó hafi vissulega unnið sína heimavinnu vel. Að mínu mati er oft best að reyna að fella þessi lið á eigin bragði. Þ.e. bíða bara eftir þeim og láta þá koma á okkur. Þá fara þeir aðeins ofar á völlinn og þá er hægt keyra hratt á þá. En það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á.
Stebbi

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012