Svara þráð

Spjall

Lítur vel út... spennandi tími framundan17.janúar 2015 kl.13:55
Mér hefur fundist erfitt að horfa upp á hvern snillinginn fara úr röðum KR frá því haust en það lítur út fyrir að Bjarni og Gummi séu að fá góða menn inn í liðið til að fylla í þau skörð sem menn eins og Haukur Heiðar, Baldur, Óskar og Mummi skilja eftir sig. Að ógleymdum Kjartani (galdrakalli :) ) sem getur skorað úr hvaða færi sem er. Þá er einstaklega ánægjulegt að sjá tvo 15 ára gutta spila með meistaraflokki og mér líst vel á að Skari leiðbeini þessum ungu og efnilegu leikmönnum inn í framtíðina. Nú verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta "nýja" lið spilar sig saman fyrir sumarið og hvort ekki sé um meistara lið að ræða.
Andrés
17.janúar 2015 kl.14:44
Ég held að miklar líkur séu á því að Kjartan Henry og Skúli Jón komi inn í liðið aftur en Gary fer líklega. Sammála því að í liðinu eru margir leikmenn sem gætu sprungið út í sumar. Svoskiptir miklu máli hvernig við byrjun. Maí snýst um baráttu og stigasöfnun.
ábs
17.janúar 2015 kl.18:14
Ég ætla að leyfa mér að vera þeirrar skoðunar að við höfum lítið með Kjartan að gera og égf er hræddur um að Skúli Jón sé ekki sami Skúli Jón og þegar hann fór út. Við erum í það minnsta ekkert að vinna í happdrætti þótt þeir væru á leiðinni heim.
NN
17.janúar 2015 kl.18:34
Hvað er þetta, bæði Kjartan og Skúli Jón eru frábærir knattspyrnumenn og það væri gaman að sjá þá klæðast KR-treyjunni aftur. Það kemur svo bara í ljós hvort þeir séu í góðus standi en ég hef fulla trú á þeim og þjálfrateyminu til að finna þeim stöðu innan liðsins.
Andrés
17.janúar 2015 kl.21:35
Kjartan Henry vann fyrir okkur bikarinn í fyrra með því að slátra Vestmannaeyingum úti í Eyjum og klára Keflavík á lokamínútunum. - Bjarni vill fá báða í hópinn aftur.
ábs
Emil 18.janúar 2015 kl.00:48
En hvað með emil atla verður hann með kr í sumar ég vona það.? Og vonandi kemur kjartan og skúli góðir og sannir KR ingar.
Joi
18.janúar 2015 kl.15:40
Skúli Jón var hugsanlega okkar besti leikmaður í meistaraliðinu 2011 og hann er ekki nema 26 ára. Skúli myndi styrkja KR-liðið umtalsvert og það sama gildir um Kjartan Henry sem hefur reynst okkur mjög drjúgur síðustu ár.
Stórveldið
19.janúar 2015 kl.08:23
NN, Skúli Jón er klárlega bara betri leikmaður en hann var áður en hann fór út og já takk, ég væri alveg til í að sjá meistara Kjartan Henrý í svarthvítu enn á ný. Spái því áð Atli Sigurjóns og Emil Atlason eigi eftir að springa út sem leikmenn KR í sumar.
Stefán
22.janúar 2015 kl.20:51
Atli og Emil munu springa út á bekknum hjá KR.Risinn FH tekur þetta auðveldlega.
FHafnfirðingur
22.janúar 2015 kl.22:35
Sonur Tryggva Guðmundsson skoraði fyrir KR gegn FRAM í kvöld. Hann er 15 ára. Risinn FH er hættur að vinna titla nema í bikarkeppni FRÍ.
ábs
23.janúar 2015 kl.08:24
Nei, ætli ballerínunar í Fimleikafélag Hafnarfjarðar fari nú nokkuð að gera einhverjar rósir á þessu ári frekar en í fyrra - Á von á þeim slökum og titlalausum aftur í sumar.
Stefán
23.janúar 2015 kl.18:00
Sammála því að þetta sumar verður spennandi. Hvað risavaxna FH dverginn varðar þá lítur út fyrir að þeir verða sterkir enda ekki annað hægt ef þeir verða með 8 útlendinga af 11 byrjunarliðs mönnum. Þó það sé ekki alveg gefið, Valur fékk til sín 8 í fyrra. Ég er sáttastur með það að hafa landað Pálma og svo má Mummi taka upp skóna aftur. Ákvörðun um að hætta, mun hann sjá eftir þegar hann verður eldri.
Damus7
26.janúar 2015 kl.08:36
KR-lið komandi sumars er ekki alveg klárt, því að fleiri eiga eftir að koma, tveir til þrír líklega.
