Svara þráð

Spjall

Formaður KR4.apríl 2015 kl.16:54
Hvernig væri nú að KR TV tæki viðtal við formann KR um uppbyggingu á KR svæðinu og famtíð félagsins ? EF hann veit á annaðborð eitthvað um málið.
mozki
Formaður KR23.apríl 2015 kl.11:06
Sælir KR –ingar og gleðilegt KR sumar, Ég rakst á þessa fyrirspurn og er bæði ljúft og skylt að bregðast við henni. Um þessar mundir eru tvö ár frá því að ég tók við formennsku í félaginu okkar. Ég sagði strax að eitt af brýnustu málum okkar væri að bæta aðstöðuna. Aðstaða okkar hefur lítið breyst frá árinu 1999 og hefur aðstöðuleysi fyrir iðkendur og aðstandendur félagsins verið eitt mest aðkallandi verkefnið sem aðalstjórn hefur fengist við síðustu tvö ár. Aðalstjórn er í undirbúningsvinnu að nýrri heildstæðri lausn á skipulagi KR svæðisins í samvinnu við Reykjavíkurborg. Í því sambandi var stofnaður þriggja manna vinnuhópur sem vinnur að drögum að skipulagi svæðisins. Við höfum átt fundi með borgarstjóra um frekara samstarf um skipulag á KR svæðinu og í framhaldinu sendi KR formlegt bréf til borgarstjóra þar sem farið var á leit við Reykjavíkurborg að koma í samstarf við KR um framtíðarskipulag og uppbyggingu á svæðinu. Í bréfinu lögðum við KR ingar áherslu á að hið nýja skipulag ætti ekki eingöngu að taka tillit til þarfa þeirra fjölmörgu íþróttagreina sem stundaðar eru hjá félaginu, heldur þyrfti líka að bæta félagsaðstöðuna og huga að uppbyggingu á aðstöðu fyrir þá starfsemi sem félagið er í nánu samstarfi í við borgina, eins og í frístundastarfi borgarinnar og í skólum hverfisins. Að auki var ítrekuð sú ósk að félagið kæmi að skipulagi Keilugrandareitsins með einhvers konar „lýðheilsureit“ í huga, en slíkt svæði myndi nýtast jafnt íbúum sem og íþróttaiðkendum í vesturbænum. Enn fremur var í bréfinu áréttað það gríðarlega mikilvæga uppeldisstarf sem félagið vinnur í þágu barna í hverfinu. Bréfið var síðan lagt fyrir borgarráð sem samþykkti að fara í þetta samstarf við félagið. Vinna við þarfagreiningu svæðisins er nú þegar hafin og hefur vinnuhópurinn sem ég nefndi fyrr kallað eftir gögnum frá deildum félagsins. Næstu skref að því loknu, eru að klára þarfagreininguna og fá arkitektastofu til að koma með tillögur að svæðinu áður en málið fer síðan áfram til borgarinnar. Það er alveg ljóst að eitt af forgangsmálum okkar KR inga er að bæta vetraraðstöðu til knattspyrnuiðkunar og höfum við litið til lítils knattspyrnuhúss í því sambandi, líkt og þekkist á nokkrum stöðum hér á landi. En allt er þetta í undirbúningsferli og allt tekur þetta tíma. Vonast til að sjá sem flesta á vellinum í sumar og hvet einnig alla KR-inga til að mæta og styðja við bakið á strákunum okkar í körfunni í úrslitakeppninni sem nú stendur yfir, Bestu KR kveður, Allir sem einn, áfram KR, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson formaður KR
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson
Formaður KR23.apríl 2015 kl.12:25
Takk fyrir skýr svör, nú er ég mun rólegri yfir þessu öllu saman. Áfram KR !
Mozki
23.apríl 2015 kl.13:44
