Svara þráð

Spjall

bikarúrslitaleikur - stemmning10.agúst 2015 kl.09:54
Á laugardaginn kemur er stærsti leikur ársins hjá okkur KR-ingum. Bikarúrslit gegn vali. Megum ekki láta stemmningsleysi undanfarinn ára skemma upplifunina af leiknum. Sáum bara hvernig skipulagsleysið fór með bikarúrslitin í körfunni og þá var stemmningin í fyrra alveg glötuð. Það þarf að taka frá pláss fyrir stuðningsmenn (ekki áhorfendur), mæta með fána, jafnvel trommu (stúkan er svo stór), alvöru upphitun á Ljóninu. Spurning jafnvel um að smala yngri flokkum í stuðningshópinn. Svo þarf náttúrulega að kaupa fullt af blysum í stúkuna. Endilega komið með hugmyndir.
KRingurinn
10.agúst 2015 kl.11:18
Þegar ég tala um stemmningsleysi undanfarinn ára þá er ég að sjálfsögðu að tala um dapra stemmningu á bikarúrslitaleikjunum. Hefur allta verið í rétta átt á þessu sísoni.
KRingurinn
10.agúst 2015 kl.11:22
Það voru aðeins tíu í Miðjunni í bikarúrslitaleiknum í fyrra og því var sú stemning bara staðbundin á vissu svæði í stúkunni. Nú ættu að gera orðið um 30 í Miðjunni og miklu fleiri taka líka undir. Spurning er hvort færa eigi Miðjuna neðst niður í stúkunni á bikarúrslitaleik. Það þýðir að fólk verður að standa þar í kring. Það er mjög erfitt að hafa stuðningssveit efst í stúkunni á Laugardalsvellinum þó að það sé fínt á KR-vellinum.
ábs
10.agúst 2015 kl.22:15
Verðum aldrei neðst, við stöndum. Ég kalla aftur eftir að 3 flokkur KR leiði stemmninguna eins og þeir gerðu fyrr í sumar.
Damus7
11.agúst 2015 kl.10:23
Sennilega yrði best að standa fyrir ofan fjórða inngang frá vinstri á þessari mynd: https://www.google.com/search?q=laugardalsv%C3%B6llur&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ved=0CAgQ_AUoAmoVChMIveXayeegxwIVAvRyCh3aewA-&biw=1600&bih=747#imgrc=NtswCj04v1OFuM%3A Þá erum við í raun fyrir miðju í hópi stuðningsmanna. Erum ofarlega og skyggjum ekki á marga.
KRingurinn
11.agúst 2015 kl.12:04
Það var enginn að tala um að sitja - spurningin er HVAR menn vilja standa. Augljóst að staðsetningin í fyrra var slæm.
ábs
11.agúst 2015 kl.12:56
Sammála því að staðsetningin í fyrra var óheppileg. Laugardsvöllurinn hentar illa fyrir stuðningshóp uppi í rjáfri á stúkunni. Frekar einmitt að vera í miðjum stuðnigshópi KR-inga en þá þarf líklega að taka frá sæti. Hvað svo með að vera með einhverja nýbreytni, til dæmis mósaíkmynd, eða nýjan risafána eða eitthvað?
Stórveldið
11.agúst 2015 kl.13:19
Held að tillaga KRingsins um staðsetningu sé alveg tilvalin.
Stebbi
11.agúst 2015 kl.13:23
Þarf þetta ekki að vera svona 30 + manna hópur sem stendur og syngur? Við erum að tala um einn versta völl landsins upp á stemmingu að gera. Hvernig væri að hittast í vikunni og fá einhverja af þessum frábæru ungliðum til að mæta og hita upp með nokkrum lögum? Eða eitthvað.
Andrés
11.agúst 2015 kl.16:36
Menn standa ekki fyrir framan sitjandi fólk . Slíkt er argasti dónaskapur. Að vera fyrir ofan smitar svo niður og því meiri líkur á að menn taki undir en það smitast minna upp. Vandamálið í fyrra var hversu fámennur hópurinn var og það getur vel komið upp aftur. Vona ég að menn mæti betur í ár.