Stefán
26.janúar 2015 kl.11:10
Mér finnst óþarfi að vera að bæta við of mörgum leikmönnum. Flott ef Skúli Jón kemur og Kjartan en óþarfi að vera að bæta við fleirum. Mér finnst fínt að verið sé að nota unga leikmenn úr yngri flokkum, þó svo þeir verði ekki uppstaða í sumar þá er um að gera að gefa þeim tækifæri. Núna þarf liðið bara að fá tíma til að spila sig saman og mæta sterkir til leiks í vor.
Andri
26.janúar 2015 kl.14:58
Já Andri ,, ef Skúli Jón og Kjartan Henry koma ". Svo á Rasmus enn eftir að undirrita samning, ekki satt ?
Stefán
28.janúar 2015 kl.03:33
KR komið með gott staff en ekki plàss fyrir alla þessi sem var að aðstoða RK og Pétur er vist á leið upp í Àrbæ
Farvel28.janúar 2015 kl.18:27
Nýir menn, nýjar áherslur. Gangi Mr Noname vel í Árbænum og vonandi fær hann viðunnandi samning, sem auðvelt er að standa við.
Damus7
Pètur29.janúar 2015 kl.01:03
Pètur Pètursson er bùinn að gera virkilega góða hluti fyrir KR .Takk Pétur vonandi kemuru aftur í KR.
Joi
3.febrúar 2015 kl.09:49
Tveir sterkir danir á leið til KR !?
Stefán
3.febrúar 2015 kl.13:55
Dugar ekki minna en 3-4 danir í viðbót ef liðið ætlar að halda í FH og Stjörnunna.
Helgi
3.febrúar 2015 kl.14:29
Já Helgi, þannig er samkeppnin einfaldlega á toppnum. Bara eins og í ensku úrvaldsdeildinni og víðar.
Stefán
3.febrúar 2015 kl.19:13
Þarf ekki að setja limit á erlenda leikmenn eins og er gert í Körfunni?
Damus7
Faglegt ?4.febrúar 2015 kl.16:05
Ansi fannst mér óviðeigandi að heyra Hörð Magnússon á Bylgjunni áðan segja að Gary Martin markakongur okkar sé að reyna allt til að losna frá KR, var ekki hægt að orða þetta öðruvísi eða var þetta með ráðum gert hjá Hödda ?
Kalli
4.febrúar 2015 kl.22:22
Við verðum að fá mannskap því við erum búin að missa marga og við verðum helst að fá betri menn en þá sem eru á förum vegna þess að liðið var ekki nógu gott í fyrra. Miklu máli skiptir þó hvort Kjartan Henry og Skúli Jón koma heim eða ekki.
ábs
5.febrúar 2015 kl.10:34
Sagði Höddi Magg ekki bara það sem blasir við? Fyrir Gary snýst þetta ekkert bara um að losna frá KR, heldur komast í aðra deild. Gary Martin er enn ungur (nokkuð sem margir gleyma) og hefur metnað til að taka næsta skref á ferlinum. Held að hann sé ekkert að gera allt til að losna frá KR svo hann geti farið í FH. Hann vill komast út í aðra deild og það er ekkert athugavert við það.
Stebbi
5.febrúar 2015 kl.14:09
Höddi Magg vill náttúrulega fá alla góða leikmenn í FH, en þeir FH-ingar eru líka að moka hressilega inn hjá sér núna af leikmönnum erlendis frá. Það verður þá bara til þess að aðrir gera það líka, t.d. við KR-ingar.
Stefán
8.febrúar 2015 kl.23:42
Skúli Jón að koma heim. Það eru frábærar fréttir.
ábs
9.febrúar 2015 kl.08:30
Góður og vinsæll leikmaður hann Skúli Jón. Nú er bara að sjá hvort að Kjartan Henrý kemur líka og hvað með alla danina sem sagðir eru á leiðinni ?
Stefán
10.febrúar 2015 kl.21:28
Þrátt fyrir fínar styrkingar í vetur þá finnst mér samt ennþá vanta upp á í hópinn til að mynda í bakvarðarstöðurnar, fá einn eða ekki tvo kantmenn og einn sóknarmann til viðbótar ef að Gary fer frá liðinu! fyrir mér þá eru KR-ingar að gera mjög vel í því að fá Pálma og Skúla í liðið en það vantar samt upp á til að liðið verði alveg tilbúið í mótið þegar það hefst á móti fimleikafélaginu í maí. Áfram KR
11.febrúar 2015 kl.08:11
Sammála síðasta ræðumanni hér sem er nafnlaus. Nákvæmlega eins og staðan er núna, þá eru FH-ingar með forskot á önnur lið hvað mannskap varðar, en mér skilst að handan við hornið hjá KR bíði jafnvel þrír danir, að Rasmus meðtöldum.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012