Svara þráð

Spjall

Toppar einhver þetta?22.febrúar 2015 kl.19:24
Alhæfingar um bestu lið og stuðningsmenn eru oft háðar huglægu mati fólks og upplifun hverju sinni. Engu að síður eru til hlutlægir mælikvarðar, sem gefa til kynna ákveðna hluti. Stuðningsmenn Stjörnunar hafa verið mjög háværir síðustu ár og þar á undan áttu Blikar sín móment og eins stuðningsmenn FH. KR hefur lengst af átt góða stuðningsmenn, þó mér hafi fundist stemmingin hafa minnkað mikið í stúkunni. Kannski kemur þetta allt saman í tímabilum. Man þó einhver hér til þess að nokkuð annað lið en KR og ÍA hafi tekist að fylla Laugardalsvöllinn? Mér sýnist völlurinn vera smekk fullur og var sjálfur á þessum leik og man stemminguna á leiknum: https://www.youtube.com/watch?v=ajeIIXMphvQ Nú er ég auðvitað ekki að tala um það þegar FH eða Stjarnan hafa mætt þekktum liðum, sem eru í lægð, í evrópukeppni.
Andri
22.febrúar 2015 kl.19:43
Takk fyrir að pósta þessu. Ég fæ að nota þetta í hugleiðingar um stemninguna á næstunni. Þetta er mjög mikilvægt umræðuefni núna fyrir vorið, ekki síst eftir stuðningsskandalinn í körfunni gegn Stjörnunni í gær þar sem KR-ingar voru sem á útivelli.
ábs
22.febrúar 2015 kl.22:52
Þetta er gjörsamlega geðveikt! Þvílík stemmning á vellinum þarna... uss þetta var svo ótrúlegt sumar!
Stebbi
23.febrúar 2015 kl.00:13
Það eru gífurlegur fjöldi KR-inga um allan bæ og þegar á reynir er gífurleg stemming í klúbbnum. Vandamálið er kannski að liðið er búið að vinna allt sem hægt er að vinna og vinna oft. En hér eru nokkur myndbönd sem sýna hvað það er gaman að vera KR-ingur. https://www.youtube.com/watch?v=U-zwLxGDlu4 og svo þetta https://www.youtube.com/watch?v=V75duNnKbnY síðan má ekki gleyma https://www.youtube.com/watch?v=ZmH4Qg7ODkM eða þessu https://www.youtube.com/watch?v=VTIp5G-NKYI&spfreload=10 eða þessu https://www.youtube.com/watch?v=k1cME_PbxVs Það er svo sannarlega af mörgu að taka og ég hef fulla trú á því að stemmingin verð frábær í sumar þegar Íslandsmeistartitilinn kemur heim í Vesturbæinn.
Andri
23.febrúar 2015 kl.09:41
Vandamálið er bara að það vantar endurnýjun í stuðningsmannakjarnan. Fyrir 4-5 árum var mögnuð stemmning í kringum félagið. Sömu strákar eru enn að en þó hefur fækkað verulega í hópnum. Endurnýjunin er engin. Engin ungir strákar í kringum tvítugt sem eiga að leiða þetta. Ég tók eftir því í kringum körfuboltaleikinn í gær að það kom klassískt ákall til Miðjunar. Með hverju reiknuðu menn? Að það myndi allt fyllast af gömlum "bullum" sem hafa verið í rólegheitum í nokkur ár. Þetta fór nákvæmlega eins og mig grunaði. Það er alltaf verið að bíða eftir því að Miðjan töfri fram stemmningu. Slíkt gerist ekki ef 5-6 strákar/kallar eiga að sjá um þetta. Miðjan er ekki það sama og var fyrir nokkrum árum. Núna þarf einhver vinahópur að búa til nýjan kjarna. Það þarf ferskt blóð inn í þetta. Þeir sem eru í Miðjunni gerðu frábæra hluti á sínum tíma en það þarf nýtt fólk í þetta með þeim.
KR-ingur
23.febrúar 2015 kl.09:56
Algjörlega sammála KR-ingi, það verða ungir strákar að finna það hjá sér að stofna stuðningsmannasveit eða taka yfir Miðuna. En þetta snýst líka um hvern og einn áhorfanda, að fólk mæti betur og taki þátt af lífi og sál. Svo við víkjum aftur að stemningunni á þessum bikarúrslitaleik 1999 þá er enginn að syngja neitt þar og engin Miðja en það er samt tryllt stemning af því fólk var að styðja liðið sitt af lífi og sál.
ábs
23.febrúar 2015 kl.14:15
Þetta er mjög svo þörf umræða. Allir eru velkomnir í Miðjuna svo lengi sem þeir nenna að tralla með. Hvernig er hægt að fjölga í hópnum? Vandamálið er ekki að KR-ingar eru fámennir eins og hjá flestum liðum. Vandamálið er hugsunin um að hinir sjá um þetta. Það vantar smá vakningu hjá meirihluta KR-inga og kannski smá herferð: BRING THE NOISE ! https://www.youtube.com/watch?v=l_MD9riPXbQ
Damus7
12.mars 2015 kl.22:36
Við þurfum að fá Kristjánsson-bræður aftur í hópinn. Það fylgdi þeim alltaf mikil stemming spurning hvort það sé ekki hægt að plata þá með í sumar.
Berghreinn

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012