Svara þráð

Spjall

Pepp30.apríl 2015 kl.12:06
Ætlar stórn KR ekkert að reyna að peppa upp vesturbæinn fyrir fyrsta leik. Og já það er þeirra að sjá um það ! Smá pirraður
Mozki
30.apríl 2015 kl.15:43
Ég er alveg sammála því Mozki að það þarf meira pepp fyrir leiki og það hefur vantað eitthvað í umgjörðina síðustu tvö ár eða svo - Áfram KR !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Stefán
30.apríl 2015 kl.16:04
Stærsta vandamálið finnst mér vera áhorfendur sjálfir, bæði á körfubolta- og fótboltaleikjum. Þeir eru afar daufir, bæði á vel sóttum og illa sóttum leikjum. Það er vinsælt að kenna stjórn knattspyrnudeildar KR um allt en mér finnst að fólk ætti að líta í eigin barm - byrja á því að klæða sig í KR-treyjurna, mæta líka á leikina við litlu liðin og nota raddböndin!
ábs
30.apríl 2015 kl.16:46
Stjórn KR er með peningavaldið og það kostar pening að auglýsa og kynna. Það er ekki hægt að fá allt ókeypis. Veltiri þessi deild ekki tugum milljóna á ári ?
Mozki
30.apríl 2015 kl.20:06
Hér er ansi margt sem helst í hendur. Til að byrja með hefur Miðjan verðið aðal stuðningsmannahópur KR, þ.e. hvað varðar að syngja og tralla á leikjum. Þar hefur ekki orðið nýliðun í mörg ár. (Ekki að kenna neinum um það) Í annan stað hefur KR unnið marga titla á undanförnum árum og eflaust gerir það að verkum að það er ekki sama hungur í stuðningsmönnum. Í þriðja lagi mætti vera markvissari vinna við að búa til og skapa stemmingu á leikjum. Heimaleikur á að vera meira en bara fótbolti. Ég bjó um tíma í USA og það má læra margt af þeim. Leikir þar, hvort sem það er í körfunni, hafnabolta(kíló) eða ruðning er viðburður. Tónlistin á vellinum er til að skapa stemmingu, kynnir er til að skapa stemmingu og það er gaman að mæta á völlinn.
Andri
Óskar Örn !!!1.maí 2015 kl.01:55
Hér eru allavega einhver lög til að minna ykkur á þá stemmningu sem hægt er að hafa ef menn hafa áhuga á því. Það vantar hinsvegar bara fólkið til að búa það til. Endilega látið sjá ykkur á mánudaginn og verið með í stemmningunni. https://youtu.be/ahl7lnWBzYg?list=PLabRwOWeA8kRnEgDDW3tViaDfAJUMyh0X
Damus7
1.maí 2015 kl.09:57
Þess má geta að sönghefti með lögunum verður til inni í KR-heimili í stóru upplagi, endilega takið eintak.
ábs
1.maí 2015 kl.15:22
Sjálfsögðu á KR að auglýsa í Vesturbænum til að fá upp stemmningu. Ungir Vesturbæingar sem hafa áhuga á fótbolta virðast hanga í playstation í stað þess að fara á völlinn og það er stærsta vandamál Miðjunnar. Þ.e.a.s að þeir sem eru 16-26 eru einfaldlega of fáir. Þessa aðila þarf að kalla út. 2007 var mikil vakning í Vesturbænum en sá árgangur er orðinn gamall og hafa ekki lengur úthald né greddu til að halda uppi stemmningu. Mjög eðlilegt að fólk eldist og verða boring með aldrinum. Það er bara gangur lífsins. Ég bíð spenntur eftir næstu sprengju ungmenna sem kemur með þeim tilgangi að rífa upp stemmninguna. Það er það sem vantar og verið er að kalla eftir.
Damus7
stuðningur2.maí 2015 kl.11:10
Auðvitað er alltaf hægt að gera betur en ef menn hafa opnað vefmiðla, horft á íþróttafréttir eða opnað dagblöð undanfarnar vikur þá hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að Pepsí deildin er að byrja á morgun. Það eru samstarfsaðilar sem sjá um auglýsingar mótsins fyrir liðin. KR er síðan með lókal auglýsingar á skiltum og plakötum í hverfinu. Leikurinn á mánudaginn á ekki að fara fram hjá neinum sem hefur ekki hefur dvalið utan þjónustusvæðis síðasta mánuðinn. Sjáumst á vellinum!
Dengsi
2.maí 2015 kl.13:23
Tek undir með Dengsa og endurtek hvatningu til fólks um að efla stuðninginn í stúkunni. Það er þar sem helst þarf að bæta úr finnst mér. Stjórnin skaffar í það minnsta flotta leikmenn og þjálfara, okkar er að styðja þá.
ábs

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012