Þakka svörin frá þér Gylfi. Hvernig væri ef þessar hugmyndi yrði opinberar og okkur hinum almenna KR-ingi kynntar hugmyndir og okkur jafnvel gefinn kostur á að hafa einhver áhrif. Ég veit að það tekur tíma að hafa áhrif og þú ert tiltölulega ný tekinn við en fyrir okkur hinn almenna KR-ing hefur ekkert gerst. Það hafa öll lið á Íslandi byggt upp aðstöðu sína á undanförnum árum en það hefur ekkert gerst hjá okkur síðan nýja húsið var vígt fyrir tæpum tveimur áratugum. Hér á árum áður þótti KR-völlurinn flottast völlur landsins en í dag hafa flest lið tekið vel fram út okkur í þeim efnum.
KR-ingur
27.júní 2016 kl.11:58
Nú eru 16 mánuðir síðan Gylfi Dalmann formaður KR upplýsti okkur um stöðu mála sbr. póst hans hér að ofan. Núna er komið júní 2016 og ekkert hefur gerst. Vond staða sem forsvarsmenn félagsins hafa komið félaginu okkar í.
KR-ingur
27.júní 2016 kl.13:18
Það væri því eðlilegast að Gylfi Dalmann myndi setja hér inn framhalds svar núna og upplýsa okkur stuðningsmenn KR um gang mála frá A - Ö.
Stefán
10.júlí 2016 kl.07:28
En afhverju er fyrst nú verið að fara í þetta? Önnur félög eru ljósárum â undan KR í þessum efnum sbr. Breiðablik og FH. Þarf einhvern arkitekt til sjá til þess að salernisaðstaða sé boðleg gestum? Þarf arkitekt til að umhirða â grasvellinum sé í lagi? Hvað gerðu FH? Þeir fengu greenkeapera frá golfklúbbnum Keili til að aðstoða sig hvernig væri best að hafa grasið í toppstandi. Hvernig væri að skapa fjölskyldustemmningu með húllumhæ fyrir leiki, ókeypis fyrir börn osfrv? Hér þarf bara vilja og framkvæmdavilja en enga rándýra arkitekta eða bullandi borgarstjóra.
Hans
6.september 2016 kl.10:08
Sem fyrr heyrist ekki neitt frá stjórn KR. Væntanlega getum við gengið út frá því að þessi "vinna" hafi dagað uppi.
KR-ingur
6.september 2016 kl.12:31
Snýst ekki allt um hjá KR að kaupa leikmenn í stað þess að byggja upp svipað og hjá Val skammtíma árangur er no eitt tvö og þrjú.
Karl
6.september 2016 kl.15:10
Það væri t.d. hægt að byggja fínt og rúmgott knattspyrnu æfingahús á svæðinu sem liggur í norður frá KR húsinu, á svæðinu þar sem nú standa lítill sparkvöllur, íbúðarhús við Frostaskjól 4 og Frostheimar ( hús í niðurníslu ) við Frostaskjól 6. Það mætti svo fara með húsið aðeins í austur inn á stóra knattspyrnu æfingavöllinn.
Stefán
7.september 2016 kl.10:17
Er ekki málið að byrja á því að setja eitthvað hágæða gervigras á aðalvöllinn með flóðljósum ? Við hljótum að fara hugsa um það fljótlega. Nýtingin á svæðinu eykst til muna fyrir yngri flokkana og ekki má gleyma því að KV gæti spilað heimaleikina á aðalvellinum.
Lúlli
7.september 2016 kl.11:37
Mér líst sífellt betur á að hafa gervigras á aðalvellinum, hins vegar þykja mér hagsmunir KV algjört aukaatriði í þessu samhengi enda held ég með KR.
ábs
15.september 2016 kl.09:32
neðangreint viðtal var tekið við Gylfa Dalaman síðasta vetur. þar boðaði hann umbætur á KR svæðinu sem yrðu kynntar nú síðsumars. Að sjálfsögðu er ekkert að frétta og nú er komið haust. http://borgarblod.is/?p=1408
KR

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012