Damus7
11.agúst 2015 kl.18:49
Ég held að þetta sé ekki rétt hjá Damusi. Ég held að það smitist miklu frekar upp en niður. Stúkan snýr baki í þá sem standa efst. Þetta er augljóst á heimaleikjum þar sem Bóas stendur fremst og gerir meira í að drífa stúkuna með sér en allur hópurinn sem stendur efst.
KRKR
11.agúst 2015 kl.19:33
Vandamálið við að standa neðarlega er það að þeir sem sitja fyrir aftan eru oftar en ekki að skipa þeim sem standa að sitja! En að sjálfsögðu þarf að gera eitthvað til að byggja upp stemningu á þessum leik og reyna að fá hina sem sitja til að taka þátt í stað þess að sitja og rífast í þeim sem eru að reyna!!
J-BIrd
12.agúst 2015 kl.00:42
Þá erum við bara ósammála mér, KRKR. Þú ert aldrei að fara sjá okkur snúa upp í stúku svo að hinn almenni KR-ingur taki undir líkt og meistari Bóas gerir. Við verðum uppi, end of story. Það sem við eigum að vera einblína á er að fá fleiri til að vera með í stemningunni. Skiptir engu máli hvar við verðum ef þetta verður fámennur hópur. Vill ég helst endurtaka stemninguna frá bikarúrslitum 2008 þar sem við vorum að sjálfsögðu efst uppi og með klikkuð læti.
Damus7
12.agúst 2015 kl.09:17
Það er náttúrulega galið að standa neðst niðri og byrgja sýn hjá krökkum og öðrum sem standa ekki allann leikinn og geta það jafnvel ekki.
Tommi
12.agúst 2015 kl.16:33
Eina sem skiptir máli er að fá menn til að mæta og taka þátt. Af einhverjum ástæðum fékk einhver yfirburða skertur einstaklingur að hanna þennan völl og það er nærri því ómögulegt að búa til stemmingu á honum nema fylla völlinn. Held að ekkert íslenskt lið hafi fyllt völlinn síðan KR og ÍA kepptu um bikarinn árið 1999.
Andri
Sammála 12.agúst 2015 kl.19:14
Ég er 100% sammála við þurfum stemmningu! Hvernig er hægt að gera stemmningu? Td. Er hægt að redda fánum og miðjan getur mætt með stóra KR dúkinn en mikilvægast af öllu er bara að fólk mæti og syngji með! Mér lýst mjög vel á að einhver hafi samband við 3. flokks strákanna því það margfaldar stemmninguna. Um að gera líka að mæta á ljónið fyrir leik, fá andlits málingu og hota sig vel upp! Áfram KR!! Bikarinn heim!
KRingur
12.agúst 2015 kl.19:37
Það er til nóg af fánum núna. Það þarf bara að muna að skila þeim aftur. Ég verð ekki á leiknum, er erlendis. Ef fánunum er ekki skilað aftur lendum við aftur í fánavandræðum.
ábs
12.agúst 2015 kl.19:44
Er búinn að tala við einn af þriðja flokks strákunum. Veit ekki betur en þeir mæti og verði vel gíraðir. Þeir eru dálítið viðvkæmir fyrir því að ekki sé tekið undir með þeim. Það þarf hver og einn í stúkunni að hafa það bak við eyrað að taka undir þegar Miðjan syngur og það gildir líka um alla sem eru í Miðjunni hverju sinni. Stundum er bara ekki góð stemning og fólk ekki gírað. En fólk hlýtur að verða í stuði á bikarúrslitaleiknum.
ábs
13.agúst 2015 kl.11:54
Það er stemning í þessu. Djöfulli þurfum við að kvitta fyrir þennan bikarúrslitaleik 1990. Móða á Bessastaði 2016. https://www.youtube.com/watch?v=V9gEIbK6aeI
Stórveldið
13.agúst 2015 kl.12:48
Er ekki hugmynd að leigja svona London Bus og keyra á honum í laugardalinn eins og var gert hérna um árið? https://youtu.be/wVmJHAorOsc Og svo er ég næstum viss um að Valsmenn mæti með trommur og það hlýtur einhver í Vesturbænum að eiga trommu sem hægt er að nota. Erfitt að nota bara röddina á stórum velli eins og í laugardalnum. Ég veit líka ekki hvort einhver sem vinnur í KR eða Alvogen lesi þetta en það væri geggjað ef þeir gætu splæst í svona pappírsspjöld sem hægt er að brjóta saman og gera klappara úr eins og er gert á landsleikjum. Frábær hugmynd líka að vera með stóra KR Dúkinn sem miðjan á! ÁFRAM KR!
