Svara þráð

Spjall

Ungir leikmenn13.mars 2015 kl.21:04
Horfði á leik KR og Leiknis á Sporttv.is og það var nokkuð áhugaverður leikur. Sprikl á gerivigrasi er náttúrulega alltaf óttarlegt frat en engu að síður gefur það vísbendingu um það sem þarf að laga og bæta. Mér fannst KR liðið ekki nægilega vel stilt saman í leiknum. Þegar leið á leik voru menn að finna sig betur en það var of mikið af feil sendingum vegna þess hreinlega að liðið virðist ekki vera nægilega vel stilt saman enn. Gæðin eru mikil í liðinu og smá vorbragur á því. SVO er það hitt og það eru ungu leikmennirnir. Mikið rosalega eru þetta góðir knattspyrnumenn. Þeir komu inn á þegar svona 15 min voru eftir og mér fannst þeir bæta leik liðsins mikið. Báðir vel spilandi, öryggir með boltan og léku Leiknismenn grátt. Þeir sprengdu upp vörnina hjá andstæðingnum, náðu vel saman og það var ekki að sjá að þetta eru 15 og 16 ára guttar. Mikil framtíð í þessum leikmönnum.
Andri
13.mars 2015 kl.22:00
Sammála. Þeir breyttu leiknum. Liðið var aldrei líklegt til að skora fyrr en þeir komu inná. Lofa góðu.
Guðjón
Ungir leikmenn13.mars 2015 kl.22:11
Sammála þessu.Verð þó að geta þess að mér fannst Þorsteinn Ragnarsson góður í þessum leik,þarna einn á toppnum.Hann lagði sig mikið fram og var ansi nálægt að setja áður en Leiknir skoraði.Ungu strákarnir settu svo meiri kraft í sóknarleikinn og sköpuðu hættu frammi.- Mikil unun var að sjá Skúla Jón í þessum leik,algjörlega solid í öllum aðgerðum.Mikill fengur þar,að fá hann í Stórveldið.
Alfie Conn
14.mars 2015 kl.00:20
Mun taka tíma að slípa nýtt lið saman held að menn ættu ekki að búast við miklu fyrr en líða tekur á tímabilið.Ungu leikmennirnir lofuðu góðu um að gera að nota þá meira Skúli Jón solid.Leiknismenn lofa góðu kannski koma þeir á óvart.
Vesturbæingur
16.mars 2015 kl.08:21
Þetta smellur vonandi allt saman fyrir alvöruleikina og gott að heyra Bjarna segja að von sé á fleirum, allavega einum virkilega sterkum. Það þarf virkilega til að halda í við mannasöfnun FH, sem hafa alveg misst sig. Líka frábært að ungliðarnir okkar lofi góðu, eykur breiddina.
Stefán
21.mars 2015 kl.19:04
Hvernig færðu það út að FH hafi misst sig í mannasöfnun? Þeir hafa fengið inn 5 leikmenn og misst 5.
Gunnar
21.mars 2015 kl.23:34
Valur FH og Stjarnan berjast í sumar KR verður í botnbaráttu áfram Valur stolt Reykjavíkur.
balli
22.mars 2015 kl.13:58
Blessaður.
Gústi
25.mars 2015 kl.08:13
Enn bætir FH við og nú stela þeir bara eins og ekkert sé sjálfsagðara og líklega ekki hættir, en Bjarni er búinn að lofa okkur KR-ingum einum frábærum leikmanni í viðbót. Mér dettur t.d. í hug vinstri bakvörður eða hægri kantmaður ?
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012