Svara þráð

Spjall

Messi20.febrúar 2015 kl.21:47
Ætlar enginn að útskýra þetta grín með Mumma Messi?
Damus7
21.febrúar 2015 kl.03:04
Tek undir. Við viljum fá skýringar á þessu rugli frá bæði stjórn og Mumma. Mummi er enginn lánsmaður, hann er byrjunaliðsmaður í KR, einn besti bakvörður landsins. Ef hann er hættur í fóthbolta, so be it, en að hann vilji frekar spila með Víkingi Ólafsvík en KR og að KR samþykki þann ráðahag, það er eitthvað sem menn verða að gefa skýringar á.
ábs
Kr21.febrúar 2015 kl.03:46
Þetta hlítur að vera gott grín .
Jói
21.febrúar 2015 kl.08:55
Hann er með sjálfsofnæmi. Það er ekki auðveldur sjúkdómur að hafa og mjög skiljanlegt að hann treysti sér ekki til að spila í efst deild, með liði sem ætlar sér að vera í toppbarátu í sumar. Slakið á drengir og verið ánægðir að hann treysti sér almennt til að spila og fái tækifæri til þess.
Andrés
21.febrúar 2015 kl.11:15
Eigum að þakka Mumma fyrir gott framlag hans til knattspyrnunnar í KR.Ef hann vildi komast í rólegra umhverfi skilur maður ákvörðun hans. .
Vesturbæingur
21.febrúar 2015 kl.12:06
Ef þetta er rétt hefur maður auðvitað fullan skilning á því. En það hefði þá verið eðlilegt að segja frá því. Fréttaflutningur af þessu virkar beinlínis ögrandi án þessarar skýringar.
ábs
21.febrúar 2015 kl.20:33
Sjálfsögðu hefur maður skilning á þessum vandræðum þegar þetta er orðið opinbert, hinsvegar eiga stórstörnur eins og Mummi að vera í KR. Við eigum að sjá um okkar menn þegar á móti blæs. Mummi á skilið að vera hjá KR þó svo að hann væri einfættur. Hann er einn af þeim leikmönnum sem blæða svört hvítu blóði og maður er alltaf stolltur af hans leik. Stærðfræðingar skilja ekki það sem er ekki hægt að festa í tölu og því eðlilegt að hann reiknar dæmið vitlaust. Stuðningsmenn elska Mumma og vilja hafa hann í KR og þar á hann heima. Gangi honum vel, hvar svo sem Messi verður.
Damus7
21.febrúar 2015 kl.20:34
Svart-Hvítu....
Damus7
22.febrúar 2015 kl.03:26
sjálfsofnæmi? Hvar kom það fram?
dóri
22.febrúar 2015 kl.15:40
Heyrt marga tala um þetta, sel það ekki dýrar en ég keypti það. Varla eru menn að segja ósatt um þessi mál. Maður veit þó aldrei. Annað eins hefur nú gerst.
Andrés

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012