Svara þráð

Spjall

Oddaleikur í körfunni16.apríl 2015 kl.13:44
Ætlar Miðjan að mæta á oddaleikinn annað kvöld og leiða lýðinn í fjöldasöng? Það er hálfvandræðalegt að sjá einhver landsbyggðarlið yfirgnæfa stúkuna okkar trekk í trekk, sérstaklega í ljósi þess að einhver bestu Miðju-móment sem ég man eftir voru í körfunni. Og ég frábið mér svarið "gerðu það bara sjálfur". Það er enginn að fara að gera þetta nema þið. Svo einfalt er það.
Oddur
16.apríl 2015 kl.16:23
Þetta er nefnilega vandamálið. Miðjan er augljóslega ekki að fara að gera þetta. Af hverju, jú því að Miðjan er ekki sama dæmi og hún var áður. Þessar tilraunir til þess að endurvekja hana hafa verið alveg glataðar því miður. Hvert ákallið á fætur öðru frá körfunni sem skilar sér alltaf með því að einhverji 4-5 mæta og ekkert gerist. Það þarf að höfða til nýrra aðila. Yngri stráka sem eru tilbúnir í þessa vitleysu. Það eru að verða 5-6 ár síðan Miðjan var og hét. Ég er ekki að gera lítið úr starfi þeirra sem koma fram sem "miðjan" í dag t.d. með þessum videoum. Flott starf. En það þarf að slaufa þessu "miðjudæmi" og byrja með eitthvað nýtt og ferskt.
KR-ingur
16.apríl 2015 kl.16:33
Þá kalla ég eftir því að einhver geri þetta. Hefur KR-klúbburinn eitthvert hlutverk í þessu eða á hann bara að vera í því að panta snittur til að borða í leikhléi? Kannski þyrfti að stofna formlega annan stuðningsmannaklúbb sem hefur engin bein tengsl við félagið? Aftur frábið ég mér svarið "gerðu þetta sjálfur".
Oddur
Allir velkomnir í Miðjuna.16.apríl 2015 kl.18:12
Svo best sem ég viti þá munu þeir sem hafa áhuga á Miðjunni mæta á þennan leik og það verður góð stemmning, því get ég lofað. Hvað varðar að leggja Miðjuna niður sé ég það ekki gerast á þessu tímabili. Mér finnst frekar þetta snúast um KR-inga í kringum Miðjuna fari að styðja klúbbinn í stað þess að halda að það sé bara Miðjan sem á að fara gera slíkt. Til dæmis í bikarleiknum á móti Störnunni þá tóku menn varla undir "KR klapp klapp". Þá kom grínmyndband frá Karl West sem sýndi hversu margir Miðjumenn voru á móti Stjörnumönnum. Það var svolítið niðurlægjandi þar til ég fattaði að við vorum 10 en þeir um 25 en virkuðu 15x fleiri þar sem hinn almenni Stjörnumaður var í bláum búningi. Ég er að tala um að þarna var líka gamalt fólk. Þann dag sem ég sé síðast gamalt fólk í KR treyjum var úti á Eiðistorgi 1999. Menn verða að fara setja hlutina í samhengi og átta sig á því að KR-ingar eru ekki með þetta hungur né meðbyr í dag. Sjálfsögðu þarf að fjölga í Miðjunni en erfitt er að auglýsa eftir slíku þó svo allir eru velkomnir. Menn verða bara að finna þetta hjá sjálfum sér. Fjölmennum á völlinn og höfum gaman á föstudaginn kl 19:15 ÁFRAM KR
Damus7
16.apríl 2015 kl.19:35
Oddur. KR-klúbburinn er fyrir meistaraflokk karla í fótbolta. Þráinn er nýtekinn við sem formaður og er að undirbúa fína hluti fyrir sumarið. Það er jákvætt ef fólk hefur áhyggjur af stemningunni í KR en rétta svarið er að mæta á leikina og láta í sér heyra.
ábs
17.apríl 2015 kl.09:06
Ókei, ég mæti og læt í mér heyra. Stemningunni reddað.
Oddur
17.apríl 2015 kl.22:16
Takk fyrir frábæran leik og frábæra stemmningu. Allir KR-ingar létu heyra í sér í lok leiks og það var tær snild.
Damus7
17.apríl 2015 kl.22:25
Það var mjög góð stemning í kvöld. Við vorum innan við tíu þeir sem hægt var að kalla Miðjuna, þar af voru tveir sem ég hef aldrei séð áður. Við höfðum mikil áhrif á stemninguna en aðalatriðið var að allir í húsinu voru í stuði. Ég skil alveg þessar pælingar um að leggja niður Miðjuna og stofna eitthvað annað en menn verða að skilja að svona lagað sprettur bara upp í grasrótinni - eða ekki. Við sem erum í Miðjunni erum að gera það sem við viljum gera og vonandi fjölgar okkur aftur í sumar.
ábs

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012