KR eru beztir!!
13.agúst 2015 kl.15:09
Hef fulla trú á að það verði miklu betri stemning á þessum leik en úrslitleiknum í fyrra. Við erum að mæta erkifjendunum í Val sem meðal annars stálu frá okkur titlinum 1990 með fáránlegri heppni. Í fyrra vorum við að spila við Keflvíkinga sem hafa aldrei gert okkur neitt nema skaffa okkur góða leikmenn. Stuðningsmenn Vals eru að jafnaði fáir og lélegir þó að eflaust reyni þeir að sýna sparihliðarnar í þessum leik. En ef stuðningsmenn KR leggja sig fram eru allir möguleikar á að eiga stúkuna að þessu sinni.
ábs
13.agúst 2015 kl.18:58
Er ekki frekar fatalt af fyrirliðanum að snerta bikarinn, hvað þá að prófa að halda á honum? http://www.fotbolti.net/news/13-08-2015/palmi-rafn-er-med-vana-menn-i-kringum-mig
Gústi
13.agúst 2015 kl.19:30
Hefði nú haldið að það væri nákvæmlega öfugt. Þeir sem lyfta honum eiga það til að lyfta honum aftur og aftur.
Damus7
kr13.agúst 2015 kl.20:30
Það eru mikil forrétindi að vera KRingur titla baraátta ár eftir ár ,
joi
Staðsetning14.agúst 2015 kl.13:25
Lykilatriði á morgun er að Miðjan hrífi aðra stuðningsmenn með sér í söng og gleði, það eru minni líkur á því að það takist ef þeir eru staðsettir efst í stúkunni. Komið ykkur fyrir frekar neðarlega, trallið allan tímann og þá taka aðrir undir. Ég mun að minnsta kosti gera það. Áfram KR!
KR-ingur
14.agúst 2015 kl.13:31
Þetta er því miður bara útrætt mál. Nennum ekki að standa í stappi við þá sem sitja.
Damus7
Bikarúrslitaleikur- Stemmning15.agúst 2015 kl.00:27
Allir og Öll sem eitt þetta verður okkar dagur Àframm KR
JÓN Elimar Gunnarsson ( ELLI)
15.agúst 2015 kl.11:56
Verð að segja að ég er dálítið smeykur við leikinn í dag. Ástæðan er tvöföld. Annars vegar hefur umræðan verið KR í hag, talað um að við höfum betra lið og betri menn í flestum stöðum osfrv. Þjálfari valsmanna hefur auk þess verið duglegur að tala sitt lið niður og koma athyglinni á annað, eins og Emils-málið. Síðan hafa meiðsli valsara líka spilað inní. Allt þetta ýtir undir líkur á VANMATI af okkar hálfu, og þá er voðinn vís enda munu valsmenn koma brjálaðir í þennan leik. Hins vegar er skortur á ákveðni/grimmd/greddu, sem mér finnst hafa aðeins vantað hjá okkur. Mitt mat er að þótt við séum með betra lið þá verðum við að passa okkur að vanmeta ekki valsara og koma ákveðnir til leiks. Það lið sem vill bikarinn meira vinnur hann, það er svo einfalt.
Tommi
15.agúst 2015 kl.12:31
Eftir leikinn fyrr í sumar hljóta leikmenn KR að átta sig á því að menn verða að taka þátt 100% þátt í baráttunni í þessum leik. Hef enga trú á öðru en að KR-ingar mæti klárir til leiks og þá vinnum við enda betra lið. Allir sem einn!
Stórveldið
15.agúst 2015 kl.14:29
Menn leggja sig 100% í þennan leik þarf ekki að spyrja. þessi umræða um Emil ofl er smjörklípa kokkað upp af Óla Jó fékk hann góð ráð hjá vini sínum.
Vesturbæingur
15.agúst 2015 kl.19:57
Valur - KR 5-0 HVORT LIÐIÐ ER BETRA?
Balli

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012