Svara þráð

Spjall

Alvogen völlurinn24.apríl 2015 kl.12:29
Hvernig líst mönnum á nýja nafnið á KR-vellinum?
GH
Kr24.apríl 2015 kl.19:58
Ekki sáttur KR völlur er málið eða Meistaravellir .
Joi
24.apríl 2015 kl.20:51
Lýst bara vel á nafnið þetta er framtíðin rekstur Knattspyrnudeildar kostar mikið ef þetta á að ganga upp þá verður að leita allra leiða. Áfram KR.
Vesturbæingur
28.apríl 2015 kl.08:55
Ég er alveg sáttur við þetta nafn, Alvogenvöllurinn, en þá verða leikmenn og þjálfarar KR líka að sýna stuðningsmönnum og styrktaraðilum að liðið sé betra en það sem þeir buðu upp á í tapleiknum gegn Stjörnunni. Ef á að nást heimasigur á FH í fyrsta leik, þá gengur bara alls ekki að bjóða upp á svona handónýtan sóknarleik og það með allan þennan sóknarmannskap !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Stefán
28.apríl 2015 kl.14:45
Mér finnst þetta eðlilegt skref að gefa vellinum nafn. Auðvitað verður KR-Völlurinn í mínum huga alltaf bara KR-Völlurinn og það breytist ekkert þó svo styrktaraðili fái að setja nafn sitt á völlinn. Varðandi síðasta komment um leikinn í gær þá finnst mér að menn þurfi að anda rólega. Stjarnan er með eitt besta varnarlið landsins en fengu engu að síður á sig mark, sem reyndar var dæmt af okkur á óskiljanlegan hátt, og KR fékk nokkur dauðafæri til að setja boltan aftur í netið. Þá skulum við hafa í huga að leikurinn fór fram á þurru gervigrasi og leikmenn beggja liða ætluðu sér ekki að slasa sig viku fyrir fyrsta leik. Það var aðalega ánægjulegt að sjá hvað miðjan er góð hjá okkur, vörnin flott og sóknin beitt þegar hún tekur á rás og það mun hún gera í sumar.
Andri
28.apríl 2015 kl.15:17
Flott innlegg Andri, enda ég á von á hörkugóðum leik hjá KR á móti FH og alveg dýróðum stuðningsmönnum KR í stúkunni. Áfram KR !!!
Stefán
28.apríl 2015 kl.20:08
Afhverju er enginn samt búinn að tilkynna að það er búið að skipta um nafn á vellinum? Menn verða varir við þetta þegar menn sækja heimavallarkortið og það stendur Alvogen völlurinn á kortinu .Illa að þessu staðið þykir mér hjá stjórn knattspyrnudeildar
Ninni
28.apríl 2015 kl.22:14
Það þarf að ráða eitthvern í fullt starf hjá KR til þess að sjá um kynningarmál, netsíðu og umgjörð félagsins. Ekki bara fyrirfótboltann heldur allar deildir. Það þarf að koma þessu félagi á hærra plan.
Mozki
28.apríl 2015 kl.22:53
Heyr heyr algjörlega sammála þér mozki. Það er ekki nóg að opna nýja heimasíðu ef henni er ekkert sinnt (ný síða var opnuð fyrir ári síðan) Skora á ykkur að fara inná síðuna og sjá það með eigin augum www.kr.is. Ekki minnst orði á meistarakeppni KSÍ að það væri leikur né hvernig leikar fóru + leikmannalistar gamlir o.s.frv.. Þetta á ekki bara við knattspyrnusíðuna heldur hjá flestum ef ekki öllum deildum. Hlakka til að sjá fréttina af alðalfundi KR sem átti að vera í kvöld en það ekki minnst einu orði á hann mætti halda að þetta væri eitthvert leynifélag þar sem ákvörðunartaka er í höndum örfáa manna.
Ninni
29.apríl 2015 kl.12:20
Ætli þetta snústi ekki alltaf um fjármagn. Nú veit ég ekki hvað það kostar að hafa starfsmann við að halda úti heimasíðu fyrir klúbbinn en ég myndi halda að það væri hluti af því umhverfi sem við lifum við í dag að vera sýnilegri á netinu. KRReykjavík hefur verið góður vettvangur í fjölda ára og KR verið leiðandi í gegnum tíðina í bæði íþróttum og umgjörð. Ég held að þetta sé eitthvað sem klúbburinn þurfi að skoða. En eru ekki allir sáttir með þetta frábæra fótboltalið sem við eigum í dag :)
Andri
29.apríl 2015 kl.14:01
Þeim mun betri sem kynningin er á félaginu því fleirri nýjir Kr-ingar. Stærra og sterkara félag.
Mozki
29.apríl 2015 kl.14:06
Hugsanlega snýst þetta líka að einhverju leyti um metnað.
Oddur
29.apríl 2015 kl.14:09
Tek undir með Mozki, það þarf átak í markaðsmálum hjá KR og sérstaklega í upplýsingagjöf til íbúa hverfisins. Auðveldasta leiðin er að sinna heimasíðunni almennilega. Þetta er eitthvað sem myndi margborga sig, auka fjölda iðkenda o.s.frv. Þetta er ekki einskorðað við neina sérstaka deild félagsins, heldur á við um allt starfið.
Stebbi
30.apríl 2015 kl.00:16
Vinna 7 manns í fullu starfi á skrifstofu KR í dag einhver þeirra hlýtur að geta sett fréttir inná kr.is. Væri t.d. skemmtilegt að vita hverjir voru kosnir íþróttamaður og kona KR en aðalfundur félagsins var fyrir 2 dögum og enginn frétt kominn inn af honum. Lélegt þykir mér.
Ninni

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012